Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
Ísland
1
1
Portúgal
0-1 Nani '31
Birkir Bjarnason '51 1-1
14.06.2016  -  19:00
Stade Geoffroy-Guichard
EM 2016
Aðstæður: 10/10
Dómari: Cü­neyt Cak­ir (Tyrkland)
Áhorfendur: 40.000
Byrjunarlið:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
6. Ragnar Sigurðsson
7. Jóhann Berg Guðmundsson ('90)
8. Birkir Bjarnason
9. Kolbeinn Sigþórsson ('80)
10. Gylfi Þór Sigurðsson
14. Kári Árnason (f)
17. Aron Einar Gunnarsson (f)
22. Jón Daði Böðvarsson
23. Ari Freyr Skúlason

Varamenn:
1. Ögmundur Kristinsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m)
2. Haukur Heiðar Hauksson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Hjörtur Hermannsson
11. Alfreð Finnbogason ('80)
16. Rúnar Már Sigurjónsson
20. Emil Hallfreðsson
21. Arnór Ingvi Traustason
22. Eiður Smári Guðjohnsen
23. Hörður Björgvin Magnússon
25. Theodór Elmar Bjarnason ('90)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Birkir Bjarnason ('55)
Alfreð Finnbogason ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Í VEGGINN. ÍSLAND GERIR JAFNTEFLI Á MÓTI PORTÚGAL Í FYRSTA LEIK LIÐSINS Á STÓRMÓTI (Staðfest)
90. mín Gult spjald: Alfreð Finnbogason (Ísland)
Beint í hendina á Alfreð og þeir fá aðra tilraun, töluvert nær.
90. mín
Með síðustu spyrnum leiksins. 35 metrar ca. Ronaldo tekur það. Ekkert bull núna.
90. mín
ÞAÐ ER SVO LÍTIÐ EFTIR. ÉG ER MEÐ SVO MIKLA GÆSAHÚÐ. STUÐNINGSMENNIRNIR GEGGJAÐIR. Stundum verður maður bara að nota hástafi.
90. mín
Ari Freyr skallar frá. Ísland fær markspyrnu.
90. mín
Birkir brýtur af sér við hliðarlínuna. Stórhættulegur staður fyrir fyrirgjöf.
90. mín
Þremur mínútum bætt við. Við erum þremur mínútum frá stórkostlegum hlutum.
90. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Jóhann Berg Guðmundsson (Ísland)
Komnar 90 á klukkuna. Ég græt að eilífu ef við töpum þessum leik.
88. mín
Ég á erfitt með að anda hérna. Erum við bara að fá að ná í stig gegn Portúgal á EM? Er það að fara að gerast? Tvær mínútur eftir af venjulegum leiktíma.
87. mín
Quaresma reynir skot utan af kanti sem fer vel framhjá.
87. mín
Renato Sanches með hættulega fyrirgjöf en Aron Einar er mættur að bjarga, enn og aftur. Einn af hans betri landsleikjum.
86. mín
Alfreð í fær! Nær skoti innan teigs en Patricio ver. Það sem það hefði verið gaman að skora þarna. Styttist í leikslok. KOMA SVO!!!
85. mín
Ég er ekki sérlega trúaður en guð minn almáttugur.

Nani með fyrirgjöf á Ronaldo sem er einn, nánast í markteig með frían skalla en Hannes ver bara, hvað annað. Ekki gott fyrir hjartað.
84. mín
Inn:Éder (Portúgal) Út:Andre Gomes (Portúgal)
Sóknarsinnað.
84. mín
Alfreð við það að komast í gott færi en Pepe verst mjög vel.
83. mín
Aron Einar er búinn að vera alls staðar í þessum leik. Þvílíkur fyrirliði.
82. mín
Pepe fær gott skallafæri en skallar yfir, sem betur fer. Viljum ekki að hann skori.
82. mín
Aukaspyrna nær miðjunni en markinu sem Ronaldo reynir skot úr, fer í varnarmann og í horn.
80. mín
Inn:Alfreð Finnbogason (Ísland) Út:Kolbeinn Sigþórsson (Ísland)
Kolbeinn var meiddur fyrir mót, spurning hvort hann sé tæpur í 90 mín. Alfreð gríðarlega heitur með Augsburg.
78. mín
Quaresma með fyrirgjöf sem fer í Ara Frey og að marki en Hannes ver mjög vel í horn.
77. mín
Stuðningsmenn Portúgala þegjandi og áhyggjufullir. Stuðningsmenn Íslendinga háværir og í brjáluðu stuði.
76. mín
Inn:Ricardo Quaresma (Portúgal) Út:Joao Marío (Portúgal)
Portúgalar fagna mikið við þessa skiptingu.
76. mín
Joao Mario er í fínu skotfæri en skýtur í Nani og boltinn fer aftur fyrir.
74. mín
Kolbeinn á skalla fyrir markið sem Portúgalar rétt ná að koma frá. Stórhætta sem myndaðist þarna.

74. mín
Kvörtum alls ekki yfir stöðunni eins og hún er núna en það er leiðinlega mikið eftir.
73. mín
Ronaldo orðinn þreyttur á þessu, fer á vörnina og á skot yfir.
71. mín
Raphael Guerreiro með fyrirgjöf á Nani sem skallar svona millimeter framhjá. Hjartað í heilli þjóð stoppaði þarna.
70. mín
Inn:Renato Sanshes (Portúgal) Út:Joao Moutinho (Portúgal)
Renato Sanshes gríðarlega efnilegur, ungur strákur. Moutinho búinn að vera að glíma við meiðsli.

69. mín
Mig langar að skrifa rosalega ljóta hluti um Pepe akkurat núna. Sparkaði hressilega frá sér eftir að Jón Daði var dæmdur brotlegur. Skíthæll, látum það nægja.
68. mín
Ronaldo að gera sig líklegan en Raggi Sig kemur með ótrúlega flotta tæklingu.
67. mín
Það stendur 99% af stuðningsmönnum Íslands á meðan 99% Portúgala sita. Rúst í stúkunni, enn og aftur.
65. mín
Birkir Bjarnason étur Vieirinha og á svo fyrirgjöf sem Jón Daði rétt missir af.
63. mín
Nani í mjög fínu færi eftir sendingu Vieirinha en boltinn endar sem betur fer hjá Hannesi.
63. mín
Portúgal sækir mikið þessa stundina en vörnin og Hannes eru að standa það af sér akkurat núna. Stórhættulegir samt.

61. mín
Sem Portúgal tekur strax en aftur ver Hannes, nú frá Guerreiro. Hannes á heima í Real Madrid með svona frammistöðu.
60. mín
Andre Gomes með skot eftir langa sókn sem Hannes ver í horn.

58. mín
Íslensku stuðningsmennirnir eru ótrúlegir. Ég heyri ekki sjálfan mig hugsa.

56. mín
Verða forvitnilegar næstu mínútur. Eins og gefur að skilja, var þetta ekki í handritinu hjá Portúgal.
55. mín Gult spjald: Birkir Bjarnason (Ísland)
Of seinn í Vieirinha, skiljanlegt spjald.

54. mín
Tek það til baka sem ég skrifaði áðan, ég á víst til orð. JÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ!

52. mín
Birkir Bjarnason skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti. Þvílíkt og annað eins og íslenska stúkan tekur heldur betur við sér.
51. mín MARK!
Birkir Bjarnason (Ísland)
Stoðsending: Jóhann Berg Guðmundsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!!!!

ÞETTA VAR AÐ GERAST!! ÞETTA VAR AÐ GERAST!!

Jóhann Berg með kross á Birki sem klárar svona rosalega vel af stuttu færi. STAÐAN ER 1-1!! þvílíkt augnablik í sögu fótboltans. Ég á ekki til orð.
50. mín
Seinni hálfleikurinn fer af stað eins og sá fyrri endaði. Portúgal með yfirhöndina.
47. mín
Ronaldo með fyrsta færi seinni hálfleiks, Raggi skallar boltanum beint á hann en boltinn fer framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er kominn af stað.

Stundum verður maður að hrósa andstæðingnum. Hingað til hefur þetta verið þannig. Portúgal er afskaplega gott fótboltalið en þetta er bara eitt mark og allt getur gerst.
45. mín
Hálfleikur
Betra liðið yfir í hálfleik. Ekki hægt að þræta fyrir það.
45. mín
Aron Einar brýtur á Nani sem fer niður eins og hann hafi verið skotinn. Aukaspyrna en ekkert spjald.
45. mín
Löngu búið að flauta þegar Danilo sparkar boltanum í burtu og Ísland nær ekki að taka aukaspyrnuna. Á alltaf að vera gult spjald en Tyrkinn er ekki í þannig stuði.
41. mín
Moutinho tekur skot utan teigs sem Hannes grípur. Hannes verið besti maður Íslands hingað til.
39. mín
Hættuleg skyndisókn Portúgala endar með fyrirgjöf frá Nani sem Hannes grípur.
38. mín
Sóknin heldur áfram og þeir fá horn hinum megin.
37. mín
Jæja, Ísland fær horn eftir fyrirgjöf frá Birki Bjarnasyni.
35. mín
Nani stórslasaður eftir smá árekstur við Aron Einar. Fljótur að standa upp um leið og hann fékk aukaspyrnu.
34. mín
Enn sækir Portúgal. Andre Gomis með skot sem fer í varnarmann og rétt yfir. Horn.
33. mín
Birkir Bjarna skallar fyrirgjöf Guerreiro í horn.
31. mín MARK!
Nani (Portúgal)
Stoðsending: Vieirinha
Nani klárar eftir flotta fyrirgjöf Vieirinha. Góð fyrirgjöf og hann gat varla klúðrað. Ekki hægt að mótmæla því að þetta er verðskuldað.
29. mín
Joao Mario með fyrirgjöf sem Kári Árna gerir frábærlega í að skalla í burtu.
28. mín
Portúgal að ná meiri og meiri stjórn. Varnarleikurinn verður að vera 100% til að fá ekki á sig mark í hálfleiknum.

26. mín
Ronaldo í frábæru færi eftir langa sendingu frá Pepe en hann hittir ekki boltann og Hannes nær honum.
23. mín
Portúgalar að komast í fleiri færi núna. Vieirinha á fyrirgjöf sem Ronaldo skallar naumlega yfir.
22. mín
Nani aftur í skallafæri en núna skallar hann boltann yfir markið. Þessi varsla frá Hannesi áðan? Það héldu allir inni á vellinum að fyrsta markið kæmi þarna, nema Hannes.
21. mín
ÞVÍLÍK OG ÖNNUR EINS VARSLA!!!

Guð minn almáttugur. Ronaldo fer illa með Birki Már og á frábæra fyrirgjöf á kollinn á Nani sem er í DAUÐAFÆRI, aleinn nánast inni í markinu en Hannes ver stórkostlega með löppunum.
19. mín
Portúgal er í sókn en dómarinn stoppar leikinn því að Gylfi liggur eftir. Það var augljóslega brotið á Gylfa og hefði því átt að vera aukaspyrna en Portúgalar eru brjálaðir yfir að dómarinn stoppaði leikinn.
18. mín
Vieirinha ræðst á vörnina, kemst frá Birki Bjarna og á skot sem Hannes nær að verja og á endanum grípa.
17. mín
Portúgal meira með boltann þessa stundina en ekki að skapa sér neitt voðalega mikið.
13. mín
Moutinho reynir sendingu ætlaða Nani en hún fer beint í fangið á Hannesi.
12. mín
Ronaldo við það að komast í skotið en hann dettur á rassinn og er svo brjálaður yfir því að fá ekki aukaspyrnu.
10. mín
Ronaldo missir boltann útaf við gríðarlega kátínu íslensku stuðningsmannana.
8. mín
Ánægður með að Ísland hefur þorað að sækja hingað til og fengið besta færi leiksins.
7. mín
Kolbeinn og Jói Berg komnir einir gegn Patricio en búið að flagga Kolla rangstæðan. Tæpt en sennilega rétt.
6. mín
Kári Árnason kemst fyrir boltann eftir klafs í teignum og Portúgal fær annað horn sem Hannes grípur.
6. mín
Birkir Már eitthvað sofandi og Portúgal fær horn.
5. mín
Nani skallar aukaspyrnu frá Moutinho beint í fangið á Hannesi.
5. mín
Þetta ætti að gefa liðinu sjálfstraust. Gylfi einn á móti markmanninum þarna. Einföld sending og hann var kominn í færi. Það eru veikleikar í þessu portúgalska liði.
3. mín
FÆRI!!!
Gylfi Þór er kominn í mjög fínt færi en skotið er ekki eins gott og maður er vanur að sjá hjá honum og Patricio ver, Gylfi nær frákastinu en aftur ver hann. Frábært færi.
3. mín
Portúgal meira með boltann í upphafi, eins og búast mátti við. Íslenska liðið liggur svolítið til baka.
1. mín
Fyrsta sóknin er portúgölsk, Ronaldo fór fram og boltinn barst á Nani en vörnin ræður við þetta og endar boltinn hjá Hannesi.
1. mín
Ísland sækir í átt að íslensku stuðningsmönnunum. Púað vel á Hannes þar sem hann er í marki fyrir framan þá portúgölsku.
1. mín
Leikur hafinn
ÍSLAND HEFUR HAFIÐ LEIK Á EM!!

