Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 02. október 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rúnar Alex: Er tilbúinn ef ég fæ tækifærið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Alex Rúnarsson hefur verið frábær í marki Nordsjælland á tímabilinu. Hann er búinn að eigna sér markvarðarstöðuna.

Hann brosti breitt eftir 4-2 sigur á Silkeborg í gær. Rúnar átti nokkrar frábærar vörslur í leiknum.

Núna fer hann til móts við íslenska landsliðið, en framundan eru gríðarlega mikilvægir leikir í undankeppni HM, leikir sem munu skera úr um það hvort Ísland fer á HM eða ekki.

„Það var mjög gott að við skyldum vinna leikinn," sagði Rúnar við vefsíðu Nordsjælland eftir sigurinn í gær.

„Það er mjög fínt að fara inn í landsleikjahléið með þennan sigur á bakinu. Við erum að fara að spila tvo mjög mikilvæga leiki."

Ísland mætir Tyrklandi ytra og föstudaginn og síðan kemur Kosóvó í heimsókn á laugardalsvöll nokkrum dögum síðar.

„Ef við fáum fjögur stig úr þessum leikjum erum við öruggir með umspilssæti og ef við vinnum báða leikina þá erum við mögulega að fara beint á HM," sagði Rúnar sem býst ekki við því að slá Hannes Halldórsson úr byrjunarliði Íslands þrátt fyrir að hafa verið að spila vel með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni.

„Það verður örugglega engin breyting, en ef ég fæ tækifærið þá er ég tilbúinn," sagði hann að lokum.

Sjá einnig:
Rúnar Alex fær mikið hrós frá þjálfara Nordsjælland
Athugasemdir
banner
banner