Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 03. október 2017 10:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sprengja fannst við heimavöll PSG
Mynd: Getty Images
Sprengja fannst við heimavöll Paris Saint-Germain á laugardag, stuttu áður en leikur PSG og Bordeux í frönsku úrvalsdeildinni hófst.

Fimm menn hafa verið handteknir í tengslum við málið.

Á meðal hinna handteknu er þekktur íslamskur öfgamaður sem átti að vera undir eftirlitið hjá frönskum yfirvöldum.

Mikil heppni var að ekki fór verr, en um 50 þúsund manns gerðu sér ferð á leikinn á Parc des Princes í París.

Sprengjan fannst eftir að íbúi nálægt vellinum hafði hringt í lögregluna. Fimm menn voru eins og áður segir handteknir og sprengjan var aftengd af sprengjusveit.

Leikurinn, sem PSG vann örugglega 6-2, fór síðan fram á réttum tíma. Neymar, Kylian Mbappe og Edinson Cavani voru allir á skotskónum fyrir PSG í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner