Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 03. maí 2014 14:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 8. sæti
Selfyssingar unnu B-deild Fótbolta.net mótsins í vetur.
Selfyssingar unnu B-deild Fótbolta.net mótsins í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andy Pew er fyrirliði Selfyssinga.
Andy Pew er fyrirliði Selfyssinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Guðmundsson þjálfar Selfoss.
Gunnar Guðmundsson þjálfar Selfoss.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Einar Ottó verður í stóru hlutverki hjá Selfyssingum.
Einar Ottó verður í stóru hlutverki hjá Selfyssingum.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Magnús Ingi Einarsson.
Magnús Ingi Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. Selfoss 114 stig
9. Þróttur 81 stig
10. KV 73 stig
11. HK 61 stig
12. Tindastóll 28 stig

8. Selfoss
Heimasíða: umfs.is
Lokastaða í fyrra: 8. sæti í 1. deild

Selfyssingar féllu úr Pepsi-deildinni haustið 2012 og eftir það urðu algjör umskipti á leikmannahópnum. Áttunda sætið varð niðurstaðan í 1. deildinni í fyrra og liðinu er spáð sama sæti í ár.

Þjálfarinn: Gunnar Guðmundsson er að stýra Selfyssingum annað tímabilið í röð. Gunnar gerði mjög flotta hluti með HK á sínum tíma og kom liðinu upp í úrvalsdeild árið 2006. Hann stýrði síðan U17 ára landsliði karla áður en hann tók við Selfyssingum.

Hvað segir Ágúst Þór? Ágúst Þór Ágústsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Ágúst lék meðal annars með Breiðabliki og Fjölni á sínum tíma en hann hefur spilað í öllum deildum á Íslandi og hefur að auki fylgst mjög vel með neðri deildunum í fjölda ára

Styrkleikar: Selfyssingar eru skipulagðir undir stjórn Gunnars Guðmundssonar og spila sterkan varnarleik. Leikmenn þekkja sín hlutverk í liðinu inn og út. Góðir ungir leikmenn eru í liðinu en þeir fengu mikilvæga reynslu í fyrstu deildinni í fyrra og verða ennþá betri í ár. Selfyssingar hafa erlenda leikmenn sem gætu átt eftir að verða drjúgir.

Veikleikar: Sóknarleikurinn liðsins gæti verið vandamál í sumar en liðið missti enska framherjann Joe Yoffe til Grindavíkur og spænska framherjann Javier Zurbano. Miklar breytingar á liðinu frá því í fyrra og gæti teki tíma að fínstilla liðið. Nokkrir leikmenn eru að koma til landsins rétt fyrir mót og því gæti tekið tíma að stilla saman strengina í fyrstu leikjunum.

Lykilmenn: Andy Pew, Einar Ottó Antonsson, Þorsteinn Daníel Þorsteinsson.

Gaman að fylgjast með: Magnús Ingi Einarsson. Ungur og spennandi framherji sem gæti sprungið út i sumar. Fékk mikilvæga reynslu í fyrra og Selfyssingar binda miklar vonir við hann.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Andri Már Hermannsson frá Fylki
Bergsteinn Magnússon frá Keflavík
Fufura Barros frá Grænhöfðaeyjum
Geir Kristinsson frá Fjölni
Joe Tillen
Kolbeinn Kristinsson frá Fjölni
Vignir Jóhannesson frá Njarðvík
Zakari Hamza frá Tromsö

Farnir:
Bernard Brons
Bjarki Már Benediktsson í FH (var á láni)
Javier Zurbano Lacalle til Spánar
Joe Yoffe í Grindavík
Jóhann Ólafur Sigurðsson hættur
Juan Povedano Martinez til Spánar
Ingólfur Þórarinsson í Hamar
Sigurður Eyberg Guðlaugsson í Ægi
Sindri Pálmason til Esbjerg
Sindri Snær Magnússon í Keflavík (Var á láni)

Fyrstu leikir Selfoss
9. maí Selfoss - ÍA
17. maí Víkingur Ó. Selfoss
23. maí Selfoss - Þróttur
Athugasemdir
banner
banner
banner