Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
banner
   þri 02. september 2014 21:02
Elvar Geir Magnússon
Steini Gunn: Bæjarfélagið að upplifa ævintýri
Tók mikla áhættu sem borgaði sig
Mynd: Þróttur Vogum
Þróttur Vogum komst í kvöld í undanúrslit 4. deildarinnar með því að vinna KFG samanlagt 3-2 eftir framlengingu. Þróttarar unnu fyrri leikinn 2-0 en KFG skoraði á fyrstu mínútu leiksins í kvöld og komst í 2-0 fyrir hálfleik.

Ekkert var skorað fyrr en í framlengingu þar sem Kristján Steinn Magnússon kom inn sem varamaður og skoraði sigurmarkið fyrir Þróttara og var svo tekinn aftur af velli stuttu síðar.

„Við tókum fyrri leikinn sannfærandi en vorum arfaslakir í fyrri hálfleik í kvöld. Ég gerði taktískar breytingar í hálfleik og þær virkuðu. Mér sýndist vera meira á tanknum okkar í lokin. Við erum með mjög viljuga stráka í liðinu og við fórum yfir þetta í hálfleik," sagði Þorsteinn Gunnarsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn.

„Við sýndum mikinn karakter í framlengingunni. Ég setti Kristján inn í framlengingunni og tók mikla áhættu með hann því hann var búinn að vera tognaður aftan í læri. Ég sagði að ég myndi setja hann inn í fimm mínútur og taka hann svo út af þegar hann væri búinn að skora. Hann stóð við það og skoraði sigurmarkið."

Þróttur mun mæta Álftanesi í undanúrslitum og verður fyrri leikurinn á laugardag. Liðið sem vinnur það einvígi kemst upp í 3. deildina.

„Þróttur Vogum hefur tekið skref upp á við en liðið hefur aldrei komist í úrslit áður. Bæjarfélagið er að upplifa ævintýri. Álftanes er virkilega gott lið. Við verðum fyrir skakkaföllum fyrir undanúrslitin þar sem ég er að missa lykilmen," sagði Þorsteinn en viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvrpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner