Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12. Tindastóll 58
12. Tindastóll
Lokastaða í fyrra: 1. sæti í 3. deild
Eftir að hafa fallið niður um tvær deildir á tveimur árum þá snéru Stólarnir við blaðinu í fyrra með því að vinna 3. deildina. Það verður því 2. deildarbolti á Sauðárkróki í sumar á nýjan leik.
Þjálfarinn: Haukur Skúlason og Stefán Arnar Ómarsson stýrðu Tindastóli upp um deild í fyrra en nýjir þjálfarar eru í brúnni í ár. Stephen Walmsley og Christopher Harrington þjálfa liðið í sumar. Stephen spilaði með Stólunum í fyrra og var valinn leikmaður tímabilsins.
Styrkleikar: Í fyrra fengu Stólarnir einungis níu mörk á sig en Brenton Muhammad, landsliðsmarkvörður Antigua og Barbuda, er öflugur á milli stanganna. Fimm erlendir leikmenn eru á mála hjá Stólunum og þeir verða í stóru hlutverki í sumar. Þrír þeirra áttu þátt í að hjálpa liðinu upp úr 3. deildinni í fyrra. Ragnar Þór Gunnarsson og Kenneth Hogg voru duglegir að skora í 3. deildinni í fyrra og þeir bera áfram uppi sóknarleikinn.
Veikleikar: Lítil breidd er í leikmannahópnum og í leik gegn KF í Borgunarbikarnum um helgina höfðu Stólarnir einungis einn varnarmann. Að auki hefur liðið ekki bætt við sig mikið af leikmönnum frá því á síðasta tímabili. Stólarnir hafa verið á miklu flakki á milli deilda undanfarin ár og lítill stöðugleiki hefur náðst í fótboltanum á Sauðárkróki. Erlendu leikmennirnir eru að skila sér til landsins þessa dagana og því hefur liðið ekki náð að slípa sig vel saman fyrir sumarið.
Lykilmenn: Brenton Muhammad, Kenneth Hogg og Stephen Walmsley.
Konráð Freyr Sigurðsson, fyrirliði Tindastóls:
„Spáin er svo sem skiljanleg því við erum nú að koma upp um deild. En við unnum 17 af 18 leikjum í fyrra þannig að ég bjóst kannski við okkur ofar. Þetta er bara skemmtilegt og vonandi afsönnum við þessa spá. Tímabilið leggst rosalega vel í okkur við erum hrikalega spenntir að byrja þetta, við erum í mjög góðu standi og erum samstilltir í þetta mót. Komum fullir sjálfstrausts eftir frábært tímabil í fyrra og ætlum að fara í hvern leik til að vinna. Þá endum við á góðum stað."
Komnir:
Nduka Kemjika frá Bandaríkjunum
Tanner Sica frá Bandaríkjunum
Farnir:
Arnór Daði Gunnarsson í Fjölni (Var á láni)
Arnór Guðjónsson
Aron Örn Sigurðsson
Arnar Skúli Atlason í Kormák/Hvöt
Vilhjálmur Kaldal í Þrótt (Var á láni)
Fyrstu leikir Tindastóls
6. maí Sindri - Tindastóll
13. maí Fjarðabyggð - Tindastóll
20. maí Tindastóll – Njarðvík
Athugasemdir