Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
„Skelfilegt en lofum því að þetta gerist ekki aftur"
Láki: Veit ekki hvaða lið myndi leysa það að missa svona fallbyssur út af
   mán 02. maí 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Indriði: Gary reynir að sýna að við höfum gert mistök
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til. Það verður gaman að koma aftur heim eftir öll þessi ár," sagði Indriði Sigurðsson við Fótbolta.net á dögunum en hann spilar í kvöld sinn fyrsta leik á KR-velli síðan árið 1999.

Indriði verður á sínum stað í vörninni þegar KR mætir Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur.

„Þetta hafa verið hörkuleikir. Við töpuðum í fyrstu tveimur en unnum síðasta verðskuldað. Víkingar eru erfiðir andstæðingar. Þeir eru vel mannaðir og eiga eftir að slá frá sér í sumar. Þetta verður mjög erfiður fyrsti leikur."

Gary Martin, framherji Víkings, mætir sínum gömlu félögum í KR í kvöld.

„Gary er flinkur í fótbolta og mun örugglega reyna allt sem hann getur til að sýna að við höfum gert mistök með því að láta hann fara. Við nálgumst þetta eins og hvern annan leik og berum virðingu fyrir andstæðingnum."

Indriði er spenntur fyrir komandi tímabili með KR. „Við erum með gott lið en frekar þunnan hóp. Við erum svolítið háðir því, eins og kannski flest lið, að vera með hópinn heilan."

Indriði spilaði í áraraðir erlendis en hann segir að boltinn á Íslandi sé svipaður og hann bjóst við.

„Þetta er eiginlega alveg eins og ég bjóst við. Ég vissi að við erum tæknilega ekki eftirbátar manna úti í Skandinavíu. Það er atvinnumennnska úti en áhuga/hálf atvinnumennska hér. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Tæknilega séð erum við mun framar en þegar ég fór út fyrir 16 árum en það vantar kannski svolítið upp á líkamlega getu, styrk og hraða. Það er eðlilegt þegar menn úti eru að vinna við þetta allan daginn á meðan hér heima eru menn í vinnu,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner