Reykjavíkurliðin KR og Víkingur mætast núna kl 19:15 í fyrstu umferð Pepsi deildarinnar.
Leikurinn er afar áhugaverður fyrir margar sakir en flest augu beinast að Gary Martin en eins og flestir vita fór Englendingurinn frá KR til Víkings í vetur þar sem hann var óánægður með lífið og tilveruna í Vesturbænum.
Beinar textalýsingar:
19:15 KR - Víkingur
19:15 Stjarnan - Fylkir
Leikurinn er afar áhugaverður fyrir margar sakir en flest augu beinast að Gary Martin en eins og flestir vita fór Englendingurinn frá KR til Víkings í vetur þar sem hann var óánægður með lífið og tilveruna í Vesturbænum.
Beinar textalýsingar:
19:15 KR - Víkingur
19:15 Stjarnan - Fylkir
Fótbolti.net spáði KR-ingum þriðja sæti í sumar og Víkingum því sjötta. Liðin mættust oftar en einu sinni á undirbúningtímabilinu. Víkingar unnu KR í riðlakeppni Lengjubikarsins þar sem Gary Martin skoraði. KR hefndi sín hins vegar í úrslitleik keppninnar og unnu þar Víkinga 2-0 með mörkum Óskars Arnar Haukssonar.
Byrjunarliðin eru komin í hús. Hjá KR vekur athygli að fjórir Danir eru að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið. Morten Beck kemur í hægri bakvörðinn, Michael Præst spilar sinn fyrsta leik eftir að hann kom til liðsins frá Stjörnunni, Morten Beck Andersen spilar frammi á meðan Denis Fazlagic kemur á vænginn. Indriði Sigurðsson spilar sinn fyrsta leik á KR velli síðan 1999 en hann er kominn heim eftir atvinnumennsku.
Valtýr Már Michaelsson er í byrjunarliðinu en það er efnilegur strákur sem spilar í staðin fyrir Pálma Rafn sem er á bekknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli.
Hjá Víkingum byrjar Róbert Örn Óskarsson en hann kom til liðsins frá FH í vetur. Alex Freyr Hilmarsson spilar sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir vistaskipti sín frá Grindavík á meðan títtnefndur Gary Martin spilar sinn fyrsta deildarleik á sínum gamla heimavelli. Viktor Jónsson er svo kominn aftur til liðsins en hann var á láni hjá Þrótti á síðustu leiktíð.
Byrjunarlið KR:
Stefán Logi Magnússon
Morten Beck
Michael Præst Möller
Gunnar Þór Gunnarsson
Skúli Jón Friðgeirsson
Hólmbert Aron Friðjónsson
Morten Beck Andersen
Indriði Sigurðsson
Denis Fazlagic
Óskar Örn Hauksson
Valtýr Már Michaelsson
Byrjunarlið Víkings:
Róbert Örn Óskarsson
Ívar Örn Jónsson
Igor Taskovic
Halldór Smári Sigurðsson
Alex Freyr Hilmarsson
Viktor Bjarki Arnarsson
Viktor Jónsson
Gary John Martin
Dofri Snorrason
Arnþór Ingi Kristinsson
Alan Alexander Lowing
Athugasemdir