Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
Óli Kristjáns: Þegar þú skapar þér ekki færi er erfitt að skora
Nadía skoraði fyrsta markið gegn gömlu félögunum - „Ég leyni á mér"
Blómstrar í nýju umhverfi - „Hún er eitthvað annað góð í fótbolta"
Ósvald Jarl: Búinn að vera frekar óheppinn í gegnum tíðina
Aron Birkir: Líkamlegir burðir hans eru fáránlegir og fótboltinn hefur náð að fylgja með
Ásgeir Helgi um nýjan liðsfélaga sinn: Það er töframaður í honum
Brynjar Björn: Fáum þrjú mörk á okkur og Fjölnir fær varla færi í leiknum
Úlfur: Þeir eru miklir svampar
Reynir Haralds: Við hlógum að því
„Markmiðið er að komast í umspil og fara upp“
Bestur í Mjólkurbikarnum: Töfrar gegn einu besta liði landsins
Haraldur Einar: Hefði ekkert verið hrikalegt að vera áfram í FH
Gaman að vera hluti af sérstökum díl í íslenskri knattspyrnu
Súrsæt tilfinning eftir sigur - „Getum betur og eigum að gera betur“
Varð aldrei stressaður - „Leikurinn gat farið hvernig sem er“
   mán 02. maí 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Indriði: Gary reynir að sýna að við höfum gert mistök
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til. Það verður gaman að koma aftur heim eftir öll þessi ár," sagði Indriði Sigurðsson við Fótbolta.net á dögunum en hann spilar í kvöld sinn fyrsta leik á KR-velli síðan árið 1999.

Indriði verður á sínum stað í vörninni þegar KR mætir Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur.

„Þetta hafa verið hörkuleikir. Við töpuðum í fyrstu tveimur en unnum síðasta verðskuldað. Víkingar eru erfiðir andstæðingar. Þeir eru vel mannaðir og eiga eftir að slá frá sér í sumar. Þetta verður mjög erfiður fyrsti leikur."

Gary Martin, framherji Víkings, mætir sínum gömlu félögum í KR í kvöld.

„Gary er flinkur í fótbolta og mun örugglega reyna allt sem hann getur til að sýna að við höfum gert mistök með því að láta hann fara. Við nálgumst þetta eins og hvern annan leik og berum virðingu fyrir andstæðingnum."

Indriði er spenntur fyrir komandi tímabili með KR. „Við erum með gott lið en frekar þunnan hóp. Við erum svolítið háðir því, eins og kannski flest lið, að vera með hópinn heilan."

Indriði spilaði í áraraðir erlendis en hann segir að boltinn á Íslandi sé svipaður og hann bjóst við.

„Þetta er eiginlega alveg eins og ég bjóst við. Ég vissi að við erum tæknilega ekki eftirbátar manna úti í Skandinavíu. Það er atvinnumennnska úti en áhuga/hálf atvinnumennska hér. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Tæknilega séð erum við mun framar en þegar ég fór út fyrir 16 árum en það vantar kannski svolítið upp á líkamlega getu, styrk og hraða. Það er eðlilegt þegar menn úti eru að vinna við þetta allan daginn á meðan hér heima eru menn í vinnu,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner