Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 01. mars 2017 12:03
Elvar Geir Magnússon
Sögusagnir um að Conte fari frá Chelsea
Ætli eitthvað sé til í fréttum Tuttosport?
Ætli eitthvað sé til í fréttum Tuttosport?
Mynd: Getty Images
Sögusagnir eru farnar að ganga um að Antonio Conte, stjóri Chelsea, taki við Inter eftir tímabilið. Tuttosport á Ítalíu gengur svo langt að segja að Conte hafi komist að samkomulagi við eigendur félagsins um risalaun og fjögurra ára samning.

Sagt er að lögfræðingar eigenda Inter séu í viðræðum við Roman Abramovich, eiganda Chelsea, um að losa Conte frá samningi sínum við Lundúnarfélagið.

Conte hefur gert frábæra hluti með Chelsea. Liðið var í tómu tjóni á síðasta tímabili en er nú með tíu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Inter er á sama tíma í sjötta sæti ítölsku A-deildarinnar, sex stigum frá Meistaradeildarsæti.

Stefano Pioli er við stjórnvölinn hjá Inter og hefur náð að bæta stigasöfnun liðsins síðan Frank De Boer var rekinn í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner