Leikmaður Atalanta orðaður við Man Utd - Ferguson gæti farið til West Ham - Liverpool og PSG reyna við Cherki
banner
   mán 30. maí 2016 12:40
Elvar Geir Magnússon
Osló
Noregi gengur illa að skora fótboltamörk
Icelandair
Högmo hefur ekki séð Noreg skora mörg mörk undir sinni stjórn.
Högmo hefur ekki séð Noreg skora mörg mörk undir sinni stjórn.
Mynd: Getty Images
Norskir fjölmiðlar gera það að umfjöllunarefni sínu hversu illa Noregi hefur gengið í markaskorun undir stjórn Per-Mathias Högmo. Í fystu 28 leikjum hans við stjórnvölinn hefur landsliðinu aðeins tekist að skora 23 mörk, 0,82 á leik.

Gamli refurinn Egil Drillo Olsen á besta árangurinn þegar kemur að markaskorun, norska liðið skoraði yfir tvö mörk að meðaltali í leik í hans 28 fyrstu leikjum.

Högmo var spurður að því hvernig þessi umræða færi í sig.

„Ég hef verið það lengi í þessum bransa að ég læt þetta ekki hafa áhrif á mig. Sem þjálfari verð ég að horfast í augu við tölfræðina en svo er spurningin hve mikið við eigum að horfa á tölfræði úr vináttulandsleikjum?" segir Högmo.

„Við getum bara tekið vináttulandsleiki við léleg lið og unnið alltaf. Þá get ég staðið hér og talað um hvað þetta var skemmtilegt og frábært. En það er ekki leiðin að því að ná úrslitum í framtíðinni."

Noregur tapaði fyrir Portúgal 3-0 í Porto í gær en liðið mætir svo Íslandi á Ullevaal leikvanginum á miðvikudag. Noregi mistókst að tryggja sér sæti á Evrópumótinu í sumar og fékk Högmo það verkefni að byggja upp nýtt lið.

Alls fimm leikmenn spiluðu sína fyrstu landsleiki fyrir Noreg gegn Portúgal og verður þessari vinnu framhaldið gegn Íslendingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner