Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
Hugarburðarbolti GW 37 Lokaleikur í Liverpool !
Tveggja Turna Tal - Jóhann Kristinn Gunnarsson
Innkastið - Brakandi blíða og Blikar tróna á toppnum
Uppbótartíminn - Valur að ganga í gegnum dimman dal
Enski boltinn - Besti dagur lífsins og Sunderland í dauðafæri
Betkastið - Heiðar Helguson & Oliver Heiðarsson
Útvarpsþátturinn - Meistarar slegnir út og Arnór Gauti gestur
Grasrótin - 2. umferð, Vogarnir í stuði og 4. deild farin af stað
Tveggja Turna Tal - Samantha Smith
Hugarburðarbolti GW 36 Man Utd og Tottenham í 16 og 17 sæti!
Leiðin úr Lengjunni - Keflvíkingar brjálaðir og Grindvíkingar snúa heim
Tveggja Turna Tal - John Andrews
Betkastið - Upphitun 4&5.deild
Innkastið - Almarr með áhyggjur, sögulegt mark og Maggi fær VAR
Útvarpsþátturinn - Rautt í Keflavík og KR dúett úr Grafarvogi
Enski boltinn - Enn eitt titlalausa tímabilið og augun á Bilbao
Grasrótin - 1. umferð, KFA og Hvíti með statement
Tveggja Turna Tal - Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Asmir Begovic ræðir við Fótbolta.net - Spenntur að koma aftur til Íslands
Hugarburðarbolti GW 35a Cole Palmer svaf í 110 daga!
   sun 05. júlí 2015 13:45
Elvar Geir Magnússon
Upptaka - Skúli Jón: Hundleiðinlegt að tapa í bikar
Skúli Jón Friðgeirsson.
Skúli Jón Friðgeirsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg að gerast hjá KR þessa dagana en liðið gerði 1-1 jafntefli við Cork í Írlandi í fyrri viðureign þessara liða í undankeppni Evrópudeildarinnar.

„Okkur leið vel á Írlandi og úrslitin voru allt í lagi. Við erum bara ferskir. Cork fór nokkuð langt í þessum fyrri leik á stemningu enda í fyrsta sinn í langan tíma í Evrópukeppni. Það var fullt af fólki á vellinum en liðið sjálft er ekkert svakalegt, á eðlilegum degi eigum við að vinna þetta lið. Það væri lélegt finnst mér ef við náum ekki að klára þetta lið," segir Skúli Jón Friðgeirsson, varnarmaður KR, en hann var í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net í gær.

Í kvöld sunnudagskvöld er stórleikur KR og FH í 8-liða úrslitum Borgunarbikarsins. Leikurinn hefst klukkan 20.

„Ég held að bæði lið séu í mjög svipaðri stöðu. Þau voru að koma úr nánast sama ferðalagi og þetta verður mjög erfiður leikur en hörkustuð. Það er hundleiðinlegt að tapa í bikar og við ætlum ekkert að byrja á því. Við ætlum okkur þennan bikar," segir Skúli en KR er gríðarlega mikið bikarlið. KR-ingar eru ríkjandi bikarmeistarar og hafa unnið bikarinn þrisvar á síðustu fjórum árum.

Í liðinni viku var það staðfest að miðjumaðurinn Jacob Schoop verður áfram með KR út tímabilið.

„Við erum mjög ánægðir með hann og hann virðist mjög ánægður með liðið. Ég vissi það innst inni að hann vildi vera áfram og ég var alltaf rólegur. Það er samt gott að fá undirskriftina á pappírinn. Menn eru mjög ánægðir."

Á dögunum var opinberaður listi yfir kynþokkafyllstu leikmenn deildarinnar og var Skúli á þeim lista.

„Ég var ekki ánægður með að vera fyrir neðan Jacob á þessum lista. Það var það eina sem eyðilagði þetta," segir Skúli kíminn en viðtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner