Man City leiðir baráttuna um Gibbs-White - Chelsea hefur áhuga á Gyökeres - Watkins til Liverpool?
Kristinn Aron: KR mikið betra en fyrir ári síðan
Óskar Hrafn: Framtíðin er sannarlega björt í Vesturbænum
Heimir: Þá missti hann bara tökin á leiknum
Már Ægis: Miklu betra að vera hérna heima
Rúnar: Helvítið hann Kristján Finnbogason þekkir allar vítaskyttur á landinu
Siggi Höskulds: Einhver mesti markaskorari sem ég hef séð í yngri flokkum
Fjórir leikmenn ÍR í páskafríi erlendis - „Með algjöru leyfi frá okkur"
Peter Jones með sitt fyrsta meistaraflokksmark: Þetta kemur ekki frá pabba
Halli Hróðmars: Mjög svekktur að hafa ekki getað spilað í Grindavík í dag
Adam Páls: Maður þarf að þroskast líka sem persóna
Alexander Rafn: Geðveikt að fá að læra af þessum leikmönnum
Eggert Gunnþór: Ríkjandi bikarmeistarar og við vissum alltaf að þetta yrði erfitt
Keppni sem okkur þykir vænt um - „Stefnum bara á Laugardalsvöll"
Jakob Gunnar skoraði gegn gömlu félögunum - „Skrítið en mjög skemmtilegt"
Hallgrímur Mar um innkomu Römer: Eins gott og það gat verið
Viktor Elmar: Er flottur leikmaður, þó ég segi sjálfur frá
Gunnar Már um fyrstu mánuðina: Þetta hefur verið brekka
Dóri Árna um Damir: Innan við eitt prósent líkur á því
Rúnar Páll: Ég ætlaði að taka mér pásu frá þjálfun
Haukur Andri: Maður ætlar sér klárlega aftur út
   mán 02. maí 2016 13:30
Magnús Már Einarsson
Indriði: Gary reynir að sýna að við höfum gert mistök
Indriði Sigurðsson.
Indriði Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mjög mikið til. Það verður gaman að koma aftur heim eftir öll þessi ár," sagði Indriði Sigurðsson við Fótbolta.net á dögunum en hann spilar í kvöld sinn fyrsta leik á KR-velli síðan árið 1999.

Indriði verður á sínum stað í vörninni þegar KR mætir Víkingi R. í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar. Þessi lið hafa mæst þrívegis í vetur.

„Þetta hafa verið hörkuleikir. Við töpuðum í fyrstu tveimur en unnum síðasta verðskuldað. Víkingar eru erfiðir andstæðingar. Þeir eru vel mannaðir og eiga eftir að slá frá sér í sumar. Þetta verður mjög erfiður fyrsti leikur."

Gary Martin, framherji Víkings, mætir sínum gömlu félögum í KR í kvöld.

„Gary er flinkur í fótbolta og mun örugglega reyna allt sem hann getur til að sýna að við höfum gert mistök með því að láta hann fara. Við nálgumst þetta eins og hvern annan leik og berum virðingu fyrir andstæðingnum."

Indriði er spenntur fyrir komandi tímabili með KR. „Við erum með gott lið en frekar þunnan hóp. Við erum svolítið háðir því, eins og kannski flest lið, að vera með hópinn heilan."

Indriði spilaði í áraraðir erlendis en hann segir að boltinn á Íslandi sé svipaður og hann bjóst við.

„Þetta er eiginlega alveg eins og ég bjóst við. Ég vissi að við erum tæknilega ekki eftirbátar manna úti í Skandinavíu. Það er atvinnumennnska úti en áhuga/hálf atvinnumennska hér. Þetta er eins og að bera saman epli og appelsínur. Tæknilega séð erum við mun framar en þegar ég fór út fyrir 16 árum en það vantar kannski svolítið upp á líkamlega getu, styrk og hraða. Það er eðlilegt þegar menn úti eru að vinna við þetta allan daginn á meðan hér heima eru menn í vinnu,"

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner