Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. maí 2015 09:00
Elvar Geir Magnússon
Hannes með svakalega vörslu í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er jöfn og spennandi barátta í norsku B-deildinni en þar eru Hannes Þór Halldórsson og hans félagar í Sandnes Ulf tveimur stigum frá efsta sætinu.

Úlfarnir gerðu markalaust jafntefli gegn toppliði Åsane í gær og geta þakkað Hannesi fyrir það stig.

Hannes stóð sig vel í leiknum en sérstaklega var það ein varsla hans sem stóð upp úr og vakti mikla athygli en hana má sjá með því að smella hérna, hún kemur eftir um 30 sekúndur.

Norskir fjölmiðlar halda áfram að hrósa Hannesi en Espen Iversen hjá Rogalands Avis segir það forréttindi fyrir Sandnes að vera með íslenska landsliðsmarkvörðinn. Hann sé klárlega meðal allra bestu manna deildarinnar, sé búinn að reynast ansi drjúgur og það muni halda þannig áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner