Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. febrúar 2016 15:00
Elvar Geir Magnússon
Barkley ekki lengur efnilegur
Englendingurinn Ross Barkley.
Englendingurinn Ross Barkley.
Mynd: Getty Images
„Leikstjórnandinn" Ross Barkley fær mikið lof eftir frammistöðu sína í 3-0 sigri Everton gegn Newcastle í gær. Þessi 22 ára leikmaður leiddi sitt lið til sigurs og skoraði úr tveimur vítaspyrnum í seinni hálfleik.

Hann hefur nú leikið 100 leiki í ensku úrvalsdeildinni og er næst yngsti leikmaðurinn sem nær því fyrir Everton.

„Það er magnað að hafa náð 100 leikjum. Það var kannski hægt að tala um hann sem ungan og gríðarlega efnilegan mann á síðasta tímabili en hann hefur sýnt að hann er kominn yfir það. Hann er enn ungur að árum en nú er hann það þroskaður fótboltalega til að leiða liðið. Ákvarðanatökur hans eru orðnar miklu betri og hann er orðinn gríðarlega mikilvægur," segir Roberto Martínez, stjóri Everton.

Everton fagnaði sínum fyrsta sigri á Goodison Park síðan í nóvember en liðið er í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner