Svona teljum við að byrjunarliðið gegn Portúgal á þriðjudaginn muni líta út. Hefðbundið val hjá Lars og Heimi.
Stóra stundin verður á þriðjudagskvöld þegar Ísland leikur sinn fyrsta leik á stórmóti. Liðið mætir þá Portúgal í Saint-Etienne.
Samkvæmt upplýsingum úr íslenska hópnum verða allir klárir í slaginn og því ætti fátt að koma mönnum á óvart þegar byrjunarliðið verður opinberað.
Við veðjum á að byrjunarliðið verði á algjörlega sömu nótum og í lok undankeppninnar. Heimir og Lars eru líklegir til að stóla á sömu uppskrift og virkaði fullkomlega þar.
Helsta umræðuefnið varðandi byrjunarliðið er hvort Alfreð Finnbogason eða Jón Daði Böðvarsson byrji í sóknarlínunni. Þetta var meðal umræðuefna í fyrsta þættinum af EM-innkastinu þar sem rýnt var í líklegt byrjunarlið.
Ert þú á EM-flakki um Frakkland?
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 10, 2016
Hvetjum fólk til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir myndir og annað efni! pic.twitter.com/BqSlsy0eGV
Athugasemdir