Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 03. ágúst 2015 13:44
Elvar Geir Magnússon
Wickham til Crystal Palace (Staðfest)
Wickham fagnar marki fyrir Sunderland.
Wickham fagnar marki fyrir Sunderland.
Mynd: Getty Images
Framherjinn Connor Wickham er orðinn leikmaður Crystal Palace en hann hefur skrifað undir fimm ára samning við félagið. Wickham var keyptur frá Sunderland á 7 milljónir punda.

Wickham er 22 ára og kom til Sunderland frá Ipswich 2011 en hann gerði fjögurra ára samning við Sunderland í desember.

Wickham segist hafa þurft á nýrri áskorun að halda en hann skoraði sex mörk í 40 leikjum fyrir Sunderland síðasta tímabil. Hann gerði fimm mikilvæg mörk í þremur leikjum þegar Sunderland náði að forðast fall í apríl 2014.

Wickham er fjórði leikmaðurinn sem Palace fær til sín í sumar. Markvörðurinn Alex McCarthy, miðjumaðurinn Yohan Cabaye og sóknarmaðurinn Patrick Bamford höfðu áður gengið í raðir félagsins.

Dick Advocaat, stjóri Sunderland, sagði nýlega að félagið væri með of marga sóknarmenn en í hópnum hans eru Steven Fletcher, Danny Graham og Jermain Defoe.
Athugasemdir
banner
banner