Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 01. maí 2016 11:10
Arnar Geir Halldórsson
Peter Schmeichel heldur ekki með Man Utd í dag
Feðgarnir á Old Trafford fyrir nokkrum árum
Feðgarnir á Old Trafford fyrir nokkrum árum
Mynd: Getty Images
Man Utd goðsögnin Peter Schmeichel er harður stuðningsmaður félagsins en í dag mun hann styðja andstæðingana þegar Leicester verður í heimsókn á Old Trafford.

Ástæðan er augljós en sonur hans, Kasper Schmeichel, stendur í markinu hjá Leicester og getur unnið Englandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti á sínum ferli.

Gamli maðurinn var afar sigursæll með Man Utd á árunum 1991-1999 og hann segir að það yrði sérstök stund að sjá son tryggja sér sinn fyrsta Englandsmeistaratitil á Old Trafford.

„Vanalega stend ég og fell með úrslitum Man Utd en í dag vil ég að hitt liðið vinni. Þetta er sérstakur dagur. Ég var á Old Trafford í mörg ár og Kasper ólst upp þarna," sagði Peter Schmeichel.

Leikur Man Utd og Leicester hefst klukkan 13:05 í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner