Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   þri 14. júní 2016 09:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
St Etienne
Þetta eru þeir sem við munum kljást við í kvöld
Hér má sjá líklega uppstillingu Portúgals í kvöld.
Hér má sjá líklega uppstillingu Portúgals í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net
Nani í baráttunni á æfingu hjá Portúgal í gær.
Nani í baráttunni á æfingu hjá Portúgal í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ronaldo var líka sprækur á æfingunni.
Ronaldo var líka sprækur á æfingunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingu liðsins.
Frá æfingu liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskt karlalandslið spilar sinn fyrsta leik á stórmóti í kvöld er það mætir Portúgal á Stade Geoffroy-Guichard vellinum í St Etienne. Leikurinn hefst kl 19:00 á íslenskum tíma en 21:00 á staðartíma.

Hér til hliðar má sjá líklegt byrjunarlið Porúugal í leiknum. Helsta spurningamerkið er hvort Nani eða Ricardo Quaresma byrji frammi. Líklegt er að Nani hafi betur í þeirri baráttu en Quaresma hefur verið meiddur undanfarna daga.

Cedric Soares og Elisieu gera líka tilkall í bakvarðarstöðurnar en líklegt er að Vieirinha og Raphäel Guerreiro byrji.

Hér má sjá kynningu á líklegu byrjunarliði Portúgals í dag og leikmönnum liðsins.

Rui Patricio - 44 landsleikir
28 ára gamall markvörður sem hefur leikið allan sinn feril með Sporting Lisabon. Hefur lengi verið orðaður við félög í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Liverpool. Á ekki góðar minningar frá HM 2014. Þá fékk hann fjögur mörk á sig í opnunarleiknum og spilaði ekki meira vegna meiðsla.

Vieirinha - 22 landsleikir - 1 mark
Vieirinha var eitt sinn vængmaður hjá Porto en hann er núna hægri bakvörður Wolfsburg og landsliðsins. Hann fékk það krefjandi verkefni að stöðva Cristiano Ronaldo þegar Wolfsburg og Real Madrid mættust í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í ár. Honum gékk ágætlega í fyrri leiknum en Ronaldo skoraði þrennu í seinni leiknum. Myndir af honum hrækja tönn úr munninum á sér urðu vinsælar en hann fékk olnbogaskot frá Toni Kroos.

Pepe - 71 landsleikur - 3 mörk
Eins og margir aðrir í liðinu, sló hann í gegn með Porto. Hann er hins vegar orðin algjör stjarna með Real Madrid í dag. Hann spilaði hvern einasta leik með portúgalska liðinu sem komst í 8-liða úrslit EM 2008 og svo undanúrslit á heimavelli, 2012. Hann á hins vegar slæma hlið. Hann fékk t.d rautt spjald gegn Þjóðverjum í opnunarleik HM 2014, fyrir að skalla Thomas Muller, ásamt því að hafa fengið tíu leikja bann fyrir að sparka tvíveigis í Javier Casquero, leikmann Getafe þegar hann lá í grasinu.

Ricardo Carvalho - 86 landsleikir - 6 mörk
Þegar Carvalho kom til Porto árið 1997 var Renato Sanches ekki einu sinni fæddur. Carvalho var hættur með landsliðinu en Fernando Santos, núverandi þjálfari liðsins náði að sannfæra hann um að koma til baka og hér er hann nú. Hann og Jose Mourinho eru miklir mátar en þeir fóru saman frá Porto til Chelsea og svo þaðan til Real Madrid. Þó hann sé 38 ára hefur hann sjaldan verið betri.

Raphäel Guerreiro - 7 landsleikir - 2 mörk
Honum mun eflaust líða vel í Frakklandi en hann er fæddur í Paris og er betri í frönsku en portúgölsku en hann ákvað að spila fyrir Portúgal þaðan sem faðir hans er. Hann er mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo og dreymir um að spila með Real Madrid einn daginn en hann hefur spilað í Frakklandi allan ferilinn.

João Mário - 11 landsleikir - 0 mörk
Mário er 23 ára gamall og búinn að eiga stórgott tímabil með Sporting, þar spilaði hann 45 leiki, skoraði sjö mörk og lagði upp 12 í viðbót. Talið er að Manchester United og Chelsea hafi augastað með honum. Hann skoraði sigurmark U-21 árs liðs Portúgals gegn Englandi í úrslitum EM í þeim aldursflokki. Wilson Eduardo, leikmaður Braga er bróðir Mário.

Danilo - landsleikir - 1 mark
Þrátt fyrir slakt tímabil hjá Porto í deildinni, þar sem þeir enduðu í þriðja sæti, var hann ljósi punkturinn í liðinu og búast flestir við að hann verði í byrjunarliðinu á EM. Hann er fæddur í Gíneu en fluttist til Portúgal þegar hann var fimm ára. Hann hefur verið í liðum á Ítalíu, Grikklandi og Hollandi en hefur virkilega slegið í gegn með Porto.

João Moutinho - 84 landsleikir - 4 mörk
João Moutinho hefur spilað með Sporting og Porto í heimalandinu en spilar nú með Monaco. André Villas-Boas keypti hann til Porto á sínum tíma þar sem hann sló í gegn og var lykilmaður er liðið vann þrefalt árið 2010. Villas-Boas reyndi að fá hann til Tottenham í stað Luka Modric en það klikkaði. Hann er mjög góður miðjumaður, með flottar sendingar og getur verið erfiður þegar hann er í stuði. Hann brenndi af víti er Portúgal datt út á móti Spánverjum í vítaspyrnukeppni á EM 2012.

André Gomes - 8 landsleikir - 0 mörk
Var ekki í byrjunarliði Portúgal í byrjun undankeppninnar fyrir mótið en var fastamaður í Valencia. Hann var keyptur þangað eftir að hafa slegið í gegn með Benfica í heimalandinu þar sem liðið vann þrennuna þar í landi. Hann var í miklu uppahaldi hjá Gary Neville en hægt er að kaupa leikmanninn fyrir 19.5 milljónir punda vegna klásúlu í samningi hans. Juventus og Manchester United hafa fylgst með honum.

Cristiano Ronaldo - 126 landsleikir - 58 mörk
Eins og allir vita, stjarnan í liðinu. Hann verður að vera upp á sitt besta, ætli Portúgal að ná árangri á mótinu. Hugsanlega síðasta stórmótið hans og gæti Frakkland því verið síðasta tækifærið til að ná í stóran titil með landsliðinu. Hann sló markamet Portúgala fyrir tveim árum og hefur skorað vel fyrir landsliðið en hann er oftast betri með félagsliðum. Hann á það til að finna fyrir löngu tímabili og kom enn og aftur seint inn í hópinn eftir að hafa unnið Meistaradeildina með Real Madrid. Hefur sagst vera mikill aðdáandi Bingo leiksins.

Nani - 96 landsleikir - 17 mörk
Hefur lengi verið í skugganum á Ronaldo en hann er að nálgast landsleik númer 100 og hefur staðið sig vel mað landsliðinu. Var lánaður frá Manchester United til Sporting en hann fór síðan til Fernerbahce í Tyrklandi þar sem hann hefur verið góður. Hann var fæddur í Grænhöfðaeyjum og á 14 systkini. Hann neitaði því um árið að Sir Alex Ferguson hafði bannað honum að fagna með heljarstökki, sem hann er þekktur fyrir.


Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.

FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir
banner
banner