Juventus segir nei við Rashford - Stærstu félögin á Englandi vilja Musiala - Olmo gæti farið frítt frá Barcelona
   þri 25. apríl 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
Spá þjálfara og fyrirliða í 2. deild: 11. sæti
Auðunn Örn Gylfason, fyrirliði KV.
Auðunn Örn Gylfason, fyrirliði KV.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Brynjar Orri Bjarnason.
Brynjar Orri Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Einar Bjarni Ómarsson.
Einar Bjarni Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 2. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11. KV 72
12. Tindastóll 58

11. KV
Lokastaða í fyrra: 10. sæti í 2. deild
KV sogaðist niður í fallbaráttuna í 2. deildinni í fyrra eftir fína byrjun á mótinu. Vesturbæingar fóru upp í 1. deild árið 2013 en féllu aftur og eru nú í 2. deildinni þriðja árið í röð.

Þjálfarinn: Atli Jónasson þjálfar KV en hann hefur verið lengi viðloðandi félagið. Atli fór í markið hjá KV árið 2012 en í fyrra þjálfaði hann liðið með Hjörvari Ólafssyni. Atli spilaði átta leiki í 2. deildinni í fyrra en hanskarnir hafa fengið algjöra pásu hjá honum í vetur.

Styrkleikar: Kjarninn hjá KV er alltaf þéttur og ennþá eru talsvert margir leikmenn í liðinu sem komu við sögu þegar liðið fór upp í 1. deildina í fyrsta skipti árið 2013. Í vetur tók Gunnar Kristjánsson skóna af hillunni auk þess sem varnarmaðurinn Halldór Bogason er að snúa aftur eftir löng meiðsli en þeir voru báðir í stórum hlutverkum árið 2013 og styrkja liðið fyrir sumarið. Sóknarleikurinn hefur alltaf verið í fínu lagi hjá KV en fram á við er liðið með marga öfluga leikmenn sem geta valdið usla í vörnum andstæðinganna.

Veikleikar: Fimm af sex sigrum KV í fyrra komu í fyrstu átta leikjunum en liðið varð algjörlega bensínlaust síðari hluta sumar og rétt bjargaði sæti sínu á markatölu. Viktor Örn Guðmundsson skoraði yfir þriðjung marka KV í fyrr. Hann er horfinn á braut og hans skarð verður vandfyllt. Varnarleikurinn er spurningamerki en KV fékk meðal annars tvo skelli gegn liðum úr 2. deild á undirbúningstímabilinu í vetur auk þess sem liðið fékk mikið af mörkum á sig í fyrra.

Lykilmenn: Auðunn Örn Gylfason, Brynjar Orri Bjarnason, Einar Bjarni Ómarsson.

Atli Jónasson, þjálfari KV:
„Kannski eðlileg spá miðað við tímabilið í fyrra en þetta er alls ekki þar sem við munum enda í haust. Tímabilið leggst mjög vel í okkur, við höfum djöflast og æft mjög vel í vetur og getum bara ekki beðið eftir að byrja. Fyrsta markmið er að gera betur en í fyrra og svo skoðum við önnur markmið betur þegar þetta er allt farið af stað."

Komnir
Anton Emil Albertsson frá KR
Enok Ingþórsson frá Skallagrími
Gunnar Kristjánsson byrjaður aftur
Halldór Bogason byrjaður aftur
Hreinn Bergs frá Augnabliki
Jonathan Aaron Belany frá Þrótti
Þorvaldur Sveinn Sveinsson frá Gróttu

Farnir
Brynjar Gauti Þorsteinsson í Vængi Júpíters
Viktor Örn Guðmundsson í ÍR

Fyrstu leikir KV
6. maí KV – Magni
13. maí Höttur - KV
20. maí KV - Víðir
Athugasemdir
banner
banner