Tindastóll
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í 1. deild í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. ?
11. ?
12. Tindastóll 28 stig
12. Tindastóll
Heimasíða: tindastoll.is
Lokastaða í fyrra: 9. sæti í 1. deild
Tindastóll hélt velli í 1. deildinni annað árið í röð í fyrra en búist er við að róðurinn verði þyngri hjá Sauðkrækingum í ár. Í janúar voru teikn á lofti um að Tindastóll myndi ekki senda lið í keppni í 1. deild vegna fjárhagsörðuleika og manneklu en hætt var við þær áætlanir. Margir lykilmenn eru horfnir á braut frá því í fyrra, þar á meðal allir erlendu leikmennirnir.
Þjálfarinn: Bjarki Már Árnason tók við þjálfun Tindastóls í vetur af Jóni Stefáni Jónssyni sem hætti þegar rekstur liðsins var endurskoðaður. Bjarki Már var í fjölda ára lykilmaður í vörn Tindastóls en hann lék í fyrra með Magna Grenivík.
Hvað segir Ágúst Þór? Ágúst Þór Ágústsson er álitsgjafi síðunnar um 1. deild karla. Ágúst lék meðal annars með Breiðabliki og Fjölni á sínum tíma en hann hefur spilað í öllum deildum á Íslandi og hefur að auki fylgst mjög vel með neðri deildunum í fjölda ára
Styrkleikar: Eru með ungt og sprækt lið þar sem uppistaðan er heimastrákar og ef þeir byrja mótið vel gæti myndast stemmning á Króknum. Þurfa að treysta á að útlendingarnir séu góðir og styrki liðið en þeir eru nýkomnir til landsins. Heimavöllurinn þarf að skila þeim punktum ef ekki á að fara illa. Þjálfarinn er heimamaður sem þekkir þessa stráka vel sem ætti einnig að hjálpa til.
Veikleikar: Lítill og ungur hópur sem gæti brotnað í mótlæti, vantar leiðtoga með reynslu og tilbúin að berja ungu strákana áfram. Áttu slakt og skrítið undirbúningstímabil þar sem allt gekk á afturfótunum og fara ekki með mikið sjálfstraustið inn í mótið. Erfitt að sjá hvaðan mörkin eiga að koma.
Lykilmenn: Björn Anton Guðmundsson, Loftur Eiríksson og Fannar Freyr Gíslason
Gaman að fylgjast með: Benjamín Jóhannes Gunnlaugarson er lítill og teknískur leikmaður með gott auga fyrir spili og sendingum, mun fá tækifærið í sumar og gæti sprungið út ef Tindastóll lætur spil sitt fara í gegnum hann. Hinn íslenski Yossi Benayoun.
Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:
Komnir:
Fannar Freyr Gíslason frá KA
Ívar Guðlaugur Ívarsson frá KA
Jose Figura
Mark Magee
Farnir:
Arnar Sigurðsson
Christopher P Tsonis í Fjölni
Edvard Börkur Óttharsson í Leikni R.
Jordan A Branco
Rodrigo Morin
Ruben Resendes
Sebastian Furness
Sigurður Hrannar Björnsson í Víking R.
Steven Beattie til Írlands
Fyrstu leikir Tindstóls
10. maí BÍ/Bolungarvík - Tindastóll
17. maí Tindastóll - KV
23. maí Haukar - Tindastóll
Athugasemdir