Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
KR
1
2
Víkingur R.
Tobias Thomsen '9 1-0
1-1 Dofri Snorrason '61
1-2 Geoffrey Castillion '72
01.05.2017  -  19:15
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Úði og örlítill vindur.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Byrjunarlið:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
3. Ástbjörn Þórðarson ('80)
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('42)
11. Tobias Thomsen
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
13. Sindri Snær Jensson (m)
18. Aron Bjarki Jósepsson
20. Axel Sigurðarson ('80)
20. Robert Sandnes ('42) ('85)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('85)
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Óðinn Svansson

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('18)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið á Alvogen-vellinum. Víkingar ná í sigur í fyrsta leik og það tel ég fyllilega verðskuldað. Lítið gerst hjá KR eftir markið sem liðið skoraði og Víkingar gengu bara á lagið. Skýrslan og viðtöl birtast innan skamms.


90. mín
Fjórum mínútum var bætt við. Rúmlega mínúta eftir af þeim tíma.
90. mín
Þvílík sókn hjá Víkingum. Muhammed Mert átti skot sem var varið og svo náði Erlingur skallanum. KR-ingar ná þó að hreinsa frá. Lítið eftir.
87. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Ragnar Bragi Sveinsson (Víkingur R.)
Síðasta breytingin hjá Víkingum.
85. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Robert Sandnes (KR)
Nú kemur Guðmundur Andri inn og Robert Sandnes fer af velli. Hann meiddist áðan í vítateignum hjá gestunum og hefur haltrað síðan.
80. mín
Guðmundur Andri kom ekki inn. Það var auðvitað Axel Sigurðarson, smá misskilningur hér á KR-vellinum.
80. mín
Castillion setur aukaspyrnuna rétt yfir markið.
80. mín
Inn:Axel Sigurðarson (KR) Út:Ástbjörn Þórðarson (KR)
79. mín
Skúli Jón brýtur á Ívari rétt fyrir utan teig. Aukaspyrna dæmd.
75. mín
Víkingar vilja fá vítaspyrnu. Ívar Örn virðist falla í teignum en ekkert dæmt.
74. mín
Castillion verið töluvert betri í þeim síðari en í þeim fyrri. Hefur haldið bolta vel og verið flottur.
73. mín
Inn:Muhammed Mert (Víkingur R.) Út:Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Mo Mert kemur inn.
72. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Stoðsending: Vladimir Tufegdzic
CASTILLION SKORAR!!! Vladimir Tufegdzic fékk boltann hægra megin við teiginn, skilaði þessari frábæru sendingu fyrir Castillion sem kláraði vel framhjá Stefáni Loga.
68. mín
Arnór Sveinn með skalla framhjá eftir hornspyrnu. Ágætis tilraun þarna.
66. mín
Castillion sleppur í gegn, fer framhjá Stefáni og skorar en búið að flagga. Þetta virtist vera ansi tæpt.
61. mín MARK!
Dofri Snorrason (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
DOFRI JAFNAR METIN AF STUTTU FÆRI!! Ívar Örn Jónsson fékk boltann vinstra megin við teiginn eftir klafs, kemur honum fyrir markið og þar var Dofri mættur til þess að setja boltann hægra megin í markið gegn uppeldisfélagi sínu! Verðskuldað í raun og veru ef á heildina er litið.
60. mín
KR-ingar í basli með rangstöðuna. Tvisvar á stuttum tíma sem leikmenn eru að stinga sér inn fyrir en sendingin of sein að koma. Thomsen reyndi nú stungu inn á Sandnes.
58. mín
Inn:Viktor Bjarki Arnarsson (Víkingur R.) Út:Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Fyrsta skiptingin sem Milos gerir í kvöld.
56. mín
Ekkert spennandi að gerast í augnablikinu. Það er miðjumoð og misheppnaðar sendingar sem eru að spila stóra rullu.
52. mín
KR-ingar fengu aukaspyrnu vinstra megin við teiginn. Óskar skilaði honum á fjærstöng og var í raun ekki nálægt því að lauma honum í netið þar megin. Boltinn fór hins vegar framhjá.
50. mín
Veðuraðstæðurnar orðnar þokkalega slakar. Rignir mikið og bætist í vindinn, frekar grátt yfir borginni í kvöld. Annars er lítið að gerast í sjálfum leiknum.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur. Það sem er helsta að frétta er það að Thomsen er kominn á skrá en KR-ingar urðu svolítið vængbrotnir eftir markið og Víkingar gátu sótt af krafti. KR-ingar náðu svo aftur tökum á leiknum undir lok fyrri hálfleiks. Vonandi er stórgóð skemmtun framundan í þeim síðari.
