Leik lokið!
Norðmenn vinna hér afar verðskuldaðan sigur.
Ísland mætir Liechtenstein á Laugardalsvelli í vináttulandsleik á mánudag. Kaupið miða!
91. mín
4 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Fullmikil neikvæðni á Twitter. Gleymum því ekki að vináttulandsleikirnir hafa ekki verið okkar aðalsmerki síðan Lalli Lagerback mætti í Laugardalinn. Erum meira fyrir því að ná í úrslitin í mótsleikjunum!
89. mín
Það er lítið eftir... en samt alveg nóg eftir til að skora eins og eitt fótboltamark!
86. mín
Noregur með hættulegt skot en Ingvar með fína markvörslu... ver í horn.
85. mín
Birkir Bjarna með fína skottilraun, yfir markið. Um leið tilkynnir vallarþulurinn um 9.188 áhorfendur á leiknum. Lítið selst í dag greinilega!
82. mín
Inn:Rúnar Már Sigurjónsson (Ísland)
Út:Aron Einar Gunnarsson (Ísland)
81. mín
Mark úr víti!Gylfi Þór Sigurðsson (Ísland)
ÞAÐ ER VON! Rænum jafntefli úr þessu!
Gylfi öruggur. Skaut í mitt markið á meðan markvörður heimamanna skutlaði sér.
80. mín
VIÐ FÁUM VÍTI! Hendi innan teigs og ekki annað hægt en að benda á punktinn! Vegard Forren skellti sér í blak!
79. mín
Gylfi með skot fyrir utan teig, í varnarmann og horn.
75. mín
Hörður staðinn upp og heldur leik áfram. Gott mál.
74. mín
Hörður Björgvin liggur meiddur á vellinum, fékk tæklingu þegar hann var að taka fyrirgjöf.
72. mín
Inn:Iver Fossum (Noregur)
Út:Adama Diomande (Noregur)
70. mín
Per-Mathias Högmo, þjálfari Noregs, fagnaði þriðja markinu af miklum krafti. Fyrir þennan leik hafði liðinu aðeins tekist að skora 0,8 mörk að meðaltali í leik undir hans stjórn!
69. mín
Jói Verg með skot af löngu færi... ekki á rammann.
67. mín
MARK!Alexander Sörloth (Noregur)
Djö.... þriðja mark Norðmanna komið. Varamaðurinn Sörloth setti boltann yfir Ingvar og í markið.
Hörður Björgvin var að dekka hann en þurfti að lúta í lægra haldi. Ingvar kom út á móti en greip í tómt.
66. mín
Áhorfendur reyna ítrekað að starta bylgju í stúkunni. Er að ganga brösuglega enda fullmikið af tómum sætum.
65. mín
Gylfi með aukaspyrnu inn í teiginn en dæmt var sóknarbrot...
62. mín
Inn:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Út:Alfreð Finnbogason (Ísland)
Rosalega væri ég til í eitt mark frá Kolla... jafnvel tvö.
62. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland)
Út:Haukur Heiðar Hauksson (Ísland)
Langt síðan Elmar hefur leikið í bakverðinum fyrir Ísland.
61. mín
Jæja... nú má fara að koma meira líf í okkar sóknaraðgerðir. Norðmenn líklegri til að bæta við.
58. mín
ALLT GALOPIÐ og Henriksen skyndilega kominn í hörkufæri. Slakur varnarleikur! Ingvar Jónsson lokar hinsvegar vel og nær að verja þetta. Heildarbragurinn á vörn okkar ekki nægilega góður.
53. mín
Inn:Alexander Sörloth (Noregur)
Út:Joshua King (Noregur)
King reyndist okkur mjög erfiður í leiknum en var farinn að haltra og er tekinn af velli.
53. mín
Inn:Martin Samuelsen (Noregur)
Út:Pal Andre Helland (Noregur)
Fyrsti A-landsleikurinn hjá þessum hæfileikaríka strák og honum er heldur betur klappað lof í lófa af áhorfendum! Martin 19 ára gamall.
52. mín
Ísland fékk aukaspyrnu, Gylfi með sendingu inn í teiginn ætlaða Sverri Inga sem var í erfiðri stöðu og náði ekki að gera sér mat úr þessu. Boltinn hafnaði í fangi Nyland.
50. mín
Gylfi Sigurðsson í ágætis stöðu rétt fyrir utan teiginn en hitti boltann mjög illa. Langt yfir. ÓGylfalegt.
49. mín
Hættuleg sókn Noregs! Henriksen með skot rétt framhjá. Raggi náði að trufla hann.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað. KOMA SVOOOO!
46. mín
Inn:Birkir Bjarnason (Ísland)
Út:Emil Hallfreðsson (Ísland)
Birkir þekkir vel til á norskri grundu enda bjó hann hér lengi.
46. mín
Inn:Eiður Smári Guðjohnsen (Ísland)
Út:Jón Daði Böðvarsson (Ísland)
Jón Daði lét ekki mikið að sér kveða í fyrri hálfleiknum.
46. mín
Inn:Ingvar Jónsson (Ísland)
Út:Ögmundur Kristinsson (Ísland)
Með góðri frammistöðu í seinni hálfleik getur Ingvar örugglega klifrað yfir Ögmund og orðið markvörður númer tvö.
45. mín
Gagnrýni fólks á Twitter fer auðvitað líka á liðið í heild. Þessi frammistaða alls ekki verið til útflutnings og við erum að gefa heimamönnum alltof alltof mikið svæði.
45. mín
Renndi yfir umræðuna á Twitter. Menn mest að tala um Ögmund markvörð. Tölfræði hans með landsliðinu því miður ekki góð. Hannes Þór Halldórsson er hvíldur í kvöld og er að spjalla við Kára Árnason á vellinum.
45. mín
Hálfleikur
Nóg í gangi í þessum fyrri hálfleik. Forysta Norðmanna fyllilega verðskulduð.
- Varnarleikurinn ekki sannfærandi og það hefur verið ansi auðvelt að spila í gegnum okkur.
Góðu fréttirnar eru að munurinn er bara eitt mark og allur síðari hálfleikur eftir.
45. mín
Gult spjald: Joshua King (Noregur)
Féll innan teigs við Hörð Björgvin Magnússon... lét sig falla með tilþrifum. Klárlega dýfa!
Ögmundur að fá á sig mikla gagnrýni á Twitter... virðist því miður vera reglulegur viðburður þegar hann spilar vináttulandsleik.
43. mín
Löng sending fram og Joshua King reif sig frá Ragnari, Ögmundur kom út á móti og King náði að setja boltann yfir hann en Jói Berg var fljótur til baka og náði knettinum þegar hann var að stefna í markið!
41. mín
MARK!Pal Andre Helland (Noregur)
Hörkunegla beint úr aukaspyrnu.
Noregur fékk aukaspyrnu á stórhættulegum stað og Helland hitti boltann ansi vel. Skaut í markmannshornið og skoraði. Noregur tekur forystuna á ný.
36. mín
MARK!Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
JÁJÁJÁJÁJÁ!!!
ÞVERT GEGN GANGI LEIKSINS! En það er bara skemmtilegra.
Gylfi tók hornspyrnu stutt á Jóa Berg sem átti frábæra fyrirgjöf. Sverrir Ingi var við fjærstöngina, sterkur, og stangaði boltann inn!
36. mín
Þarna kom loksins flott sókn hjá Íslandi... Jón Daði með fyrirgjöf en bjargað í horn...
35. mín
Noregur hótar öðru marki. Hættuleg sending fyrir og Raggi bjargar í horn. Ekkert kemur út úr horninu.
34. mín
Joshua King, leikmaður Bournemouth, heldur áfram að leika okkur grátt! Óþolandi gaur. Stórhættuleg sókn Noregs sem endar með því að King á skot sem fer í hendina á Herði Björgvini en hörður með hendina upp við líkamann og gerir sig ekki stærri. Aldrei hægt að dæma víti.
