Helgi Sigurðsson aðstoðarþjálfari Víkings R. er eins og aðrir í Fossvoginum bjartsýnn fyrir komandi tímabili. Víkingar heimsækja KR-inga
„Við erum mjög spenntir fyrir þessu móti. Við teljum okkur vera mjög gott lið og ekki ástæða til annars en að búast við góðu sumri frá Víkingi," segir Helgi.
KR vann Víkinga í úrslitaleik Lengjubikarsins á dögunum. Voru þjálfararnir ekki með í huganum í þeim leik að þessi lið myndu mætast í fyrstu umferð?
„Bæði og. Það er mikil samkeppni um sæti í Víkingsliðinu. Við teljum okkur vera með góðan hóp og mikil barátta um sæti í liðinu. Það hefur gengið mjög vel í vetur."
„Við vitum að KR er með hörkugott lið. Fólk býst örugglega við því að KR vinni okkur í fyrsta leik á heimavelli. Við erum klárir í slaginn og höfum sýnt það í vetur að við getum vel unnið þá," segir Helgi.
Allra augu munu beinast að Gary Martin sem yfirgaf KR og gekk í raðir Víkings í sumar. Helgi segir að Gary gæti ekki verið spenntari fyrir leiknum en það eigi við um fleiri.
„Það á við um alla leikmenn Víkings," segir Helgi en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar:
sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)
mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir