Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   lau 04. maí 2024 21:28
Brynjar Ingi Erluson
Diljá og stöllur töpuðu mikilvægum leik í titilbaráttunni
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
DilJá Ýr Zomers og stöllur hennar í belgíska liðinu Leuven töpuðu titilbaráttuleik gegn Anderlecht, 1-0, á heimavelli sínum í dag.

Á dögunum tapaði Leuven fyrir Club Brugge í bikarúrslitum og þá kom annar skellur í dag í titilbaráttunni.

Anderlecht skoraði eina markið í síðari hálfleiknum og kom sér á toppinn í deildinni.

Diljá Ýr var í byrjunarliði Leuven, sem er í 3. sæti meistarariðilsins með 35 stig, þremur frá toppliði Anderlecht þegar þrjár umferðir eru eftir.

Þórdís Elva Ágústsdóttir var í byrjunarliði Växjö sem vann Trelleborg, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni. Smálandarliðið hefur farið vel af stað, en það er með 9 stig eftir fjóra leiki. Bryndís Arna Níelsdóttir var ekki með Växjö í dag en hún er viðbeinsbrotin og verður líklega ekki meira með í þessum mánuði.

Ásdís Karen Halldórsdóttir var í liði Lilleström sem vann Kolbotn, 2-1, í norsku úrvalsdeildinni. Lilleström hefur gert vel í byrjun leiktíðar þrátt fyrir fjárhagsvandamál félagsins en það er í 3. sæti með 12 stig eftir sex leiki.
Athugasemdir
banner
banner