KR mætir Cork frá Írlandi annað kvöld í seinni viðureign þessara liða í undankeppni Evrópudeildarinnar. Leikurinn fer fram á KR-velli eftir að liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum ytra.
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir að það sé eftirvænting hjá KR-ingum.
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, segir að það sé eftirvænting hjá KR-ingum.
„Þetta eru skemmtileg kvöld og gaman að taka þátt í Evrópukeppni. Cork er með líkamlega sterkt lið, hlaupa mikið og spila fast. Það verður mjög erfitt verkefni fyrir okkur en ég tel að við höfum gæði umfram þá," segir Bjarni sem vill meina að KR sé algjörlega með málin í sínum höndum.
„Ef við erum með baráttuna og skipulagið þá eigum við að komast í gegn."
Miðjan, stuðningsmannahópur KR, hefur verið í mikilli sókn og Bjarni vonast eftir stuði annað kvöld.
„Þetta skiptir okkur miklu máli og við fundum það í leiknum gegn FH þar sem Miðjan kom og aðrir sungu með. Það var mikil stemning í stúkunni."
Viðtalið við Bjarna má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir