Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
FH
2
2
Dundalk
Sam Hewson '19 1-0
1-0 Ronan Finn '50 , misnotað víti
1-1 David McMillan '52
1-2 David McMillan '62
Kristján Flóki Finnbogason '78 2-2
20.07.2016  -  19:15
Fyrri leikur endaði 1-1
Forkeppni Meistaradeildarinnar - Seinni leikur
Aðstæður: 15 gráðu hiti og logn, skýjað og dropar aðeins
Dómari: Paolo Valeri (Ítalía)
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Davíð Þór Viðarsson
Bjarni Þór Viðarsson ('66)
5. Bergsveinn Ólafsson
6. Sam Hewson ('77)
7. Steven Lennon
8. Emil Pálsson ('66)
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
26. Jonathan Hendrickx

Varamenn:
12. Kristján Finnbogi Finnbogason (m)
4. Pétur Viðarsson ('66)
16. Sonni Ragnar Nattestad
17. Atli Viðar Björnsson ('77)
18. Kristján Flóki Finnbogason ('66)
22. Jeremy Serwy
23. Brynjar Ásgeir Guðmundsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sam Hewson ('42)
Emil Pálsson ('48)
Pétur Viðarsson ('91)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
RISA vonbrigði fyrir FH! Þeir eru úr leik. Ég fullyrði að FH er töluvert betra fótboltalið en Dundalk. FH-ingar geta sjálfum sér um kennt í kvöld. Þeir voru á löngum köflum mjög lélegir. Virkuðu stressaðir og feilsendingarnar fjölmargar.
92. mín
Jonathan Hendrickx með fyrirgjöf. Kristján Flóki skallar yfir. Dundalk á markspyrnu.
92. mín
Gestirnir tefja og tefja. FH-ingar pirraðir.
91. mín Gult spjald: Pétur Viðarsson (FH)
90. mín
Uppbótartíminn er að minnsta kosti 3 mínútur.
90. mín
STEVEN LENNON VILL VÍTI! Ekkert dæmt.
89. mín
Darraðadans við vítateig Dundalk. FH setur þunga pressu.
88. mín
Kassim dæmdur brotlegur í teignum. Dundalk á aukaspyrnu. Við fylgjumst grannt með öllu sem gerist þessar lokamínútur.
87. mín
FH FÆR HORN...

84. mín
Það verður að vanda sendingarnar betur. Pétur Viðars sendir boltann út af undir engri pressu...

81. mín
VÁ! Löng sending fram á Atla Viðar sem var ekki rangstæður. Hann var við það að sleppa í gegn en varnarmenn Dundalk náðu á síðustu stundu að loka á hann!
80. mín
Dundalk er á leið áfram eins og staðan er, fleiri útivallarmörk. Við treystum á sigurmark frá FH í kvöld!!!
79. mín
Inn:Christopher Shields (Dundalk) Út:Patrick McEleney (Dundalk)
78. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
JÁJÁJÁJÁJÁ!!!!!

Steven Lennon með frábæra sendingu á varamanninn Kristján Flóka sem var í þröngu færi en kláraði glæsilega. Rosalegur lokakafli framundan!
77. mín
Inn:Atli Viðar Björnsson (FH) Út:Sam Hewson (FH)
Ef það er einhverntímann rétta stundin til að vera bjargvættur!!!
76. mín
Jón Rúnar Halldórsson, formaður FH, röltir fram og til baka. Mjög stressaður. Eru FH-ingar að henda Evrópupening út um gluggann með þessari lélegu frammistöðu í kvöld?

74. mín
Lennon leggur upp fyrir Hewson sem er í DAUÐAFÆRI en hittir ekki boltann!!! Þetta verður þú að nýta drengur!

71. mín
Koma svo FH! Þurfum mark sem fyrst í þetta!
70. mín
Dundalk farið að tefja, skiljanlega. FH þarf tvö mörk.
68. mín
Kristján Flóki gerir vel og rennir boltanum á Lennon sem skaut rétt yfir. Var við vítateigslínuna.

66. mín
Inn:Kristján Flóki Finnbogason (FH) Út:Bjarni Þór Viðarsson (FH)
66. mín
Inn:Pétur Viðarsson (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
65. mín
FH þarf tvö mörk núna! 2-2 og Dundalk fer áfram á fleiri mörkum á útivelli. Þess má geta að Dundalk hefur náð betri árangri í útileikjum en heimaleikjum síðustu ár.
64. mín Gult spjald: Stephen O'Donnell (Dundalk)
62. mín MARK!
David McMillan (Dundalk)
Stoðsending: Daryl Horgan
Þetta mark hefur bara legið í loftinu. Eins og FH-ingar hafi verið að bíða eftir þessu!

Daryl Horgan komst upp vinstra megin og sendi fyrir þar sem McMillan tók boltann í fyrsta og skoraði.
61. mín
Dundalk stýrir leiknum á þessum kafla. Seinni hálfleikurinn verið hreinlega hrikalegur af hálfu FH.
58. mín
Ótrúlegt að sjá lið með svona mikla Evrópureynslu eins og FH vera svona stressað. Ofboðslega mikið af feilum og menn skjálfa.
57. mín
Það þarf ekki að taka fram að leikið verður til þrautar í kvöld... ef staðan er 1-1 eftir 90 mínútur verður skellt sér í framlengingu.
55. mín
Stuðningsmenn FH í stúkunni hrópa á sína menn, ekki sáttir. Meðbyr með Dundalk skyndilega á meðan heimamenn eru á hælunum.

52. mín MARK!
David McMillan (Dundalk)
Neeeeeiiiii! Dundalk jafnar í 1-1! Skot sem fór í stöngina og inn! Skotið laaangt fyrir utan teig. FH-ingar hefðu átt að gera betur og ég set spurningamerki við Gunnar í markinu!

Stuðningsmenn Dundalk tryllast.
50. mín Misnotað víti!
Ronan Finn (Dundalk)
GUNNAR NIELSEN LES ÞETTA!!!

FER Í RÉTT HORN OG VER! Glæsilega gert hjá Gunnari.
50. mín
Dundalk fær víti!!! Davíð Þór Viðarsson dæmdur brotlegur. Davíð mótmælir.
48. mín Gult spjald: Emil Pálsson (FH)
Peysutog er spjald.
47. mín
Hewson með skot af löngu færi framhjá. Engin hætta.
46. mín
Inn:Robert Benson (Dundalk) Út:John Mountney (Dundalk)
Seinni hálfleikur hafinn.
45. mín
Það sem við lærðum í fyrri hálfleik:
1) FH er með betra lið.
2) FH verður að spila betur.

Liðin að mæta út á völl aftur. FH-ingar byrjuðu leikinn mun betur en Dundalk náði að ógna eftir markið. Aðallega vegna mistaka heimamanna.
45. mín
Bubbi Morthens spilaður í hálfleik í Krikanum. Friðrik Dór var einmitt spilaður í hálfleik á KR-vellinum þegar ég var þar um daginn. Skrítin veröld.
45. mín
Hálfleikur

44. mín
FH liðið er alls ekki að spila sinn besta leik þessa stundina. Dundalk átt töluvert fleiri marktilraunir. Heimir Guðjóns bíður væntanlega spenntur eftir hálfleiksflautinu svo hann geti fínpússað ýmsa hluti!
42. mín Gult spjald: Sam Hewson (FH)
Fyrir brot.
41. mín
Fín sókn Dundalk endar með skoti yfir. Írska liðið hefur náð að ógna þokkalega eftir að FH komst í 1-0. FH þarf að ná meiri ró í varnarleikinn hjá sér.
36. mín
Kassim í tómum vandræðum og skyndilega fékk Dundalk dauðafæri!!! Patrick McEleney á fleygiferð og FH-ingar stálheppnir að þetta rann út í sandinn.
35. mín
Patrick McEleney með skot fyrir utan teig en það er lélegt. Hann skóflar boltanum klunnalega yfir.
32. mín
Hewson hefur verið frábær í leiknum til þessa. Heldur betur gíraður!
31. mín
Böddi löpp lipur og leikur illa á varnarmann Dundalk! Á síðan sendingu á Lennon í teignum en gestirnir fljótir að loka á hann. Hefði viljað sjá Lennon reyna skot í fyrsta.

26. mín
ÓTRÚLEGUR SPRETTUR!!! Daryl Horgan fór framhjá hverjum FH-ingnum á fætur öðrum á ógnarhraða! Davíð og Bergsveinn lágu eftir. Komst í hörkufæri en Gunnar Nielsen lokaði á hann. Gestirnir minna heldur betur á sig.

22. mín
Dundalk með hættulegt skot naumlega framhjá. Dane Massey á ferðinni.
19. mín MARK!
Sam Hewson (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
FRÁBÆRT SPIL HJÁ FH!!!

Hewson á Þórarinn Inga sem sendi á Lennon, Lennon með baneitraða frábæra sendingu á Hewson sem var kominn einn í gegn og kláraði!

Þetta var snöggt og snilldarlega gert.
18. mín
Skalli naumlega yfir!!! Patrick Barrett með skalla eftir horn fyrir Dundalk. Fyrsta marktilraun gestaliðsins.
17. mín
Basl á FH! Hver sendingin á fætur annarri rata á Írana sem vinna á endanum hornspyrnu.
15. mín
Miðað við upphaf leiksins eru afskaplega takmörkuð gæði í þessu Dundalk liði. Auðveldustu spyrnur enda út af. FH á að taka þetta lið.
13. mín
Bjarni Þór Viðarsson fær "svaninn" frá Valeri dómara. Alltof seinn í boltann og sparkaði leikmann Dundalk niður. Sleppur frá spjaldi sem telst gott. Gerðist á miðjum vellinum við hliðarlínuna.
8. mín
Steven Lennon með stórhættulegan sprett, varnarmenn Dundalk réðu ekkert við hann! Vippaði boltanum svo á fjærstöngina þar sem Emil Pálsson var í þröngu færi og skaut í hliðarnetið! Fyrsta færi leiksins FH-inga.
4. mín
FH-ingar einoka boltann hér í upphafi... voru að fá hornspyrnu.
1. mín
Leikur hafinn
Dundalk byrjaði með boltann og sækir í átt að Reykjavík. Það halda allir Íslendingar með Fimleikafélaginu í kvöld! Áfram FH!
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn og Meistaradeildarlagið spilað. Valeri dómari er í bleiku í kvöld. Gestirnir svartklæddir í gull-lituðum stuttbuxum. FH-ingar í sínum hefðbundnu búningum.

Uppstilling FH (4-3-3):
Gunnar
Hendrickx - Kassim - Bergsveinn - Böddi
Bjarni - Davíð - Emil
Hewson - Lennon - Þórarinn
Fyrir leik
Það er 15 gráðu hiti og logn, skýjað og dropar aðeins. Droparnir trufla ekkert áhorfendur enda stúkan hjá FH yfirbyggð.
Fyrir leik
Styttist í leik. Jón Rúnar formaður FH-inga röltir um völlinn til að drekka stemninguna í sig. Stuðningsmenn írska liðsins eru syngjandi glaðir. Stefnir í fína mætingu í kvöld.
Fyrir leik
Við verðum með smá upphitun klukkkan 18:45 á heimasvæði okkar á Facebook. Tómas Meyer í beinni frá Kaplakrika.
Fyrir leik
Byrjunarliðin hafa verið opinberuð. Ein breyting á byrjunarliði FH frá fyrri leiknum. Sam Hewson kemur inn í liðið fyrir Atla Guðna.
Fyrir leik
Slatti af írskum fjölmiðlamönnum mættir. Allir rosa forvitnir um uppgang íslenska boltans og spyrja út í hallirnar... maður er ekki kominn með neina leið á því að svara spurningum um hallirnar góðu.
Fyrir leik
Stórar upphæðir í húfi í þessum leik í kvöld. Vísir greindi frá því í dag að með því að afgreiða Írana í kvöld sé FH búið að tryggja sér tvö einvígi í viðbót í Evrópu sem skilar Íslandsmeisturunum að lágmarki 85 milljónum til viðbótar í kassann.
Fyrir leik
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH:
Við náðum hagstæðum úrslitum úti sem segir okkur að við þurfum kannski ekki endilega að breyta miklu í okkar leikskipulagi. Við munum vera aðeins sókndjarfari en við vorum í fyrri leiknum.
Fyrir leik
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH:
Við vitum það að það er mjög gaman að komast áfram í þessari keppni. Það sem drífur okkur aðallega áfram í dag er að ef við komumst áfram úr þessari umferð þá bíða okkur í það minnsta fjórir Evrópuleikir gegn sterkum liðum.
Fyrir leik
Stephen Kenny, stjóri Dundalk:
Við verðum að vinna leikinn á Íslandi og við getum gert það. Þetta er áskorun fyrir okkur en leikmennirnir eru ákveðnir í að ná markmiðum sínum. Þeir hafa sýnt að þeir geta spilað gríðarlega vel í stórum leikjum og náð góðum úrslitum. Menn eru tilbúnir að gera það í kvöld til að ná sigri.
Það verður vonandi líf og fjör á Twitter yfir leiknum. Kassamerkið er að vanda #fotboltinet
Fyrir leik
Það er von á 150 Írum á völlinn í kvöld og útlit fyrir spennandi leik í Kaplakrika. Eins og allir vita eru breskir stuðningsmenn vanir því að láta vel í sér heyra á kappleikjum.

UEFA hefur sett ítalska dómarann Paolo Valeri á leikinn en hann er vanur því að dæma stóra leiki í ítölsku A-deildinni. Þar á meðal hefur hann verið með flautuna á Mílanóslag milli AC Milan og Inter.
Fyrir leik
Í kvöld er seinni leikur FH og írska liðsins Dundalk í forkeppni Meistaradeildarinnar. FH mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi ef liðið fer áfram í þriðju umferð.

FH er í góðri stöðu eftir 1-1 jafntefli á útivelli í fyrri leiknum gegn Dundalk í síðustu viku. Steven Lennon skoraði mark FH eftir að írsku meistararnir komust yfir.

Atli Guðnason er ekki með FH-ingum í kvöld vegna meiðsla. Vondar fréttir fyrir FH enda hefur Atli verið öflugasti maður liðsins í Evrópuleikjum undanfarin ár.
Byrjunarlið:
1. Gary Rogers (m)
2. Sean Gannon
4. Andrew Boyle
6. Stephen O'Donnell
7. Daryl Horgan
8. John Mountney ('46)
9. David McMillan
10. Ronan Finn
11. Patrick McEleney ('79)
14. Dane Massey
15. Patrick Barrett

Varamenn:
22. Gabriel Sava (m)
5. Christopher Shields ('79)
12. Shane Grimes
16. Claran Kilduff
18. Robert Benson ('46)
21. Darren Meenan
26. Michael O'Connor

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Stephen O'Donnell ('64)

Rauð spjöld: