Eins og væntanlega hvert mannsbarn veit, er fyrsti leikur Íslands á EM í kvöld. Þeir mæta þá Portúgal í St Etienne, kl 19:00 á íslenskum tíma.
Þetta er fyrsti leikur sögunnar sem íslenskt karlalandslið spilar á stórmóti og því mikil spenna. Austurríki og Ungverjaland eru hin liðin í riðlinum.
SMELLTU HÉR til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Þetta er fyrsti leikur sögunnar sem íslenskt karlalandslið spilar á stórmóti og því mikil spenna. Austurríki og Ungverjaland eru hin liðin í riðlinum.
SMELLTU HÉR til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Það hefur sjaldan verið viðburður á Íslandi sem hefur dregið fólk jafn mikið saman og akkurat þessi leikur. Nú er biðin loks á enda. Styttist í þjóðsönginn og gæsahúðina.
Byrjunarlið Íslands er komið en mesta umræðan hefur verið um hvaða sóknarlínu Ísland myndi nota í leiknum. Lars Lagerback og Heimir ákvaðu að breyta sem minnstu frá undankeppninni og notast við Kolbein Sigþórsson og Jón Daða Böðvarsson.
Aron Einar Gunnarsson er heill og Kári Árnason byrjar í miðverðinum en þetta er nákvæmnlega sama byrjunarlið og Fótbolti.net spáði um.
Byrjunarlið Íslands:
Hannes Þór Halldórsson
Birkir Már Sævarsson
Kári Árnason
Ragnar Sigurðsson
Ari Freyr Skúlason
Aron Einar Gunnarsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Jóhann Berg Guðmundsson
Birkir Bjarnason
Kolbeinn Sigþórsson
Jón Daði Böðvarsson
Innslag frá vellinum í St. Etienne
Rúmur klukkari í #isl #por á #EURO2016 og #fotboltinet er á vellinum pic.twitter.com/h6s65fC1Gc
— Fótboltinet (@Fotboltinet) June 14, 2016
Fótbolti.net er með öflugt teymi á Evrópumótinu og færir ykkur fjölmargar fréttir daglega. Einnig er fylgst grannt með gegnum helstu samskiptamiðla.
- Vertu með okkur á Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir færslur um mótið.
- Fótbolti.net á Snapchat: Fotboltinet
- Fótbolti.net á Instagram: Smelltu hér til að sjá .Net á Instagram.
Fótbolti.net á Facebook: Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook.
FARÐU Á EM SÍÐU FÓTBOLTA.NET
Athugasemdir