45. mín Gult spjald: Arnþór Ingi Kristinsson (Víkingur R.)
Arnþór fær gult fyrir hátt spark í andlitið á Óskari. Arnþór fékk ekki gult fyrr í leiknum eins og kom fram áðan. Það var Milos Ozegovic sem fékk það spjald. Þannig það er ekkert rautt kort í spilunum eins og er!
45. mín
Castillion er ekki að heilla mig í þessum fyrri hálfleik. Hann klappar boltanum mikið og sóknirnar renna yfirleitt út í sandinn í gegnum hann.
45. mín
Arnþór Ingi brýtur á Morten Beck. Hann verður að passa sig, er á gulu.
42. mín
Inn:Robert Sandnes (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
42. mín
Nú liggur Chopart aftur á vellinum og þá fer hann af velli. KR-ingar undirbúa skiptingu.
40. mín
Niðurstaðan er semsagt aukaspyrna rétt fyrir utan teiginn hjá Víkingum.
40. mín
Þetta er furðulegasta atvik tímabilsins til þessa. Það var brotið á Gunnar Þór rétt fyrir utan teig en Þorvaldur er lengi að dæma og bíður eftir áliti frá aðstoðardómara. Víkingar halda hins vegar sinni sókn áfram þrátt fyrir að Þorvaldur hafði flautað. Víkingar skora úr þeirri sókn en hvernig gátu þeir ekki tekið eftir þessu?
39. mín
Óskar Örn með ágætis skot sem fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk. Hótaði nokkrum sinnum skoti áður en hann lét vaða með hægri. Hornspyrna sem KR fær.
36. mín
Ívar Örn með aukaspyrnu en Stefán Logi heldur þessum bolta örugglega.
30. mín Gult spjald: Milos Ozegovic (Víkingur R.)
Milos fær gult spjald í verðlaun. Víkingar fastir fyrir.
29. mín
Víkingar eru búnir að vera duglegir að finna glufur í varnarleik KR-inga og eru að nýta sér það. Eiga hornspyrnu núna eftir tilraun frá Tufegdzic.
27. mín
DAUÐAFÆRI!! Tufegdzic lagði boltann inn í teiginn hægra megin og sýndist Alex Freyr vera þarna í teignum og eina sem hann þurfti að gera er að hitta á markið en honum tókst það ekki.
26. mín
Dofri með slakt skot framhjá markinu. Ágæt hugmynd samt.
24. mín
Arnór Sveinn þarf að fara af vellinum til aðhlynningar en hann virðist tilbúinn að koma aftur inná og gerir það.
23. mín
Nú liggur Arnór Sveinn eftir á vellinum eftir viðskipti sín við Ragnar Braga. Þetta lítur ekki vel út, alveg eins og með Chopart áðan.
20. mín
KR-ingar að leika þokkalega vel fyrstu tuttugu mínúturnar. Á meðan föstu leikatriðin eru hættulegust í sóknarleik Víkinga.
19. mín
ÍVAR ÖRN!!! Hættuleg aukaspyrna sem Stefán Logi ver út í teiginn, þar var Arnþór Ingi sem náði að hirða frákastið en skotið er slakt og KR-ingar ná að bjarga sér.
18. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Skúli fær gult spjald fyrir brot rétt fyrir utan vítateig. Það rignir spjöldum.
17. mín
Chopart kemur aftur inná. KR-ingar voru að undirbúa skiptingu en Chopart vill spila.
17. mín Gult spjald: Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Geoffrey fær spjald fyrir seina tæklingu í Gunnar Þór.
14. mín
Það er komið með börur inn á völlinn. Willum Þór gæti þurft að gera breytingu strax í byrjun leiks.
14. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
Brýtur á Kennie Chopart. Danski framherjinn liggur eftir á vellinum. Útlitið er ekkert sérstakt, leikurinn er stoppaður.
12. mín
VÍKINGUR SKORAR EN ÞAÐ ER DÆMT AF!! Alex Freyr með aukaspyrnu inn í teiginn og mér sýndist þetta vera Vladimir Tufegdzic sem skilaði boltanum í netið. Það var þó búið að flagga. Frábær byrjun á þessum leik.
9. mín
Uppstilling Víkings 4-2-3-1:
Róbert
Dofri - Milos - Lowing - Ívar
Arnþór Ingi - Halldór Smári
Tufegzdic - Alex Freyr - Ragnar
Castillion
9. mín MARK!
Tobias Thomsen (KR)
Stoðsending: Morten Beck
FYRSTA MARKIÐ ER KOMIÐ!!! Tobias Thomsen opnar markareikninginn eftir frábært undirbúningstímabil. Morten Beck fékk boltann hægra megin við teiginn, lagði hann fyrir markið á Thomsen sem lagði boltann í stöng og inn. Róbert átti ekki möguleika.
6. mín
Uppstilling KR 3-4-3:
Stefán Logi
Arnór Sveinn - Skúli Jón - Gunnar Þór
Morten Beck - Pálmi Rafn - Finnur Orri - Ástbjörn
Óskar Örn - Thomsen - Chopart

Morten Beck og Ástbjörn eru sóknarsinnaðir bakverðir í dag.
1. mín
KR-ingar fá hornspyrnu í byrjun leiks.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað hér á Alvogen-vellinum!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlinn. Reykjavík með Emmsjé Gauta er spilað undir, þvílík innkoma. Þetta verður lag KR-inga í sumar.

Fyrir leik
Nú má þetta fara að byrja. Bóas, helsti stuðningsmaður KR-inga, er kominn í gír og þá er Pepsi-deildin að hefjast, það er bara þannig. Hann syngur af innlifun með KR-laginu sem Bubbi Morthens flytur.
Fyrir leik
Ástbjörn á aðeins einn leik að baki fyrir KR í efstu deild en hann kom í fyrra í 4-1 sigri á Fylki á Flóridana-vellinum. Hann kom inná sem varamaður á 85. mínútu í þeim leik.
Fyrir leik
Muhammed Mert er á bekknum í liði Víkings. Annars kemur fátt lítið á óvart í þeirra uppstillingu. Ástbjörn Þórðarson fer í djúpu laugina hjá KR-ingum, verður gaman að fylgjast með honum í dag.
Fyrir leik
Meiðsli Indriða eru sögð smávægileg. Hann var mættur hér líkt og aðrir leikmenn, klár í slaginn, en hann verður væntanlega ekki lengi frá. Það ættu að vera gleðifréttir fyrir KR-inga.
Fyrir leik
Það er fjölmennt í blaðamannastúkunni hér á Alvogen-vellinum. Allir hressir og spenntir fyrir fyrsta leiknum hér í Frostaskjólinu.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús og má sjá þau hér til hliðar. Indriði Sigurðsson er ekki með KR-ingum í dag. Víkingar með öflugt lið.
Fyrir leik
Víkingur vann aðeins tvo útileiki í fyrra af ellefu en þetta er nýtt mót. Það getur bókstaflega allt gerst í byrjun móts og það hefur sannað sig síðustu ár.
Fyrir leik
Það er ekkert grín að mæta KR í Frostaskjólinu en liðið tapaði aðeins einum leik af ellefu þar í deildinni i fyrra. Liðið vann átta leiki, gerði tvö jafntefli og tapaði einum en það var 2:1 tapið gegn ÍA í júní.
Fyrir leik
Tobias Thomsen, framherji KR, er leikmaður sem verður áhugavert að fylgjast með í kvöld. Hann hefur verið á eldi á undirbúningstímabilinu og þó svo hann er óskrifað blað í Íslandsmótinu þá er búist við miklu af honum.
Fyrir leik
Það verður afar áhugavert að sjá hvernig gestirnir spila í kvöld en eins og Milos, þjálfari Víkinga, hefur greint frá þá er liðið búið að æfa nokkra hluti upp á síðkastið sem hann vonar að nýtist vel gegn sókndjörfum KR-ingum.


Fyrir leik
Víkingur var með ágætis tök á KR-ingum í deildinni í fyrra. Í fyrstu umferðinni gerðu liðin markalaust jafntefli í Frostaskjólinu en Víkingur vann síðari leikinn í Víkinni með einu marki. Vladimir Tufedgzic gerði markið.
Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í fyrsta leik sumarsins á Alvogen-vellinum í Pepsi-deild karla. Fylgst verður með öllu því helsta sem fer fram í leiknum í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net
Fyrir leik
Spá Fótbolta.net:
8. sæti: Víkingur R.
3. sæti: KR

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Milos Milojevic, þjálfari Víkinga:
Við áttum hörkubyrjun í fyrra þar sem við mættum 4 af 5 toppliðunum en núna er þetta í bland. Í þessari deild geta allir unnið alla. Það getur verið gott að byrja á móti KR. Þeir eru liðið sem á að vinna. Það er meiriháttar að byrja á þeim. Við stilltum upp í tvö lið á miðvikudaginn þar sem eitt lið var í hlutverki KR og annað lið í hlutverki Víkings. Þar prófuðum við hluti sem gætu komið upp í leiknum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Arnar Gunnlaugs, aðstoðarþjálfari KR:
Þetta verður mjög erfitt, það er fullt af öðrum góðum liðum, en við stefnum á að vinna titilinn. Þessir maí leikir eru þannig að það getur brugðið til beggja vona. Það eru mikil læti og barátta. Þetta snýst um að safna stigum og skjóta sig ekki í fótinn og klúðra mótinu í maí. Liðin líta vel út og þetta verður skemmtilegt mót.

Arnar um danska framherjann Tobias Thomsen sem hefur raðað inn mörkum síðan hann kom til KR í vor:

Holningin á honum er mjög flott. Það er skemmtilegur senters hroki í honum. Það er tvennt ólíkt að skora í æfingaleikjum og á Íslandsmóti. Það er hans að sanna það að hann geti deliverað í sumar og okkar að styðja við hann. Það eru miklar væntingar til hans.
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic ('73)
7. Alex Freyr Hilmarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson ('87)
11. Dofri Snorrason
12. Halldór Smári Sigurðsson
21. Arnþór Ingi Kristinsson ('58)
22. Alan Lowing
25. Vladimir Tufegdzic
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
7. Erlingur Agnarsson ('87)
8. Viktor Bjarki Arnarsson ('58)
10. Muhammed Mert ('73)
12. Kristófer Karl Jensson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
24. Davíð Örn Atlason

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Einar Ásgeirsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija
Dragan Kazic

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('14)
Geoffrey Castillion ('17)
Milos Ozegovic ('30)
Arnþór Ingi Kristinsson ('45)

Rauð spjöld: