Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 01. maí 2017 08:00
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 5. sæti
Rúnar Freyr Þórhallsson.
Rúnar Freyr Þórhallsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stefan Spasic.
Stefan Spasic.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Birkir Pálsson.
Birkir Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5. Huginn 176
6. Völsungur 129
7. Fjarðabyggð 126
8. Víðir 90
9. Sindri 79
10. Höttur 76
11. KV 72
12. Tindastóll 58

5. Huginn
Lokastaða í fyrra: 11. sæti í Inkasso-deildinni
Huginn féll á ótrúlegan hátt úr Inkasso-deildinni. Fyrir lokaumferðina voru Seyðfirðingar þremur stigum á undan Leikni Fáskrúðsfirði og sjö mörkum betri markatölu. Huginn tapaði 4-1 gegn Selfyssingum í lokaumferðinni á meðan Leiknir Fáskrúðsfirði vann HK 7-2 og sendi Seyðfirðinga niður.

Þjálfarinn: Brynjar Skúlason hefur þjálfað Huginn í áraraðir. Árið 2015 var Brynjar valinn þjálfari ársins í 2. deildinni þegar hann stýrði liði Hugins til sigurs þar. Sjálfur spilaði Brynjar með Huginn í áraraðir en hann á einnig leiki að baki með HK og Fjarðabyggð.

Styrkleikar: Brynjar þjálfari hefur alltaf náð að búa til öfluga liðsheild á Seyðisfirði þar sem skipulagið er gott. Varnarleikurinn verður þéttur með Stefan Spasic og Milos Ivankovic í hjarta varnarinnar og Blazo Lalevic fyrir framan þá á miðjunni. Teo Kardum er króatískur framherji sem kom til Hugins á dögunum og miðað við ferilskrá hans þá er það framherji sem gæti skorað mikið í sumar.

Veikleikar: Spurning er hvort að Seyðfirðingar séu búnir að jafna sig almennilega eftir kjaftshöggið í lokaumferðinni í fyrra. Líkt og árið 2015 þá hefur Huginn ekkert spilað á undirbúningstímabilinu. Það skilaði góðum árangri 2015 en líklegt er að liðið þurfi tíma í fyrstu umferðunum til að slípa sig saman. Breiddin í hópnum er mjög lítil og ekki má mikið út af bregða hvað varðar meiðsli og leikbönn í sumar.

Lykilmenn: Blazo Lalevic, Stefan Spasic og Teo Kardum.

Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins:
„Mér finnst bara skrýtið að vera ekki spáð 10 sæti eða neðar eins og undanfarin ár! Vonandi mun þessi góða spá ekki verða til þess að leikmenn, þjálfarar og stjórn slái sumrinu upp í eitthvað kæruleysi ;) En ætli við séum ekki pínu óskrifað blað enda líklegra að menn rekist á einhyrning en að sjá Huginn spila leik fyrir 1 maí. Tímabilið leggst bara ljómandi vel í mig. Það verður gaman að rúnta um landið og fæ ég m.a. loksins að koma á Ísafjörð. Markmiðið er að verða bikarmeistarar og komast í Evrópukeppni. Þá yrði Seyðisfjarðarkaupstaður pottþétt að gera eitthvað í vallarmálum hér á Seyðisfirði."

Komnir:
Bergsteinn Magnússon frá Aftureldingu
Nik Chamberlain frá Aftureldingu
Milos Ivankovic frá Serbíu
Teo Kardum frá Króatíu

Farnir:
Atli Gunnar Guðmundsson í Fram
Marko Nikolic í Keflavík
Mirnes Selamovic til Bosníu og Hersegóvínu
Orri Sveinn Stefánsson í Fylki
Pétur Óskarsson í Vatnaliljur
Stefán Ómar Magnússon í ÍA

Fyrstu leikir Hugins
6. maí Huginn - Njarðvík
13. maí Afturelding - Huginn
20. maí Huginn - Magni
Athugasemdir
banner
banner