Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 03. október 2015 15:53
Alexander Freyr Tamimi
Pepsi-deildin: Keflavík kvaddi með sigri - Fylkir vann FH
Hörður Sveinsson skoraði bæði mörkin í fágætum sigri Keflavíkur.
Hörður Sveinsson skoraði bæði mörkin í fágætum sigri Keflavíkur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistararnir enduðu tímabilið á tapi.
Íslandsmeistararnir enduðu tímabilið á tapi.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Stjarnan vann fjóra síðustu leiki sína.
Stjarnan vann fjóra síðustu leiki sína.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lokaumferð Pepsi-deildarinnar lauk í dag og var að afar litlu að keppa þar sem úrslit deildarinnar réðust endanlega um síðustu helgi.

Botnlið Keflavíkur ákvað að kveðja Pepsi-deildina með sæmd og vann 3-2 sigur gegn Leikni í Bítlabænum, en bæði lið falla um deild. Hörður Sveinsson skoraði tvö fyrstu mörk mörk Keflvíkinga áður en Sigurbergur Elísson tryggði sigurinn. Ólafur Hrannar Kristjánsson náði að klóra í bakkann en það var of seint. Þetta var einungis annar sigur Keflvíkinga á öllu tímabilinu og enda þeir með 10 stig á meðan Leiknir endar með 15.

Íslandsmeistararnir í FH enduðu tímabilið á tapi gegn Fylki í Árbænum, en lokatölur þar urðu 3-2 heimamönnum í vil. Andrés Már Jóhannesson kom Fylki yfir snemma leiks áður en reynsluboltinn Atli Viðar Björnsson jafnaði metin. Ingimundur Níels Óskarsson skoraði svo gegn sínum gömlu félögum og staðan 2-1 í hálfleik. Tonci Radovinkovic kom Fylki í 3-1 áður en Emil Pálsson náði svo að klóra í bakkann, lokatölur 3-2.

Skagamenn, sem voru flottir á seinni hluta tímabilsins, enduðu leiktíðina með góðum 2-1 sigri í Vestmannaeyjum. Gunnar Heiðar Þorvaldsson kom ÍBV yfir snemma leiks en Garðar Gunnlaugsson og Darren Laugh tryggðu Skagamönnum þrjú stig. Þeir enda tímabilið með 29 stig, einungis fjórum stigum minna en Stjarnan og Valur.

Stjörnumenn náðu að klára dapurt tímabil með stæl. Liðið vann sinn fjórða sigur í röð í dag, gegn bikarmeisturum Vals, 2-1. Eftir að Pablo Punyed fauk af velli með rautt spjald skoruðu Garðbæingarnir tvö mörk áður en Emil Atlason klóraði í bakkann. Stjarnan endar því tímabilið í 4. sætinu, fyrir ofan Val á markatölu.

Jonathan Glenn var enn og aftur á skotskónum þegar hann hjálpaði Breiðabliki að vinna 2-0 útisigur gegn Fjölni. Hann kom Blikum yfir á 20. mínútu en fékk síðan að líta rauða spjaldið á 72. mínútu fyrir að reyna að hefna sín eftir að brotið var á honum. Þjálfarinn Arnar Grétarsson var öskureiður og fékk einnig að líta reisupassann. Í uppbótartíma bætti svo Andri Rafn Yeoman við öðru marki og tryggði Blikum 2-0 sigur.

Þá vann KR 5-2 sigur gegn Víkingi í markaleik. Gary Martin skoraði tvö mörk fyrir KR sem og Óskar Örn Hauksson, en Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði eitt mark. Erlingur Agnarsson og Haukur Baldvinsson skoruðu mörk Víkings.

KR endar tímabilið í 3. sætinu með 42 stig, fjórum stigum minna en Breiðablik og sex stigum minna en FH. Víkingur endar í 9. sætinu með 23 stig.

Fjölnir 0 - 2 Breiðablik
0-1 Jonathan Ricardo Glenn ('20)
0-2 Andri Rafn Yeoman ('95)
Rautt spjald: Jonathan Ricardo Glenn, Breiðablik ('72)

Keflavík 3 - 2 Leiknir R.
1-0 Hörður Sveinsson ('5)
1-1 Kolbeinn Kárason ('27)
2-1 Hörður Sveinsson ('36)
3-1 Sigurbergur Elísson ('82)
3-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('90)

Fylkir 3 - 2 FH
1-0 Andrés Már Jóhannesson ('12)
1-1 Atli Viðar Björnsson ('23)
2-1 Ingimundur Níels Óskarsson ('25)
3-1 Tonci Radovinkovic ('54)
3-2 Emil Pálsson ('72)

ÍBV 1 - 2 ÍA
1-0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('11)
1-1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson ('41)
1-2 Darren Lough ('49)

Valur 1 - 2 Stjarnan
0-1 Jeppe Hansen ('65)
0-2 Arnar Már Björgvinsson ('67)
1-2 Emil Atlason ('70)
Rautt spjald: Pablo Oshan Punyed Dubon, Stjarnan ('62)

KR 5 - 2 Víkingur R.
1-0 Óskar Örn Hauksson ('5)
2-0 Hólmbert Aron Friðjónsson ('6)
3-0 Gary John Martin ('38)
3-1 Erlingur Agnarsson ('45)
3-2 Haukur Baldvinsson ('47)
4-2 Óskar Örn Hauksson ('53)
5-2 Gary John Martin ('60)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner