þri 18.apr 2017 12:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 8. sæti: Víkingur R.
Víkingur Reykjavík endaði í sjöunda sæti í Pepsi-deildinni í fyrra en verður sæti neðar í ár samkvæmt spá Fótbolta.net. Fréttaritarar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: Víkingar náðu ekki að fylgja því eftir þegar liðið tryggði sér Evrópusæti 2014. Í Fossvoginum vilja menn festa sig í sessi meðal liðanna í efri hlutanum en það hefur gengið brösuglega og síðustu tvö tímabil hefur neðri helmingurinn verið hlutskipti liðsins þrátt fyrir mikla bjartsýni að vori.
Þjálfari – Milos Milojevic: Hefur starfað fyrir Víkinga síðan 2008, fyrst sem þjálfari yngri flokka og svo varð hann aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar áður en hann tók einn við stjórnartaumunum um mitt tímabil 2015. Þessi ákaflega metnaðarfulli þjálfari er mikill fótboltapælari og hugsar mikið um leikfræðina og öll smáatriði. Þessi ungi þjálfari er ákveðinn í að ná langt í starfi, hann gerði sín mistök í fyrra en vel hefur safnast í reynslubankann. Talar hreint út í fjölmiðlum og eru fáir í boltanum skemmtilegri í viðtölum.
Styrkleikar: Víkingar hafa fengið til sín erlenda leikmenn sem eru með ansi flottar ferilskrár. Ef þeir standa undir ferilskránum gætu Víkingar afsannað þessa spá og keppt ofar í töflunni. Heimavöllurinn hefur reynst Víkingum vel, aðeins Valur fékk fleiri stig á heimavelli í fyrra. Væntingarnar í Fossvoginum virðast ekki vera eins miklar og fyrir síðustu tímabil og gæti pressuleysið hjálpað liðinu. Eru með gríðarlega skipulagðan þjálfara.
Veikleikar: Gengi Víkinga í undirbúningsmótunum hér á landi gefur ekki ástæðu til bjartsýni fyrir tímabilið. Tipparar ættu að forðast leiki Víkings enda er liðið ólíkindatól. Í fyrra vann liðið til að mynda FH og KR en náði ekki að leggja Fylki sem féll. Liðið þarf að sýna betri varnarleik en síðustu tvö tímabil og sækja fleiri stig á útivelli en í fyrra.
Lykilmenn: Róbert Örn Óskarsson og Vladimir Tufegdzic. Róló er einn besti markvörður deildarinnar og var happafengur fyrir Víkinga þegar hann kom frá FH. Róló þekkir enn betur inn á samherja sína núna. Sóknarlega hefur Víkingur öflugt vopn í Tufa sem er klárlega einn af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar þegar hann er í stuði.
Gaman að fylgjast með: Sóknarmaðurinn Viktor Örlygur Andrason er fæddur árið 2000. Kom við sögu í þremur leikjum í fyrra en er nú árinu eldri. Strákur sem Víkingar binda miklar vonir við og gæti orðið fyrsta aldamótabarnið til að skora í efstu deild.
Spurningamerkið: Munu nýju útlendingarnir blómstra? Milos Ozegovic, Muhammed Mert og Geoffrey Castillion eru með ferilskrár sem segja að þeir eigi að vera hörkuöflugir leikmenn í Pepsi-deildinni. Mert lék fyrir yngri landslið Belgíu og Castillion fyrir yngri landslið Hollands. En einhver er ástæða þess að þeir eru mættir í íslensku deildina.
Völlurinn: Víkingsvöllurinn er völlur sem mörg félög í uppbyggingu á sínu vallarsvæði ættu að líta til. Stúkan í virkilega góðri stærð fyrir íslenskar aðstæður og allt vel skipulagt. Svæðið er á mjög skjólsælum stað og alltaf fjör að kíkja á völlinn í góðu veðri.
Formaðurinn segir – Friðrik Magnússon
„Þessi spá kemur örlítið á óvart. Við ætlum að enda ofar en áttunda sæti. Við ætlum að vera í baráttu í efri hluta deildarinnar. Það eru mörg lið búin að styrkja sig en við reynum að gera okkar besta og vinna hvern leik. Hópurinn er nokkuð svipaður og í fyrra en reynslunni ríkari. Auðvitað er missir í Óttari Magnúsi en við teljum að menn sem voru í liðinu í fyrra séu að stíga upp og taka framförum."
Sjá einnig:
Milos: Ekki eðlilegt að leikmenn fari á skíði eða snjóbretti
Hin hliðin - Viktor Örlygur Andrason
Lögfræðingurinn sem á hátt í hundrað skópör
Komnir:
Geoffrey Castillion frá Debrecen
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Haukum
Muhammed Mert frá Hollandi
Milos Ozegovic frá Radnicki Pirot
Ragnar Bragi Sveinsson frá Fylki
Örvar Eggertsson frá Breiðabliki
Farnir:
Gary Martin til Lokeren
Igor Taskovic í Fjölni
Josip Fucek til Rúmeníu
Kristófer Páll Viðarsson í KA (Á láni)
Marko Perkovic
Óttar Magnús Karlsson í Molde
Stefán Þór Pálsson í ÍR
Viktor Jónsson í Þrótt R.
Leikmenn Víkings sumarið 2017:
1. Róbert Örn Óskarsson
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson
10. Muhammed Mert
11. Dofri Snorrason
12. Kristiófer Karl Jensson
13. Viktor Örlygur Andrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
19. Erlingur Agnarsson
20. Geoffrey Castillion
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic
27. Steinar Ísaksson
29. Jökull Þorri Sverrisson
30. Emil Andri Auðunsson
31. Georg Bjarnason
32. Logi Tómasson
33. Jökull Jörvar Þórhallsson
Leikir Víkings R. 2017:
1.maí KR – Víkingur R
8.maí Víkingur R – Grindavík
14.maí ÍBV – Víkingur R
21.maí Víkingur R – Breiðablik
28.maí KA – Víkingur R
5.júní Víkingur R – Fjölnir
15.júní Stjarnan – Víkingur R
19.júní FH – Víkingur R
26.júní Víkingur R – Víkingur Ó
10.júlí ÍA – Víkingur R
16.júlí Víkingur R – Valur
23.júlí Víkingur R – KR
31.júlí Grindavík – Víkingur R
9.ágúst Víkingur R – ÍBV
14.ágúst Breiðablik – Víkingur R
20.ágúst Víkingur R – KA
27.ágúst Fjölnir – Víkingur R
9.sept Víkingur R – Stjarnan
14.sept Víkingur R – FH
17.sept Víkingur Ó – Víkingur R
24.sept Víkingur R – ÍA
30.sept Valur – Víkingur R
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Víkingur R. 42 stig
9. ÍBV 35 stig
10. ÍA 24 stig
11. Grindavík 19 stig
12. Víkingur Ólafsvík 10 stig
Um liðið: Víkingar náðu ekki að fylgja því eftir þegar liðið tryggði sér Evrópusæti 2014. Í Fossvoginum vilja menn festa sig í sessi meðal liðanna í efri hlutanum en það hefur gengið brösuglega og síðustu tvö tímabil hefur neðri helmingurinn verið hlutskipti liðsins þrátt fyrir mikla bjartsýni að vori.
Þjálfari – Milos Milojevic: Hefur starfað fyrir Víkinga síðan 2008, fyrst sem þjálfari yngri flokka og svo varð hann aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar áður en hann tók einn við stjórnartaumunum um mitt tímabil 2015. Þessi ákaflega metnaðarfulli þjálfari er mikill fótboltapælari og hugsar mikið um leikfræðina og öll smáatriði. Þessi ungi þjálfari er ákveðinn í að ná langt í starfi, hann gerði sín mistök í fyrra en vel hefur safnast í reynslubankann. Talar hreint út í fjölmiðlum og eru fáir í boltanum skemmtilegri í viðtölum.
Ólíkindatól í Fossvoginum
Styrkleikar: Víkingar hafa fengið til sín erlenda leikmenn sem eru með ansi flottar ferilskrár. Ef þeir standa undir ferilskránum gætu Víkingar afsannað þessa spá og keppt ofar í töflunni. Heimavöllurinn hefur reynst Víkingum vel, aðeins Valur fékk fleiri stig á heimavelli í fyrra. Væntingarnar í Fossvoginum virðast ekki vera eins miklar og fyrir síðustu tímabil og gæti pressuleysið hjálpað liðinu. Eru með gríðarlega skipulagðan þjálfara.
Veikleikar: Gengi Víkinga í undirbúningsmótunum hér á landi gefur ekki ástæðu til bjartsýni fyrir tímabilið. Tipparar ættu að forðast leiki Víkings enda er liðið ólíkindatól. Í fyrra vann liðið til að mynda FH og KR en náði ekki að leggja Fylki sem féll. Liðið þarf að sýna betri varnarleik en síðustu tvö tímabil og sækja fleiri stig á útivelli en í fyrra.
Lykilmenn: Róbert Örn Óskarsson og Vladimir Tufegdzic. Róló er einn besti markvörður deildarinnar og var happafengur fyrir Víkinga þegar hann kom frá FH. Róló þekkir enn betur inn á samherja sína núna. Sóknarlega hefur Víkingur öflugt vopn í Tufa sem er klárlega einn af skemmtilegri leikmönnum deildarinnar þegar hann er í stuði.
Gaman að fylgjast með: Sóknarmaðurinn Viktor Örlygur Andrason er fæddur árið 2000. Kom við sögu í þremur leikjum í fyrra en er nú árinu eldri. Strákur sem Víkingar binda miklar vonir við og gæti orðið fyrsta aldamótabarnið til að skora í efstu deild.
Spurningamerkið: Munu nýju útlendingarnir blómstra? Milos Ozegovic, Muhammed Mert og Geoffrey Castillion eru með ferilskrár sem segja að þeir eigi að vera hörkuöflugir leikmenn í Pepsi-deildinni. Mert lék fyrir yngri landslið Belgíu og Castillion fyrir yngri landslið Hollands. En einhver er ástæða þess að þeir eru mættir í íslensku deildina.
Völlurinn: Víkingsvöllurinn er völlur sem mörg félög í uppbyggingu á sínu vallarsvæði ættu að líta til. Stúkan í virkilega góðri stærð fyrir íslenskar aðstæður og allt vel skipulagt. Svæðið er á mjög skjólsælum stað og alltaf fjör að kíkja á völlinn í góðu veðri.
„Við ætlum að vera í baráttu í efri hluta deildarinnar."
Formaðurinn segir – Friðrik Magnússon
„Þessi spá kemur örlítið á óvart. Við ætlum að enda ofar en áttunda sæti. Við ætlum að vera í baráttu í efri hluta deildarinnar. Það eru mörg lið búin að styrkja sig en við reynum að gera okkar besta og vinna hvern leik. Hópurinn er nokkuð svipaður og í fyrra en reynslunni ríkari. Auðvitað er missir í Óttari Magnúsi en við teljum að menn sem voru í liðinu í fyrra séu að stíga upp og taka framförum."
Sjá einnig:
Milos: Ekki eðlilegt að leikmenn fari á skíði eða snjóbretti
Hin hliðin - Viktor Örlygur Andrason
Lögfræðingurinn sem á hátt í hundrað skópör
Komnir:
Geoffrey Castillion frá Debrecen
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson frá Haukum
Muhammed Mert frá Hollandi
Milos Ozegovic frá Radnicki Pirot
Ragnar Bragi Sveinsson frá Fylki
Örvar Eggertsson frá Breiðabliki
Farnir:
Gary Martin til Lokeren
Igor Taskovic í Fjölni
Josip Fucek til Rúmeníu
Kristófer Páll Viðarsson í KA (Á láni)
Marko Perkovic
Óttar Magnús Karlsson í Molde
Stefán Þór Pálsson í ÍR
Viktor Jónsson í Þrótt R.
Leikmenn Víkings sumarið 2017:
1. Róbert Örn Óskarsson
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
9. Ragnar Bragi Sveinsson
10. Muhammed Mert
11. Dofri Snorrason
12. Kristiófer Karl Jensson
13. Viktor Örlygur Andrason
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
18. Örvar Eggertsson
19. Erlingur Agnarsson
20. Geoffrey Castillion
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic
27. Steinar Ísaksson
29. Jökull Þorri Sverrisson
30. Emil Andri Auðunsson
31. Georg Bjarnason
32. Logi Tómasson
33. Jökull Jörvar Þórhallsson
Leikir Víkings R. 2017:
1.maí KR – Víkingur R
8.maí Víkingur R – Grindavík
14.maí ÍBV – Víkingur R
21.maí Víkingur R – Breiðablik
28.maí KA – Víkingur R
5.júní Víkingur R – Fjölnir
15.júní Stjarnan – Víkingur R
19.júní FH – Víkingur R
26.júní Víkingur R – Víkingur Ó
10.júlí ÍA – Víkingur R
16.júlí Víkingur R – Valur
23.júlí Víkingur R – KR
31.júlí Grindavík – Víkingur R
9.ágúst Víkingur R – ÍBV
14.ágúst Breiðablik – Víkingur R
20.ágúst Víkingur R – KA
27.ágúst Fjölnir – Víkingur R
9.sept Víkingur R – Stjarnan
14.sept Víkingur R – FH
17.sept Víkingur Ó – Víkingur R
24.sept Víkingur R – ÍA
30.sept Valur – Víkingur R
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Alexander Freyr Einarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Hafliði Breiðfjörð, Kristófer Kristjánsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson.
Athugasemdir