Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
Sigurvin: Kredit á strákana að finna þetta afl
Chris Brazell: Við voru mikið með boltann en gerðum ekkert með hann
Siggi Höskulds svekktur: Fókusleysi á mikilvægum augnablikum
Magnús Már: Maður hefur séð ýmislegt í boltanum en ég hef sjaldan séð þetta áður
Gunnar Heiðar: Búnir að æfa í sex mánuði fyrir þennan leik
Vigfús Arnar: Var eins og spennustigið væri eitthvað skrítið hjá okkur
Aron Snær: Ætluðum að keyra á þetta og það verður held ég bara okkar mottó
Haraldur Freyr: Mótið tapast ekki eða vinnst í fyrstu umferð
Aníta Dögg bjargaði málunum: Ég lenti klukkan sex í morgun
Árni Freyr hæstánægður eftir sigur ÍR - „Vona að þeir bæti í"
Staða sem á ekki að koma upp - „Átti að spila þangað til klukkan 23:30 í gærkvöldi"
„Við vitum í hverju við erum góðar“
Búin að skora í öllum leikjunum til þessa - „Mín upprunalega staða"
Hugur allra hjá Andreu Marý - „Óþægilegt í alla staði"
„Það var ráðist á hana inn í okkar vítateig“
Skyndiákvörðun að taka skóna af hillunni - „Hvernig gerðist þetta?“
Þriðja tapið í þriðja leiknum - „Óásættanlegt“
Mætti dóttur sinni í kvöld - „Þetta var mjög óþægilegt“
Sandra María óstöðvandi - „Þetta er galin tölfræði"
Slæmur dagur Víkings - „Vilt þú fara í markið?"
   þri 31. maí 2016 12:15
Elvar Geir Magnússon
Osló
Heimir Hallgríms: Þurfum að einstaklingsmiða allt
Icelandair
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari vill sjá menn ferska og tilbúna í vináttulandsleiknum gegn Noregi á morgun. Leikurinn verður 17:45 að íslenskum tíma.

„Ég vil að menn sýni að þeir séu tilbúnir í þetta lokamót. Það eru ekki allir tilbúnir í þennan leik, margir sem hafa spilað í Skandinavíu undanfarnar tvær vikur. Þeir þurfa á hleðslu að halda þessa daga. Við erum ekki að fara að spila á leikmönnum sem voru að spila í Skandinavíu," segir Heimir.

Leikmenn eru á misjöfnum stað og þarf þjálfarateymið að hugsa þetta nokkuð einstaklingsmiðað nú þegar tvær vikur eru í fyrst leik Íslands á EM.

„Það er ekki besta staðan að vera að fara í lokakeppni með 3-4 leikmenn sem léku fimm leiki á síðustu tveimur vikum. Það er ekki hægt að setja mikið álag á þá leikmenn og gera ráð fyrir því að þeir verði ferskir í þrjár til fjórar vikur í framhaldinu. Við þurfum að einstaklingsmiða allt sem við gerum í dag."

„Tilgangurinn með þessum leik er að spila leikmönnum eins og Aroni og Jóa Berg í gang, mönnum sem hættu fyrir löngu síðan. Það er tæpur mánuður síðan þeir spiluðu leik. Þeir sem voru að spila í fyrradag þurfa kannski frekar hvíld, andlega og líkamlega."

„Nú er tækifærið fyrir einhverja að spila sig inn í liðið. Það er ekki búið að ákveða byrjunarliðið gegn Portúgal," segir Heimir sem var að lokum spurður að því hvort við verðum ekki í 4-4-2?

„Það má búst við því! segir Heimir léttur en viðtalið má sjá í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner