Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   þri 31. maí 2016 12:15
Elvar Geir Magnússon
Osló
Heimir Hallgríms: Þurfum að einstaklingsmiða allt
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari vill sjá menn ferska og tilbúna í vináttulandsleiknum gegn Noregi á morgun. Leikurinn verður 17:45 að íslenskum tíma.

„Ég vil að menn sýni að þeir séu tilbúnir í þetta lokamót. Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Þeir þurfa á hleðslu að halda þessa daga. Við erum ekki að fara að spila á leikmönnum sem voru að spila í Skandinavíu," segir Heimir.

Leikmenn eru á misjöfnum stað og þarf þjálfarateymið að hugsa þetta nokkuð einstaklingsmiðað nú þegar tvær vikur eru í fyrst leik Íslands á EM.

„Það er ekki besta staðan að vera að fara í lokakeppni með 3-4 leikmenn sem léku fimm leiki á síðustu tveimur vikum. Það er ekki hægt að setja mikið álag á þá leikmenn og gera ráð fyrir því að þeir verði ferskir í þrjár til fjórar vikur í framhaldinu. Við þurfum að einstaklingsmiða allt sem við gerum í dag."

„Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, mönnum sem hættu fyrir löngu síðan. Það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik. Þeir sem voru að spila í fyrradag þurfa kannski frekar hvíld, andlega og líkamlega."

„Nú er tækifærið fyrir einhverja að spila sig inn í liðið. Það er ekki búið að ákveða byrjunarliðið gegn Portúgal," segir Heimir sem var að lokum spurður að því hvort við verðum ekki í 4-4-2?

„Það má búst við því! segir Heimir léttur en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner