Leik lokið!
Í hreinskilni sagt var þetta steindautt og leiðinlegt. Vonbrigði.
Viðtöl og skýrsla á leiðinni. Takk fyrir mig.
90. mín
Fazlagic tekur hornið á kollinn á Præst sem skallar yfir.
90. mín
KR fær horn á loka sekúndunum.
90. mín
Ekki mikið eftir af uppbótartímanum en það er fátt að frétta eftir að klukkan sló 90.
90. mín
Hólmbert fer af vellinum með sjúkrabíl. Hann fékk högg á gagnaugað. Sendum honum innilegar batakveðjur.
90. mín
Sjö mínútum bætt við en það er búið að vera mikið um meiðsli í seinni hálfleik.
89. mín
Inn:Atli Hrafn Andrason (KR)
Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (KR)
Vonum að það verði í lagi með Hólmbert.
88. mín
Sjúkraþjálfarar KR eru búnir að vefja Hólmbert í teppi og komnar börur á völlinn.
87. mín
Hólmbert Aron er eitthvað meiddur og fær aðhlynningu. Þetta lítur ekki sérlega vel út hjá framherjanum.
85. mín
Stórsókn KR!
Hólmbert Aron er í góðu skotfæri en hann reynir að sóla fjóra varnarmenn í einu í staðin fyrir að skjóta. Hann er stoppaður að lokum.
83. mín
Gary Martin liggur eftir og sýnir Þóroddi eitthvað sár sem hann vill meina að KR-ingur hafi gefið honum. Þóroddur hefur lítinn áhuga á því.
81. mín
Samkvæmt mínum heimildum var Alex Freyr alls ekkert rangstæður þegar hann skoraði og hefði því markið átt að standa. Risatórt atriði í svona leik.
80. mín
Inn:Axel Sigurðarson (KR)
Út:Morten Beck Guldsmed (KR)
Strákur úr 2.flokki að koma inná.
79. mín
Inn:Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.)
Út:Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
Alex Freyr setti boltann í markið stuttu áður en það var búið að flagga rangstöðu.
Víkingarnir allt í einu mjög sterkir.
78. mín
Alex Freyr reynir skot rétt utan teigs sem stefnir í bláhornið en Stefán Logi nær að verja vel.
77. mín
DAUÐAFÆRI!!
Gary Martin á frábæra sendingu á Viktor Jónsson sem er kominn einn gegn Stefáni Loga en hann missir boltann of langt frá sér.
76. mín
Um korter eftir. Kom með færslu fyrir fimm mínútum að tala um að liðin þurftu að gera eitthvað. Ekkert gerst síðan.
73. mín
Alex Freyr liggur eftir samstuð við Præst. Daninn hlær af honum.
70. mín
Liðin hafa 20 mínútur til að gera eitthvað í þessum leik. Ansi lítið í gangi þessa stundina.
69. mín
Róbert heldur leik áfram.
68. mín
Róbert fór út í fyrirgjöf, hann missir af boltanum og lendir á KR-ing. Þóroddur dæmir aukaspyrnu á KR og Róbert liggur eftir meiddur.
66. mín
Gary á flottan snúning og svo sendingu á Dofra, Dofri á svo fyrirgjöf á Gary sem er mættur inn í teig, Englendingurinn skallar boltann að marki en vindurinn tekur kraftinn úr skallanum og fer hann beint á Stefán Loga.
65. mín
Minn maður hann Magnús Böðvarsson.
61. mín
Viktor fær aðhlynningu en hann heldur síðan leik áfram.
60. mín
Viktor Jónsson liggur eftir meiddur. Smá harka komin í leikinn og margar hressilegar tæklingar komnar síðustu mínútur. Þær hafa sem betur fer ekki hitt menn.
58. mín
Erfiður völlur og mikill vindur að fara með þennan leik sem er mest megnis spilaður upp í loftinu þessar mínútur.
54. mín
Færi!
Róbert Örn bjargar sér, hann fer upp í fyrirgjöf sem hann á eiginlega ekki séns í og boltinn berst á Óskar Örn sem reynir skot en Robbi bjargar veseninu sem hann kom sjálfum sér í með góðri vörslu.
53. mín
Halldór Smári liggur eftir það sem virtist vera brot. Þóroddur dæmir ekkert. Óskar Örn lætur Halldór Smára heyra það.
Leikurinn er svo stöðvaður á endanum og hlynnt að Halldóri sem heldur áfram leik.
49. mín
Fazlagic tekur aukaspyrnuna, hún fer yfir vegginn en Róbert er vel staðsettur og nær að grípa boltann.
48. mín
Óskar Örn prjónar sig framhjá tveim varnarmönnum áður en það er brotið á honum, hársbreidd frá því að vera víti.
46. mín
Hólmbert á fyrsta færi seinni hálfleiks. Skallar langt innkast að marki en Róbert ver í horn.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað.
Vonumst eftir betri seinni hálfleik. Ég bið ekki um mikið.
45. mín
Hálfleikur
Ómerkilegur og markalaus fyrri hálfleikur. Dauft yfir mönnum hérna.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við. Stefnir allt markalausan fyrri hálfleik.
Morten Beck Andersen reynir fínt skot utan teigs sem Róbert nær að grípa vel.
44. mín
Dofri á flotta sendingu á Viktor sem lúðri rétt utan teigs. Hann reynir skot sem er jafn misheppnað og skallinn hans áðan.
42. mín
Ívar Örn á aukaspyrnu á Vikor Jónsson sem er í mjög fínni stöðu en skallinn hans er algerlega misheppnaður og boltinn endar í fanginu á Stefáni Loga.
38. mín
Ívar Örn á hornspyrnu sem Viktor Jónsson skutlar sér á en boltinn fer rétt framhjá.
34. mín
Ég vil hvetja tístara að koma með eitthvað jákvætt. Ég veit að völlurinn er ljótur, ég veit það er kalt og ég veit það er mánudagur og leikurinn ekki ótrúlega skemmtilegur en verum jákvæð. Pepsi 2016 er byrjað og það er veisla.
31. mín
Fyrsta tilraun Gary Martin í leiknum. Skallar erfiðan bolta frá Lowing í fangið á Stefáni Loga.
29. mín
Aukaspyrnan beint í vegginn. Sóknin heldur svo áfram þangað til Viktor Jónsson er kominn í fína stöðu innan teigs, hann reynir skotið en þá kemur Indriði með glæsilega tæklingu og bjargar í horn.
28. mín
Brotið á Alex Frey um 25 metrum frá markinu. Aukaspyrnu Ívar!
26. mín
Nú er Morten Beck Andersen eitthvað meiddur eftir högg. Hann virðist vankaður en stendur síðan upp og heldur áfram. Harður af sér, Daninn.
23. mín
Ívar Örn reynir skot af löngu færi sem fer í varnarmann. Hornspyrna sem Víkingar fá. Hólmbert er kominn aftur inná og ætlar að halda leik áfram.
22. mín
Hólmbert er sem betur fer staðinn upp en hann virðist eitthvað vankaður. Spurning með framhald hans í leiknum.
20. mín
Hólmbert hefur fengið eitthvað höfuðhögg og fær aðhlynningu. KR-ingar voru í fínu færi en leikurinn var stoppaður vegna höfuðmeiðsla.
15. mín
Hólmbert reynir skot utan teigs sem fer beint á Robba sem grípur örugglega. KR-ingar að ná tökum.
14. mín
Færi!
Morten Beck á frábæra sendingu á nafna sinn Andersen sem skallar rétt yfir úr mjög góðu færi. Þarna á Daninn að skora. Stökk yfir Hólmbert sem var líka í góðu færi. Sofandaháttur í vörn Víkings.
13. mín
Lítið að gerast í leiknum svo fólk talar um ljótt ástand vallarins í staðin.
11. mín
Gult spjald: Viktor Jónsson (Víkingur R.)
Viktor Jónsson fer harkalega í Præst. Tvö gul eftir 11 mínútur.
Indriði lætur Viktor heyra það.
9. mín
Gult spjald: Denis Fazlagic (KR)
Stoppar snögga sókn Víkinga. Dofri var að komast í góða stöðu.
6. mín
Viktor Jónsson fer illa með Skúla Jón áður en hann leggur hann á Gary Martin sem er á vinstri vængnum, hann reynir skot eða fyrirgjöf en hittir boltann illa og hann fer aftur fyrir.
5. mín
Ansi rólegar fyrstu mínútur. Liðin að þefa af Pepsi lyktinni og koma sér inn í hlutina.
1. mín
Svartir og hvítir stuðningsmannahópurinn fer rólega af stað. Heyrist ekkert í þeim.
1. mín
Leikur hafinn
Jess. Þetta er byrjað. Spennan er rosaleg í Frostaskjólinu!
Víkingarnir byrja og sækja í átt að KR-húsinu.
Fyrir leik
Dofri Snorrason, Viktor Bjarki Arnarson og Gary Martin fá verðlaun fyrir góðan árangur hjá KR á árum áður. Gary Martin elskar þetta.
Fyrir leik
Korter í þetta. Rok og frekar mikið kalt. Alvöru haustbragur enda 1. umferð í Pepsi. Annað væri skrítið.
Fyrir leik
Iain Williamson er á bekknum hjá Víkingum en hann kom frá Val. Óttar Magnús Karlsson er síðan ungur og spennandi strákur sem kom heim úr atvinnumennsku á dögunum.
Fyrir leik
Róbert Örn Óskarsson spilar sinn fyrsta deildarleik fyrir Víkinga en hann kom frá FH. Alex Freyr Hilmarsson kom til liðsins frá Grindavík í vetur og spilar hann einnig sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið.
Viktor Jónsson er kominn aftur í Fossvoginn eftir afar gott ár með Þrótti í 1.deildinni en hann spilar í framlínunni ásamt Gary Martin sem kom auðvitað frá KR í vetur.
Fyrir leik
Þess fyrir utan eru ungir og spennandi leikmenn á bekknum en stefna KR var að gefa fleiri ungum strákum sénsinn.
Svo verður auðvitað ný stuðningsmannasveit hjá KR-ingunum en hún ber nafnið Svartir og hvítir. Forvitnilegt að sjá hvernig það fer.
Fyrir leik
Pálmi Rafn er svo á bekknum hjá KR en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann brotnaði á hendi í Lengjubikarnum, einmitt gegn Víkingum.
Fyrir leik
En að leiknum. Það eru danskir dagar í KR en fjórir Danir byrja hjá liðinu og munu þeir allir spila sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið.
Morten Beck er hægri bakvörður sem hefur komið vel inn í liðið og spilað eins og engill á undirbúningstímabilinu. Michael Præst kemur frá Stjörnunni eins og flestir vita og gæti orðið góður liðsstyrkur fyrir KR. Morten Beck Andersen er svo búinn að spila afar vel á undirbúningstímabilinu og raðað inn mörkum.
Denis Fazlagic kom síðan seint inn í undirbúningstímabilið en hann leit vel út í þeim fáu leikjum sem hann spilaði en hann er vængmaður.
Fyrir leik
Fyrsta sem ég tók eftir þegar ég kom mér fyrir í blaðamannastúkunni í Vesturbænum var gríðarlega ljótur völlur. Það var kvartað mikið yfir Kópavogsvelli í gær en þetta er töluvert verra.
Fyrir leik
Jæja kæru lesendur, þá er maður mættur í Frostaskjólið fyrir stórleik KR og Víkings í Frostaskjóli.
Fyrir leik
Samkvæmt lesendum er líklegt að við fáum mark frá Gary Martin.
Skorar Gary Martin fyrir Víking gegn KR á mánudag?
68% Já (649)
32% Nei (299)
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Freyr Alexandersson spáir 1-1:Lengjubikarúrslitaleikurinn gefur ekki rétta mynd af þessu. KR-ingarnir eru hrikalega sterkir til baka. Indriði og Skúli eru svo miklir töffarar og með svo mikla reynslu, þeir eru alveg ískaldir og unaður að fylgjast með þeim. Víkingar eru með ógnarhraða fram á við og ég hlakka mikið til að sjá Viktor Jónsson, mér finnst hann æðislegur leikmaður. Ég er spenntur að sjá hvernig þessi leikur verður taktískt. Ég segi jafntefli.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
KR vann 2-0 sigur þegar liðin léku til úrslita í Lengjubikarnum á dögunum en fyrr í vetur hefur Víkingsliðið tvívegis fagnað sigrum gegn KR.
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR:Þetta hafa verið hörkuleikir. Við töpuðum í fyrstu tveimur en unnum síðasta verðskuldað. Víkingar eru erfiðir andstæðingar. Þeir eru vel mannaðir og eiga eftir að slá frá sér í sumar. Þetta verður mjög erfiður fyrsti leikur.Helgi Sigurðsson, aðstoðarþjálfari Víkings:Við vitum að KR er með hörkugott lið. Fólk býst örugglega við því að KR vinni okkur í fyrsta leik á heimavelli. Við erum klárir í slaginn og höfum sýnt það í vetur að við getum vel unnið þá.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Ný Stuðningsmannasveit KR, Svartir og hvítir, mun taka til starfa í leiknum. Tekur hún við keflinu af Miðjunni. Sveitin situr í neðstu sætaröðunum fyrir miðju segir á heimasíðu KR.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Klukkan 19:15 hefst leikur KR og Víkings í Pepsi-deildinni en um er að ræða sannkallaðan stórleik í fyrstu umferð. KR er spáð þriðja sæti af Fótbolta.net en Víkingum því sjötta.
Elvar Geir Magnússon