Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. janúar 2018 15:30
Magnús Már Einarsson
Lennon þakkar stuðninginn á erfiðum tímum
Aaron Lennon.
Aaron Lennon.
Mynd: Getty Images
Aaron Lennon, kantmaður Everton, skrifaði áramótakveðju á Twitter í gær þar sem hann þakkaði kærlega fyrir stuðninginn á árinu. Lennon var lagður inn á sjúkrahús í lok apríl vegna mikillar streitu.

Eftir góða aðstoð þá sneri Lennon aftur á fótboltavöllinn á þessu tímabili.

Kveðjan frá Lennon
2017 hefur verið ár sem ég mun aldrei gleyma og það eru svo margir sem ég vil þakka fyrir að geta klárað árið á svona sérstakan hátt.

Ég get ekki nefnt nöfnin á öllum en þið vitið hver þið eruð. Ég vil aftur þakka fjölskyldum og vinum, öllum hjá Everton, stuðningsmönnum og öllum á sjúkrahúsunum

Ég vil sérstaklega þakka þeim sem voru með mér á erfiðum tímum og ég vil þakka öllum sem sendu mér skilaboð og óskuðu mér góðs gengis.

Með hjálp frá ykkur náði ég að komast á frábæran stað og elska hvern dag eins og ég ætti að gera. Ég lærði líka mikið um sjálfan mig, lærði hversu mikilvægur hugurinn er og hvernig ég að passa upp á hann.

Ég vil líka segja öllum sem þurfa hjálp eða líður illa að það er mikil hjálp í boði þarna úti. Þið eruð ekki ein. Vinsamlegast sækið hjálp og trúið mér, erfiðu tímarnir eru ekki að eilífu.

Ég hef oft verið spurður af því af hverju ég hef ekki talað meira um þetta. Ég mun gera það í framtíðinni, ég hef bara ekki fundið rétta tímasetningu ennþá.

Að lokum vil ég óska öllum gleði og gæfu árið 2018. Þetta verður frábært ár!!!

Athugasemdir
banner
banner
banner