Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
KR
2
1
Cork City
0-1 Mark O'Sullivan '13
Skúli Jón Friðgeirsson '43
Pálmi Rafn Pálmason '75 1-1
Jacob Toppel Schoop '99 2-1
09.07.2015  -  19:15
KR-völlur - Undankeppni Evrópudeildar
1-1 eftir fyrri leik
Aðstæður: Íslenskt sumarveður og völlurinn flottur
Dómari: Aleksandrs Anufrijevs (Lettland)
Áhorfendur: 1.145
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
3. Rasmus Christiansen
6. Gunnar Þór Gunnarsson ('71)
7. Skúli Jón Friðgeirsson
7. Gary Martin ('104)
8. Jónas Guðni Sævarsson ('52)
18. Aron Bjarki Jósepsson
19. Sören Frederiksen
20. Jacob Toppel Schoop
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('104)
8. Þorsteinn Már Ragnarsson ('71)
11. Almarr Ormarsson ('52)
16. Kristinn Jóhannes Magnússon
20. Axel Sigurðarson
21. Atli Hrafn Andrason

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('33)
Aron Bjarki Jósepsson ('36)
Pálmi Rafn Pálmason ('58)
Gary Martin ('89)
Þorsteinn Már Ragnarsson ('103)

Rauð spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('43)
Leik lokið!
KR FER ÁFRAM!!! Liðið lenti heldur betur í mótspyrnu en sýndi karakter og kláraði dæmið! Afar vel gert! Hefði verið slys að detta út gegn þessu Cork liði. Til hamingju KR-ingar!
121. mín
Rangstaða á Cork. Mínúta eftir.
120. mín
Uppbótartíminn: 2 mínútur.
120. mín
Stefán Logi staðinn á fætur. Leikurinn heldur áfram.
119. mín
Keyrt í Stefán Loga sem þarf aðhlynningu. Ljóst að við erum að fara að fá einhvern uppbótartíma. Stefán verður að halda leik áfram. KR hefur notað allar sínar skiptingar.
118. mín Gult spjald: John O'Flynn (Cork City)
117. mín
VÁ SKYNDILEGA FÉKK ÓSKAR ÖRN DAUÐAFÆRI! Hvernig fór hann að því að skjóta þessum bolta framhjá! Hefði getað gert út um þetta.
116. mín
Þeir eru að ógna núna gestirnir. Sækja að marki KR. Spennan rosaleg.
115. mín
Cork fékk horn, vel gert hjá Stefáni Loga sem greip fyrirgjöfina af gríðarlegu öryggi.
113. mín
Cork er ekkert að ná að skapa sér... vonandi helst það þannig áfram!
109. mín
Hrikaleg sending hjá markverði Cork beint á Schoop sem náði ekki að gera sér mat úr þessu.
108. mín
Inn:Daniel Morrissey (Cork City) Út:Mark O'Sullivan (Cork City)
106. mín
Seinni hálfleikur framlengingar hafinn - Áfram heldur fjörið!
105. mín
HÁLFLEIKUR Í FRAMLENGINGU - Gleymum því ekki að útivallarmarkareglan gildir líka í framlengingu. Þetta er því ekki komið í hús!


104. mín
Inn:Grétar Sigfinnur Sigurðarson (KR) Út:Gary Martin (KR)
103. mín Gult spjald: Colin Healy (Cork City)
103. mín Gult spjald: Mark McNulty (Cork City)
103. mín Gult spjald: Þorsteinn Már Ragnarsson (KR)
103. mín
Og hér endar allt í þvögu eftir návígi. Mönnum er heitt í hamsi. Dómarinn endar með því að henda þremur gulum spjöldum á loft.
101. mín
STEFÁN LOGI VER FRÁBÆRLEGA! Cork með stórhættulegt skot sem Stefán Logi varði ansi vel. Það er allt í gangi í þessum leik!
99. mín MARK!
Jacob Toppel Schoop (KR)
Stoðsending: Gary Martin
MAAAAAAARK!!!!! KR tekur forystuna! Þvílíkt mark! Daninn Jacob Schoop fékk sendingu frá Gary Martin, tók frábært hlaup og gerði þetta snyrtilega. Hann fór framhjá markverði Cork og setti boltann í tómt markið með tæklingu!
98. mín
Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastjóri Vísis, er í stúkunni að horfa á sína menn í KR. Virkar stressaður og ráfar um.
96. mín
AFTUR BJARGAR SLÁIN CORK! Þetta er rosalegt! Þorsteinn Már Ragnarsson skallaði í slá. Óskar Örn Hauksson með fyrirgjöfina. Svakalegt aksjón í gangi.
95. mín
Össs.. þarna fékk svo Cork fínt færi. Sem betur fer reddaðist þetta.
94. mín
ALMAAAAAARRRR.... munaði litlu! Fór framhjá varnarmanni og komst í gott skotfæri en skotið beint í fangið á McNulty!
91. mín
Framlenging hafin - Cork hefur leik í framlengingu.
90. mín
Smá tölfræði fyrir framlengingu:
Hornspyrnur: 13-4
Sóknir: 35-15

Yfirburðir KR algjörir úti á vellinum.
90. mín
HEFÐBUNDNUM LEIKTÍMA LOKIÐ! - Við erum á leið í framlengingu!
90. mín
Versta skot ársins er komið! Það átti Liam Kearney. Skaut eins hátt yfir og hægt er.
90. mín
Uppbótartími í gangi. KR-ingar átt kraftmikinn seinni hálfleik en eru manni færi. Það virðist ekki vera mikið eftir á bensíntanki Cork. Gæti verið áhugaverð framlenging framundan ef fram heldur sem horfir!
89. mín Gult spjald: Gary Martin (KR)
Ha? Þetta var fyrir afar litlar sakir.
87. mín
Kaffið í fréttamannastúkunni búið. Írarnir verið að hella í sig. Þarf nauðsynlega aðra könnu ef þetta er að fara í framlengingu... að leiknum: Óskar Örn Hauksson með hörkuskot sem var varið.
85. mín
Gary Martin með frábæra fyrirgjöf á Þorstein Má sem skallaði framhjá... flaggið fór á loft. Hefði ekki talið. Rangstaða.

81. mín
Inn:John O'Flynn (Cork City) Út:Karl Sheppard (Cork City)
80. mín
KR heldur áfram að sækja tíu gegn ellefu. Hér ætla menn helst ekki í framlengingu. KR mun líklegra til að skora. Skot rétt yfir núna.
79. mín
Þetta jöfnunarmark KR hefur í raun legið í loftinu allan seinni hálfleik en maður var farinn að trúa því að markið kæmi einfaldlega ekki. Stuðningsmönnum KR er greinilega ansi létt í stúkunni.
77. mín
Ég skal segja ykkur það! Ef leikar enda svona fer þessi viðureign í framlengingu. Spenna, spenna, spenna!
75. mín MARK!
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Stoðsending: Jacob Toppel Schoop
MAAAARK!!! EFTIR LANGA SENDINGU INN Í TEIGINN! Jacob Schoop skallaði boltann fyrir markið þar sem Pálmi Rafn Pálmason fyrirliði var réttur maður á réttum stað og skoraði af stuttu færi! Einvígið er hnífjafnt!
74. mín
CORK NÆSTUM ÞVÍ MEÐ SJÁLFSMARK! Fyrirgjöf sem Dan Murray skallaði naumlega framhjá eigin marki.
72. mín
Pálmi Rafn Pálmason kominn í hjartað á þriggja manna vörn KR-inga eins og leikstjórnandi. Með Rasmus og Aron við hlið sér.
71. mín
Inn:Þorsteinn Már Ragnarsson (KR) Út:Gunnar Þór Gunnarsson (KR)
Nú skal taka áhættu. Ánægður með Bjarna og félaga.

67. mín
Aron Bjarki að brjóta af sér... hann er á gulu spjaldi og þarf að gæta sín.
65. mín
Inn:Liam Kearney (Cork City) Út:Liam Miller (Cork City)
Fyrrum leikmaður Man Utd kveður okkur.
63. mín
Almarr hefur átt góða innkomu. Meira líf í sóknaraðgerðum KR eftir að hann mætti af bekknum.
61. mín
Garry Buckley með skot eftir skyndisókn, Stefán Logi varði auðveldlega.
60. mín
Írski útvarpslýsandinn við hlið mér talar um að þetta yrði eitt stærsta kvöld í sögu Cork ef liðinu tekst að leggja KR.

58. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Ég hélt í smá stund að það væri verið að dæma víti þegar Pálmi féll í teignum... en nei! Leikaraskapur segir Lettinn með flautuna og spjaldar Pálma. Líklega réttur dómur!
57. mín
SLÁIN!!!! Óskar Örn Hauksson með skalla í slá! Ég á ekki aukatekið orð. KR færist nær marki!
56. mín
Sören með frábæra fyrirgjöf!! Þarna munaði litlu að einhver KR-ingur næði að reka tá í knöttinn. KR meira með boltann þrátt fyrir að vera tíu gegn ellefu. Myndi giska á 70-30 í possesion.
52. mín
Inn:Almarr Ormarsson (KR) Út:Jónas Guðni Sævarsson (KR)
51. mín
"Keyrið á þetta, eftir hverju er verið að bíða?" spyr Páll Sævar vallarþulur. Finnst aðgerðir KR-inga alltof hægar.
50. mín
Of margar ónákvæmar sendingar hjá KR í kvöld.
48. mín
Eftir rauða spjaldið hjá Skúla er Sören Frederiksen að leysa bæði stöðu hægri bakvarðar og hægri kantmanns ef svo má segja. Sér um allan hægri vænginn!
47. mín
FH-ingar komnir áfram. Sendi hamingjuóskir í Hafnarfjörðinn. Vonandi fylgir KR sömu leið á eftir.
47. mín
Mark O'Sullivan lenti í slagsmálum við samherja eftir fyrri leikinn en er í bullandi stuði í kvöld. Skoraði og fiskaði Skúla svo af velli. Hefur verið hrikalega öflugur.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn - KR sækir nú í átt að íþróttahúsi sínu.
45. mín
Hálfleikur
KR þarf að gera miklu betur en þetta til að komast áfram. Erfitt verkefni með tíu leikmenn á vellinum en það yrði hreinlega lélegt að klára ekki þetta lið Cork í þessu einvígi.
44. mín Gult spjald: Alan Bennett (Cork City)
Miðvörður Cork fær gult.
43. mín Rautt spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
HRIKALEGAR FRÉTTIR FYRIR KR! Skúli Jón var á gulu spjaldi og stöðvaði Mark O'Sullivan í hraðri sókn. Fékk sitt annað gula og þar með rautt! Svart útlit fyrir KR!

42. mín
Pálmi Rafn fyrirliði með skot af löngu færi. Hitti boltann afleitlega og hann flaug hátt yfir. Þessi bolti sést líklega aldrei aftur.
41. mín
Pálmi féll í teignum en ekkert dæmt. Stuðningsmenn KR farnir að láta í sér heyra aftur.
39. mín
Darraðadans í teig írska liðsins eftir enn eina hornspyrnu KR. Ekki kom þó almennilegt skot á markið.
38. mín
Sóknarþungi KR hefur minnkað. Komið nokkuð síðan liðið náði að ógna.
37. mín
Úfffff... Cork hefði getað skorað annað þarna! Karl Sheppard sýnir styrk sinn í teignum og skaut naumlega framhjá.
36. mín Gult spjald: Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Þá fer Aron í bókina, fór í hörkutæklingu.
33. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Fyrsta áminning leiksins. Braut á Karl Sheppard.
32. mín
Umræða um það í fréttamannastúkunni hvaða KR-ingur hafi gert stærstu mistökin þegar Cork komst yfir. Þetta var röð mistaka. Jónas Guðni, Rasmus og Stefán Logi hefðu allir átt að gera betur.
31. mín
Cork með svakalegan varnarmúr. KR sækir og sækir. Staðan algjörlega ekki í takt við gang leiksins en að því er ekki spurt.
26. mín
Cork fékk tækifæri. Ross Gaynor fór illa með Rasmus Christiansen en sendingin frá Gaynor var síðan ekki nægilega nákvæm.
24. mín
Schoop með lága fyrirgjöf inn í teiginn, Gunnar Þór Gunnarsson með markskot en yfir fór boltinn.
23. mín
Írarnir strax farnir að tefja. McNulty markvörður tekur sér allan tíma heims til að sparka frá markinu.
22. mín
Gary Martin með hættulega marktilraun en Alan Bennett, varnarmaður Cork, náði að bjarga.
20. mín
KR-ingar fá hverja hornspyrnuna á fætur annarri. Hafa verið miklu meira með boltann en eina markið til þessa kom frá Írunum. Sören Frederiksen fékk fínt færi áðan en McNulty varði.

17. mín
Það ríkir algjör þögn yfir stuðningsmönnum KR eftir markið. Um 30 stuðningsmenn Cork syngja dátt.
15. mín
Sören Frederiksen með skot fyrir utan teig... víðs fjarri markinu.
13. mín MARK!
Mark O'Sullivan (Cork City)
Írska liðið kemst yfir úr skyndisókn! Jónas Guðni Sævarsson tapaði boltanum og O'Sullivan slapp frá miðlínu og tók glæsilega á rás. Hann átti eftir að gera mikið þegar hann fékk boltann, Rasmus Christiansen virtist ná að loka á hann en skotið fór af danska varnarmanninum og yfir Stefán Loga í markinu.
8. mín
Breski blaðamaðurinn við hlið mér er ekki eðlilega andfúll... myndi kannski sleppa ef hann væri ekki alltaf að spyrja mig út í eitthvað.
6. mín
Schoop með ágætis fyrirgjöf frá hægri sem Írarnir voru ekki alveg öruggir á en náðu að bjarga boltanum í burtu í bili. Óskar Örn átti svo fyrstu skottilraun KR en hitti ekki á markið. KR meira með boltann í byrjun.
2. mín
Hættuleg fyrirgjöf frá hægri sem Stefán Logi handsamaði af öryggi.
1. mín
Leikur hafinn
KR-ingar byrjuðu með boltann.

Fyrir leik
Heyr mína bæn ómar um KR-völlinn. Liðin heilsast. Eins og allir Íslendingar er ég KR-ingur í kvöld og því má búast við afar hlutdrægri lýsingu!
Fyrir leik
Spámenn fréttamannastúkunnar:
Ari Erlings, UEFA.com: KR vinnur í framlengingu 2-1.
Ingvi Þór, Vísi: 3-0 sigur KR:
Pétur Hreins, Mbl: 2-1 fyrir KR.
Páll Sævar: 2-0 sigur KR.
Þorsteinn Haukur, Sport.is: 2-1 fyrir KR.
Fyrir leik
Fínasta stuð á KR-vellinum. Bóasinn, sá eldheiti stuðningsmaður, byrjaður að æpa og Röddin, Páll Sævar vallarþulur, er með írskt þema í tónlistarvalinu. Byrjaði á U2.

Fyrir leik
Húsvíkingurinn Aron Bjarki Jósepsson er í hægri bakverðinum hjá KR í kvöld, leikur ekki í sinni náttúrulegu stöðu þar sem Gonzalo Balbi er meiddur.
Fyrir leik
Þekktasta nafnið í liði Cork er Liam Miller sem á níu leiki að baki fyrir Manchester United 2004-2006. Hann gekk svo í raðir Sunderland. Þessi 34 ára leikmaður er í holunni hjá Cork í kvöld! Byrjunarliðin eru komin inn.
Fyrir leik
Cork er án markahæsta leikmanns síns á tímabilinu þar sem hann lenti í slagsmálum við liðsfélaga sinn eftir fyrri leikinn gegn KR! Lestu nánar um málið hér.

Fyrir leik
Ef KR tryggir sér sæti í næstu umferð mun liðið mæta norska stórliðinu Rosenborg.
Fyrir leik
Fótboltaáhugi í Bretlandi náttúrulega rosalegur og hér eru um sex breskir íþróttafréttamenn í blaðamannastúkunni, þar á meðal tveir með útvarpslýsingar.
Fyrir leik
Cork City varð í 2. sæti írsku deildarinnar (League of Ireland) í fyrra, tveimur stigum á eftir meisturum Dundalk. Liðin mættust í lokaumferð mótsins í fyrra og vann Dundalk 2-0. Eftir 18 umferðir í keppni þessa árs er Cork City í 2. sæti, sex stigum á eftir Dundalk.
Fyrir leik
Úr leikskrá KR:
KR tekur þátt í Evrópukeppni í 25. sinn en leikurinn við Cork City verður 68. leikur KR-inga í Evrópukeppni. KR tók fyrst íslenskra félaga þátt í Evrópukeppni og mætti Englandsmeisturum Liverpool í árið 1964. Liverpool vann 5-0 á Laugardalsvelli og 6-1 á Anfield. Gunnar Felixson skoraði mark KR og var það jafnframt fyrsta íslenska markið í Evrópukeppni.
Fyrir leik
Dómarinn í kvöld kemur frá Lettlandi en hann hefur áður komið til Íslands, dæmdi Evrópuleik hjá ÍBV fyrir nokkrum árum, gegn St Patricks.
Við hvetjum lesendur til að vera með okkur á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet en valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni.
Fyrir leik
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR:
Þetta eru skemmtileg kvöld og gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Cork er með líkamlega sterkt lið, hlaupa mikið og spila fast. Það verður mjög erfitt verkefni fyrir okkur en ég tel að við höfum gæði umfram þá. Ef við erum með baráttuna og skipulagið þá eigum við að komast í gegn.
Fyrir leik
Skúli Jón Friðgeirsson, leikmaður KR:
Okkur leið vel á Írlandi og úrslitin voru allt í lagi. Við erum bara ferskir. Cork fór nokkuð langt í þessum fyrri leik á stemningu enda í fyrsta sinn í langan tíma í Evrópukeppni. Það var fullt af fólki á vellinum en liðið sjálft er ekkert svakalegt, á eðlilegum degi eigum við að vinna þetta lið. Það væri lélegt finnst mér ef við náum ekki að klára þetta lið.
Fyrir leik
Írska félagið náði með naumindum að forðast gjaldþrot fyrir fimm árum síðan en það voru stuðningsmenn félagsins sem komu til bjargar. Félagið er í eigu stuðningsmanna í dag.
Fyrir leik
Sjálfstraustið í KR-liðinu ætti að vera með besta móti. Liðið sló FH út úr bikarnum á sunnudag 2-1. Gonzalo Balbi verður ekki með í kvöld vegna meiðsla en Skúli Jón Friðgeirsson mun snúa aftur í byrjunarliðið eftir að hafa verið hvíldur gegn FH.
Fyrir leik
Gott og gleðilegt kvöld! Framundan er leikur KR og írska liðsins Cork City í undankeppni Evrópudeildarinnar. KR-ingar eru í fínum málum eftir að hafa náð útivallarmarki í fyrri leiknum sem endaði með 1-1 jafntefli. Óskar Örn Hauksson jafnaði metin eftir að heimamenn höfðu náð forystunni.
Byrjunarlið:
1. Mark McNulty (m)
3. Alan Bennett
4. John Dunleavy
6. Dan Murray
7. Colin Healy
11. Ross Gaynor
14. Kevin O'Connor
19. Karl Sheppard ('81)
22. Liam Miller ('65)
23. Mark O'Sullivan ('108)
26. Garry Buckley

Varamenn:
16. Alan Smith (m)
8. Gavin Holohan
9. John O'Flynn ('81)
15. Daniel Morrissey ('108)
18. Michael Mcsweeney
24. Robert Lehane
30. Liam Kearney ('65)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Alan Bennett ('44)
Mark McNulty ('103)
Colin Healy ('103)
John O'Flynn ('118)

Rauð spjöld: