Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   mið 20. júlí 2016 10:25
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Dundalk: Getum unnið á Íslandi
Stephen Kenny, stjóri Dundalk.
Stephen Kenny, stjóri Dundalk.
Mynd: Getty Images
Í kvöld 19:15 mætast Íslandsmeistarar FH og írsku meistararnir Dundalk í síðari viðureign liðanna í forkeppni Meistaradeildarinnar. Sigurvegarinn mætir BATE Borisov frá Hvíta-Rússlandi í næstu umferð.

Fyrri viðureignin ytra endaði með 1-1 jafntefli en Stephen Kenny, stjóri Dundalk, segir að sínir menn geti unnið í Kaplakrika í kvöld.

„Við verðum að vinna leikinn á Íslandi og við getum gert það. Við verðum að vinna frábæran sigur og höfum sýnt að við erum færir um að gera það," segir Kenny.

„Þetta er áskorun fyrir okkur en leikmennirnir eru ákveðnir í að ná markmiðum sínum. Þeir hafa sýnt að þeir geta spilað gríðarlega vel í stórum leikjum og náð góðum úrslitum. Menn eru tilbúnir að gera það í kvöld til að ná sigri."

Þess má geta að Dundalk hefur gengið betur á útivöllum en heimavelli undir stjórn Kenny.

Leikurinn í kvöld verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.

Sjá einnig:
Dómari með Mílanóslag á ferilskránni flautar í Krikanum
Davíð Þór: Erum hérna til að spila fótbolta
Heimir Guðjóns: Ætlum ekki að sitja til baka
Athugasemdir
banner
banner