Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 01. maí 2014 15:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 1. deild: 10. sæti
KV er spáð 10. sætinu í sumar.
KV er spáð 10. sætinu í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Brynjar Orri Bjarnason leikmaður KV.
Brynjar Orri Bjarnason leikmaður KV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KV endaði í 2. sæti í 2. deildinni í fyrra.
KV endaði í 2. sæti í 2. deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Magnús Bernhard Gíslason.
Magnús Bernhard Gíslason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. KV 73 stig
11. HK 61 stig
12. Tindastóll 28 stig

10. KV
Heimasíða: fckv.com
Lokastaða í fyrra: 2. sæti í 2. deild

Knattspyrnufélag Vesturbæjar mun leika í 1. deild í fyrsta skipti í ár. KV endaði í 2. sæti í 2. deildinni í fyrra en fjölmargir Vesturbæingar sáu liðið tryggja sér sæti í 1. deildinni eftir jafntefli gegn Gróttu í lokaumferðinni.

Þjálfararnir: Halldór Árnason og Páll Kristjánsson stýra KV í sameiningu líkt og undanfarin ár. Páll hefur verið viðloðandi KV frá stofnun en hann situr einnig í stjórn félagsins. Halldór hefur auk þess að þjálfa KV þjálfað yngri flokka hjá KR.

Hvað segir Ágúst Þór? Ágúst Þór Ágústsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Ágúst lék meðal annars með Breiðabliki og Fjölni á sínum tíma en hann hefur spilað í öllum deildum á Íslandi og hefur að auki fylgst mjög vel með neðri deildunum í fjölda ára

Styrkleikar: Styrkur KV felst í liðsheildinni en þetta eru nánast allt uppaldir KR-ingar sem hafa spilað saman upp yngri flokkana, þekkja vel inná hvorn annan og eru tilbúnir að leggja sig 100% fram fyrir félagið. Liðið hefur verið að spila agaðan varnarleik í vetur og hafa verið að ná góðum úrslitum gegn sterkum andstæðingum. Heimavöllur liðsins hefur verið ógnarsterkt vígi síðustu árin en spurningin er hvar þeir muni spila heimaleikina sína í sumar.

Veikleikar: Sóknarleikur liðsins gæti orðið vandamál í sumar. Davíð Birgisson hefur lítið verið með að undanförnu og mikið mun mæða á Magga Bern og Brynjari Orra í sumar og þeir verða að haldast heilir. Misstu sinn besta leikmann frá því í fyrra yfir í Safamýrina og erfitt að sjá hver muna við keflinu af Einari Bjarna.

Lykilmenn: Atli Jónasson, Tómas Agnarsson, Magnús B Gíslason.

Gaman að fylgjast með: Gunnar Wigelund. Framherji sem skoraði 10 mörk í 2.deildinni í fyrra. Gríðarlega fljótur leikmaður sem hentar vel inní leikstíl KV. Gæti sprungið út í sumar.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Benis Krasniqi
Garðar Ingi Leifsson frá ÍH
Guðmundur Sigurðsson frá KR
Gunnar Wigelund frá Reyni Sandgerði
Kristinn Jens Bjartmarsson frá Víkingi R.
Sigurður Andri Jóhannsson frá KR
Vignir Daníel Lúðvíksson

Farnir:
Einar Bjarni Ómarsson í Fram
Einar Már Þórisson í Fram

Fyrstu leikir KV
9. maí KV - HK
17. maí Tindastóll - KV
23. maí KV - Leiknir R.
Athugasemdir
banner
banner
banner