Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
banner
   fös 29. apríl 2016 13:30
Elvar Geir Magnússon
Helgi Sig: Gary Martin ekki sá eini sem er spenntur
Helgi Sigurðsson við hliðarlínuna.
Helgi Sigurðsson við hliðarlínuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Sigurðsson aðstoðarþjálfari Víkings R. er eins og aðrir í Fossvoginum bjartsýnn fyrir komandi tímabili. Víkingar heimsækja KR-inga

„Við erum mjög spenntir fyrir þessu móti. Við teljum okkur vera mjög gott lið og ekki ástæða til annars en að búast við góðu sumri frá Víkingi," segir Helgi.

KR vann Víkinga í úrslitaleik Lengjubikarsins á dögunum. Voru þjálfararnir ekki með í huganum í þeim leik að þessi lið myndu mætast í fyrstu umferð?

„Bæði og. Það er mikil samkeppni um sæti í Víkingsliðinu. Við teljum okkur vera með góðan hóp og mikil barátta um sæti í liðinu. Það hefur gengið mjög vel í vetur."

„Við vitum að KR er með hörkugott lið. Fólk býst örugglega við því að KR vinni okkur í fyrsta leik á heimavelli. Við erum klárir í slaginn og höfum sýnt það í vetur að við getum vel unnið þá," segir Helgi.

Allra augu munu beinast að Gary Martin sem yfirgaf KR og gekk í raðir Víkings í sumar. Helgi segir að Gary gæti ekki verið spenntari fyrir leiknum en það eigi við um fleiri.

„Það á við um alla leikmenn Víkings," segir Helgi en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar:

sunnudagur 1. maí
16:00 Þróttur R.-FH (Þróttarvöllur)
17:00 ÍBV-ÍA (Hásteinsvöllur)
19:15 Breiðablik-Víkingur Ó. (Kópavogsvöllur)
20:00 Valur-Fjölnir (Valsvöllur)

mánudagur 2. maí
19:15 Stjarnan-Fylkir (Samsung völlurinn)
19:15 KR-Víkingur R. (Alvogenvöllurinn)
Athugasemdir
banner
banner