31. mín
Norðmenn eru beittari... við þurfum að sjá meira frá íslenska liðinu en þetta. King og Diomande eru að búa til vandræði.
29. mín
King klobbaði Aron Einar á miðjunni, leiðinlega vel gert, og geystist svo í sókn. Sverrir Ingi kom svo með eina FULLORÐINStæklingu, fór í boltann og bjargaði virkilega vel.
24. mín
Norðmenn reyna að skora sirkusmark. Joshua King með einhver fjórfld skæri, boltinn svo á Diomande sem reyndi að taka snúning í teignum áður en boltinn var hirtur af honum.
21. mín
Kaldhæðni örlagana. Stefan Johansen markaskorari sem átti að fá gult áðan er meiddur. Þarf aðhlynningu. Óvíst með áframhaldandi þátttöku.
20. mín
Jón Daði Böðvarsson negldur niður! Hey Norðmenn sýnið gestrisni! Við erum á leið á EM. Stefan Johansen alltof seinn.
Kevin Clancy dómari gefur svaninn! Ekki gult! Hvaða rugl er þetta!? Hvenær ætlar hann þá að spjalda? Skólabókardæmi um spjald!
14. mín
JÓI BERG Í SVAKALEGU FÆRI! Emil Hallfreðs með hörkufyrirgjöf frá vinstri og Jói skallar yfir. Þarna verður hann að hitta á rammann!
13. mín
Þá er fagnað í Íslandshlutanum í stúkunni. Pal Andre Helland með aukaspyrnu frá hægri sem er ein af þeim lélegri sem maður hefur séð í langan tíma. Flaug afturfyrir.
11. mín
Fyrsta skot Íslands í leiknum. Misheppnuð hreinsun Norðmanna beint á Jóa Berg sem var fyrir utan teiginn og lét vaða. Fast en beint á Nyland sem náði að verja.
9. mín
Markus Henriksen með skot af löngu færi fyrir Norge. Siglir örugglega framhjá. Lítil hætta á ferðum... strax á eftir á Adama Diomande skot en beint á Ögmund.
7. mín
Gylfi með góða vinnusemi, vann boltann af Johansen fyrirliða Noregs sem braut svo á honum. Ísland á aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Noregs... Gylfi tekur bara skot úr spyrnunni en slakt skot beint á fyrsta varnarmann.
6. mín
Aftur ógnar Noregur eftir aukaspyrnu frá hægri! Barátta í teig Íslands áður en Aron Einar mætir á svæðið og hreinsar frá.
4. mín
Þetta var ekki alveg byrjunin sem maður bjóst við, vonandi verða strákarnir snöggir að jafna sig á þessu og ná einhverjum takti.
1. mín
MARK!Stefan Johansen (Noregur)
Nei hvaða bull er þetta! Rúmlega 40 sekúndur og mark.
Noregur skorar strax á fyrstu mínútu. Aukaspyrna frá hægri sem endar með því að Ögmundur Kristinsson ver skalla út í teiginn þar sem Stefan mætir og klárar þetta með skoti sem endar í netinu. Boltinn fór af Sverri Inga og inn.
1. mín
Leikur hafinn
Norðmenn byrjuðu með boltann. Þeir sækja í átt að Holmenkollen í kvöld.
Fyrir leik
Virkilega furðuleg útgáfa af þjóðsöng Íslands.
Fyrir leik
Norðmaðurinn hefur alltaf kunnað að búa til alvöru sýningar. Hvítklædd lúðrasveit arkar yfir völlinn. Á meðan standa krakkar á miðjunni með fána og hvetja áhorfendur til að sýna kynþáttafordómum rauða spjaldið. Tökum undir það.
Fyrir leik
Er mættur í stúkuna og það er svakalegur hiti hérna! Stór mistök að taka ekki með sér vatnsflösku. Liðin eru að klára sína upphitun. Styttist í leik!
Fyrir leik
Byrjunarlið Noregs er komið inn í kerfið hjá okkur. Hinn ungi og efnilegi Martin Samuelsen byrjar á bekknum.
Fyrir leik
Það er ekki mikil landsliðsreynsla í varnarlínu okkar í kvöld, fyrir utan Ragnar Sigurðsson. Spennandi að sjá hvernig menn eiga eftir að standa sig.
Hér í fréttamannastúkunni á Ullevaal eru norskir íþróttafréttamenn að háma í sig pulsum/pylsum. Hægt er að sjá bak við tjöldin á Snapchat: Fotboltinet
Byrjunarlið Íslands er alveg eins og við spáðum.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari:Ég vil að menn sýni að þeir séu tilbúnir í þetta lokamót. Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, mönnum sem hættu fyrir löngu síðan. Það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik. Nú er tækifærið fyrir einhverja að spila sig inn í liðið. Það er ekki búið að ákveða byrjunarliðið gegn Portúgal.
Fyrir leik
Ísland og Noregur hafa mæst 32 sinnum í A landsliðum karla og Noregur hefur unnið 18 af þessum leikjum. Ísland hefur fagnað sigri 8 sinnum en 6 sinnum hafa liðin sæst á jafnan hlut. Markatalan er því skiljanlega ekki Íslandi í hag en Ísland hefur skorað 31 mark í leikjunum gegn 58 mörkum norska liðsins. Ísland var með Noregi í riðli í undankeppni EM 2012 og vann 2-0 á Laugardalsvelli. Íslenska liðið tryggði sér umspilssæti í undankeppni HM 2014 með 1-1 jafntefli seinast þegar liðin áttust við, sem var einmitt á Ullevaal-vellinum í október 2013.
Vertu með í umræðunni um leikinn á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Á morgun mun íslenski hópurinn fljúga heim til Íslands þar sem leikið verður gegn Liechtenstein í vináttulandsleik á Laugardalsvelli á mánudag. 7. júní verður svo flogið út til Frakklands og fyrsti leikur á EM verður gegn Portúgal 14. júní.
Fyrir leik
Í gær höfðu verið seldir um 9 þúsund miðar á Ullevaal en leikvangurinn tekur 28 þúsund manns. Reiknað er með 11-12 þúsund manns sem er allavega talsvert skárra en þegar Finnland kom í heimsókn í mars og aðeins 4.600 áhorfendur mættu.
Áhuginn fyrir norska landsliðinu hefur oft verið meiri enda liðið verið í talsverðri lægð og náði ekki að tryggja sér sæti á EM. Norðmenn telja þó að hlutirnir séu á uppleið og er undirbúnigurinn fyrir undankeppni HM farin á fulla ferð hjá þeim. Mikil spenna er fyrir Martin Samuelsen, 19 ára leikmanni sem er samningsbundinn West Ham. Samuelsen leikur líklega sinn fyrsta A-landsleik í kvöld og snýst nær öll umfjöllun norskra fjölmiðla um hann.
Fyrir leik
Þegar tölfræðin er skoðuð verður að teljast ansi ólíklegt að við fáum markaveislu í leiknum. Noregi hefur vegnað illa í
markaskorun undir stjórn þjálfara síns. Í síðustu fimm skiptum sem þessi tvö lið hafa mæst hefur þeim ekki tekist að skora meira en tvö mörk. Jafntefli gæti verið líkleg niðurstaða en sex af síðustu tíu viðureignum Noregs og Íslands hefur lyktað með jafntefli.
Fyrir leik
Íslenska liðið er á fullu að undirbúa sig fyrir Evrópumótið en ljóst er að þeir leikmenn Íslands sem spila á Skandinavíu munu spila
minna hlutverk í leiknum í kvöld. Búið er að gefa út að markvörðurinn
Hannes Þór Halldórsson og varnarmaðurinn
Kári Árnason verði alveg hvíldir og koma ekki við sögu.
Fyrir leik
Velkomin til Osló, þar sem sólin skín og veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa Noregs. Hér verður bein textalýsing frá vináttulandsleik Noregs og Íslands á Ullevaal sem hefst klukkan 17:45 (19:45 að staðartíma).