Elvar Geir Magnússon skrifar frá Osló
„Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Þeir þurfa á hleðslu að halda þessa daga. Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari við Fótbolta.net í dag.
Ísland á tvo undirbúningsleiki framundan fyrir EM, sá fyrri verður gegn Noregi á Ullevaal á morgun. Staða leikmanna er mismunandi fyrir leikinn eins og Heimir nefnir en teymi Fótbolta.net hér í Noregi býst við að svona verði byrjunarliðið á morgun (4-4-2 auðvitað!).
Heimir setti (Staðfest) við það að markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson verði hvíldur og komi ekki við sögu í leiknum á morgun. Ögmundur Kristinsson er markvörður númer tvö en möguleiki er á að hann og Ingvar Jónsson hálfleikjaskipti leiknum á morgun.
Spurning er hver byrji í hægri bakverði þar sem við eigum ekki raunhæfa kosti í þá stöðu sem spila utan Skandinavíu. Birkir Már Sævarsson var hvíldur á æfingunni í gær og veðjum við á að Haukur Heiðar Hauksson hefji leik en spili að líkindum ekki meira en hálfleik. Haukur lék með liði sínu, AIK í Svíþjóð, á laugardaginn.
Ragnar Sigurðsson og Sverrir Ingi Ingason gætu byrjað sem miðvarðapar og Hörður Björgvin Magnússon í vinstri bakverði. Á miðjunni spáum við því að okkar sterkasta teymi; Aron Einar Gunnarsson fyrirliði og Gylfi Þór Sigurðsson hefji leik með Jóhann Berg Guðmundsson og Emil Hallfreðsson á köntunum.
Kolbeinn Sigþórsson hefur verið að glíma við hnémeiðsli eins og alþjóð veit og allar líkur á að Jón Daði Böðvarsson og hinn funheiti Alfreð Finnbogason byrji í fremstu víglínu.
Leikurinn á morgun hefst 17:45 að íslenskum tíma.
Athugasemdir