Fyrir leik
Þvílíkt og annað eins sem tekið var undir þjóðsönginn. Kominn með þennan svakalega kökk í hálsinn.

Palli kynnir nú lið Íslands í síðasta skipti og svo er það bara fyrsti leikur Íslands á EM. Heyrist varla í Palla fyrir látunum hérna.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völl. Næst eru þjóðsöngvarnir, svo er það leikurnn.

Fyrir leik
Sýningin er búin, leikmennirnir eru að fara að labba inn á völlinn. Það er næst á dagskrá. Fyrsti leikur liðsins á EM, ever.
Þú og við öll.

Fyrir leik
Sýning í gangi. Risastórir búningar beggja liða á vellinum. Mikið ósaplega er sá íslenski fallegur. Við fáum þessa fínu dans sýningu á meðan líka.
Fyrir leik
Ég endurtek þetta enn og aftur. Portúgal á ekki séns í stúkunni. Ekki nokkurn. Ef úrslitin réðust á stuðning, myndi þetta fara 10-0.
Fyrir leik
Nú er verið að spila auglýsingu á skjánum þar sem frægt fólk talar um hvað það er æðislegt að vera á EM. Pétur Guðmundsson, fyrrum NBA maður er okkur framlag. Alvöru.

Fyrir leik
20 mínútur í þetta, öskrar Hjörtur Hjartarson. Hann er ekkert að ljúga.
Fyrir leik
Íslensku áhorfendunum dreift um tvær stúkur hérna. Þær kalla Áfram Ísland á milli sín. Portúgalarnir mest rólegir bara.
Fyrir leik
Íslendingarnir verið meira áberandi hingað til í stúkunni. Ef við vinnum ekki leikinn, þá getum við allavega verið viss um að hafa pakkað þeim saman í stuðning.
Fyrir leik
Nú er Ferðalok í tækinu og taka þá allir undir. Vá!

Fyrir leik
Nú kynnir Palli lið Íslands og áhorfendurnir taka vægast sagt vel undir.
Fyrir leik
Þess má geta að Fótbolti.net kom með spá um hvernig íslenska liðið var fyrir leik sem og það portúgalska og voru þau bæði laukrétt hjá okkur.
Fyrir leik
Það er bara þannig, um hálftími í fyrsta leik Íslands á EM. Völlurinn hægt og rólega að fyllast og upphitun í gangi.
Fyrir leik
Palli vallarþulur mættur að öskra áhorfendur áfram. Þvílíkur hávaði hérna. Þvílík stemning. Gæsahúð alla leið.
Fyrir leik
Liðin eru komin inn á völlinn og eru að hita upp. Að vera uppi í blaðamannastúku akkurat núna er ólýsanlegt.
Fyrir leik
Það heyrist Áfram Ísland í stúkunni. Ég heyri ekkert í stuðningsmönnum Portúgala. Svona á þetta að vera!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús. Jón Daði og Kolbeinn byrja frammi. Aron er heill sem og Kári Árnason.

Smelltu hér til að sjá byrjunarliðsfrétt leiksins
Fyrir leik
Byrjunarliðin væntanleg eftir tíu mínútur eða svo. Mikið rosalega hlakkar mig til og mikið rosalega langar mig að Aron Einar verði heill.
Fyrir leik
Byrjað er að hleypa fréttamönnum inn á völlinn. Ég verð mættur þangað eftir nokkrar. Bíð með fiðringinn í maganum eftir byrjunarliðsfréttum.
Fyrir leik
Um einn og hálfur tími í leik og mikið af tilfinningum í gangi, stress, spenna og svo mikið mikið meira. Þvílík veisla.

Fyrir leik
Ef þið viljið fá EM stemninguna beint í æð, mæli ég með að þið kíkjið á síðuna í dag. Við erum búinir að vera að í allan dag að taka upp skemmtilegt efni.


Við hvetjum fólk endilega að vera með í umræðunni á Twitter. Hendið í færslu með #fotboltinet og þú getur fengið að vera með í fyrstu textalýsingu sögunnar hjá A-landsliði karla. Hver er ekki til í það?
Fyrir leik
Lars Lagerback spilaði tvisvar við Portúgal sem þjálfari sænska liðsins, þeir enduðu báðir 0-0 en það var í undankeppni HM 2000.
Fyrir leik
William Carvalho og Eiður Smári Guðjohnsen spiluðu saman með Cercle Brugge, tímabilið 2012-13.

Éder og Gylfi Þór spiluðu saman hjá Swansea á síðustu leiktíð.

Ricardo Carvalho og Eiður Smári spiluðu svo saman með Chelsea tímabilið 2004-5.
Fyrir leik
Það búa 10.5 milljónir í Portúgal eða 32 sinumm fleiri en á Íslandi.

Ronaldo er kominn með sex mörk í lokakeppni EM. Michel Platini á metið en hann er með níu. Hann hefur svo spilað 14 leiki á EM, Edwin van der Sar og Lilian Thuram eiga metið með 16.
Fyrir leik
Portúgal er að spila á EM í sjötta skipti í röð og í sjöunda skipti alls. Þeir hafa alltaf farið úr riðlakeppninni.

Þeir komust í úrslit árið 2004 á heimavelli en töpuðu fyrir Grikkjum í úrslitum.

Þeir spiluðu í úrslitakeppni EM í fyrsta skipti árið 1984 þeir töpuðu þá í undanúrslitum gegn heimamönnum Frökkum.
Fyrir leik
Liðin höfðu aldrei mæst þegar þau drógust saman í undankeppni EM 2012. Portúgal vann þá báða leikina. Ronaldo skoraði í 3-1 sigri á Laugardalsvelli á meðan Nani skoraði tvisvar í 5-3 sigri í Portúgal.
Fyrir leik
Eins og flestir vita komst Ísland í keppnina með að hafna í öðru sæti síns riðils. Tékkland vann riðilinn á meðan Tyrkland komst einnig í keppnina með að lenda í þriðja sæti. Þar með hafnaði Holland í fjórða sæti og komst ekki í keppnina. Kasakstan og Lettland fylgdu þar á eftir.
Fyrir leik
Portúgal komst í keppnina með því að fara létt með sinn riðil sem innihélt Albaníu, Danmörku, Serbíu og Armeníu. Liðið vann sjö leiki og tapaði aðeins einum.
Fyrir leik
Að sjálfsögðu höfum við farið vel yfir lið Íslands líka.

SMELLTU HÉR til að sjá líklegt byrjunarlið Íslands
Fyrir leik
Við höfum tekið okkur góðan tíma og rætt við fréttamenn frá Portúgal til að finna út líklegt byrjunarlið þeirra í kvöld.

SMELLTU HÉR til að sjá líklegt byrjunarlið Portúgal
Fyrir leik
Leikið verður á Stade Geoffroy-Guichard vellinum í St Etienne en völlurinn tekur um 40 þúsund áhorfendur en búist er við fullum velli.
Fyrir leik
Ísland mætir þá Portúgal en leikurinn hefst kl 19:00 á íslenskum tíma en 21:00 á staðartíma.
Fyrir leik
Gleðilega hátíð kæru landsmenn. Hér verður heldur betur veisla.

Það er mér sannur heiður að kynna fyrstu textalýsingu sögunnar hjá A-landsliði karla á stórmóti í fótbolta.
Byrjunarlið:
1. Rui Patricio (m)
4. Pepe
5. Raphael Guerreiro
6. Ricardo Carvalho
7. Cristiano Ronaldo
8. Joao Moutinho ('70)
10. Joao Marío ('76)
11. Vieirinha
13. Danilo
15. Andre Gomes ('84)
17. Nani

Varamenn:
12. Anthony Lopes (m)
4. Jose Fonte
9. Éder ('84)
14. William Carvalho
16. Renato Sanshes ('70)
18. Rafa Silva
19. Eliseu
20. Ricardo Quaresma ('76)
21. Cedric
23. Adrien Silva

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: