Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   sun 05. maí 2024 09:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Thelma Sól Óðinsdóttir (ÍBV)
Thelma Sól Óðinsdóttir.
Thelma Sól Óðinsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs er öflugur þjálfari.
Ian Jeffs er öflugur þjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Fyrirmynd.
Fyrirmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Færi með á eyðieyjuna.
Færi með á eyðieyjuna.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Ragna Sara Magnúsdóttir.
Ragna Sara Magnúsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena Jónsdóttir.
Helena Jónsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lengjudeild kvenna hefst í dag og erum við á Fótbolta.net að klára að birta spá þjálfara og fyrirliða fyrir mótið. Í öðru sæti er ÍBV.

Thelma Sól Óðinsdóttir er mikilvægur leikmaður fyrir ÍBV en hún er ein af uppöldum leikmönnum liðsins sem ætlar að hjálpa því að komast aftur upp í Bestu deildina. Thelma hefur alls spilað 84 KSÍ-leiki með ÍBV og hefur hún skorað í þeim fjögur mörk.

Í dag sýnir Thelma á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Thelma Sól Óðinsdóttir

Gælunafn: stundum kölluð Tellý

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Spilaði fyrsta leikinn minn 2018 á móti KR, gerði lítið annað en að hlaupa fram og til baka á kantinum.

Uppáhalds drykkur: nocco og 7up

Uppáhalds matsölustaður: Serrano og local

Hvernig bíl áttu: Toyota Auris hybrid

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Nei

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Friends og criminal minds

Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi

Uppáhalds hlaðvarp: illverk

Uppáhalds samfélagsmiðill: Tiktok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Vedur.is, þarf að vita hvernig spáin er fyrir Herjólf

Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Hafð þú ekki áhyggjur af þessu Thelma...” frá eldri bróður mínum. Greinilega orðinn þreyttur á mér.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Keflavík eða Tindastól

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Sveindís Jane

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Ian Jeffs

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Elín Metta

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Margrét Lára

Sætasti sigurinn: Sigurinn á Þór/KA þegar við unnum þær 5-4 hérna heima sumarið 22.

Mestu vonbrigðin: Fallið í fyrra

Uppáhalds lið í enska: Arsenal!

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Murielle fór illa með okkur í síðasta leiknum okkar á síðasta tímabili, væri til í að fá hana til okkar.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristín Klara er leikmaður sem fólk þarf að fylgjast með.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Verð að segja vinur minn Dagur Einarsson

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Ragna Sara Magnúsdóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Maradonna.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Embla Harðardóttir er svakaleg!

Uppáhalds staður á Íslandi: Vestmannaeyjar

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Þegar við vorum að spila leik og þjálfarinn gaf fyrirliðanum okkar miða sem við héldum að væri einhver taktísk breyting á, en þar stóð bara “WE NEED TO FUCKING WAKE UP” eins og hann hefði bara ekki getað kallað þetta inná.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei passa mig að byrja ekki á einhverju svoleiðis.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: já, handboltanum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike mercurial.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Stærðfræði og ensku.

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég ósjálfrátt hoppaði upp og sló boltann með höndunum þegar ég var nýkomin inná á móti Keflavík og Andri Ólafs sem var þjálfari þá öskraði yfir allan völlinn hvort að ég vildi bara ekki koma aftur útaf.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Myndi taka Guðný Geirs til að lifa, Rögnu Söru til að passa uppá að allt sé eins og það á að vera og svo myndi ég taka Helenu til að taka nokkur lög og halda uppi stemmningunni svona ef okkur myndi leiðast.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi vilja sá Helenu Jóns taka euphoria í idolinu.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei farið til Tene.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Lettarnir okkar (Viktoría, Sandra og Olga) komu mér mest áóvart, þær eru lúmskt fyndnar.

Hverju laugstu síðast: Lýg sjaldan, en laug pottþétt einhverju að systkinum mínum síðast.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Færa mörkin og upphitun.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Pass, mér dettur ekkert í hug
Athugasemdir
banner
banner