Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 11:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvíburarnir framlengja við KR
Óðinn fagnaði gegn Vikingi í Reykjavíkurmótinu.
Óðinn fagnaði gegn Vikingi í Reykjavíkurmótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tvíburarnir Dagur og Óðinn Bjarkasynir hafa framlengt samninga sína við uppeldisfélagið sitt, KR.

Þeir verða 18 ára í sumar, léku með KR á undirbúningstímabilinu og léku báðir með liðinu gegn KÁ í Mjólkurbikarnum á dögunum.

Dagur er bakvörður sem kom við sögu í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu og þremur leikjum í Lengjubikarnum í vetur. Hann lék 22 leiki með KV í 2. deild í fyrra.

Óðinn er sóknarmaður sem kom við sögu í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu og tveimur leikjum í Lengjubikarnum. Hann kom inn á sem varamaður gegn KÁ og skoraði tvö mörk undir lokin þegar KR vann 2-9 útisigur. Í fyrra lék hann 14 leiki með KV í 2. deild og skoraði tvö mörk. Hann var á varamannabekknum í 2. umferð þegar KR lagði Stjörnuna.

Fyrri samningar tvíburanna áttu að renna út eftir þetta tímabil en nú eru þeir samningsbundnir KR út tímabilið 2026.
Athugasemdir
banner