Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 05. desember 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Conte segir að Luiz sé meiddur
David Luiz.
David Luiz.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segir að ástæðan fyrir fjarveru David Luiz í liðinu sé vegna hnémeiðsla.

Luiz hefur einungis spilað einn leik síðan hann gagnrýndi taktík Conte eftir tap gegn Roma í lok október.

Luiz var í stúkunni gegn Newcastle um helgina og hann verður ekki með gegn Atletico Madrid í kvöld.

Conte segir að ástæðan fyrir fjarveru Luiz séu meiðsli á hné en ekki rifrildi þeirra á milli.

„Fyrir tveimur vikum spilaði hann gegn Qarabag. Ef þið treystið ekki því sem ég segi ykkur þá er það ykkar vandamál en ekki mitt," sagði Conte við fjölmiðla.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner