Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Átti mark Man Utd að standa? - „Henderson var ekki nógu sterkur“
Rasmus Höjlund hoppar upp með Henderson
Rasmus Höjlund hoppar upp með Henderson
Mynd: Getty Images
Manchester United er að tapa fyrir Crystal Palace, 2-0, á Selhurst Park í hálfleik, en gestirnir voru hissa á því að Jarred Gillett, dómari leiksins, hafi tekið af þeim jöfnunarmark sem Casemiro gerði á 27. mínútu.

Casemiro mætti hornspyrnu sem hann stangaði upp í loft og var hann á leið yfir Dean Henderson, markvörður Palace, sem stóð á línunni.

Rasmus Höjlund var í baráttu við Henderson um boltann, sem endaði á að skoppa í netið.

Í fyrstu virtist Gillett ætla að dæma markið gott og gilt en ákvað á endanum að dæma aukaspyrnu á Höjlund.

„Rasmus Höjlund í baráttunni við Henderson. Hann ýtir aðeins við honum. Ef þetta væru tveir útileikmenn þá myndi hann komast upp með þetta, en það er öðruvísi þar sem hann er markvörður. Mér fannst Henderson sleppa með skrekkinn þarna, hann var ekki nógu sterkur,“ sagði Alan Smith á Sky.

Það virðist fín lína á milli í þessum málum. Árið 2019 fékk mark Everton að standa í leik gegn United, þar sem Dominic Calvert-Lewin fór í De Gea. Gary Neville, sparkspekingur á Sky, gerði lítið úr atvikinu á þeim tíma.

Sjáðu brotið hér

Palace er nú komið í 2-0. Jean-Philippe Mateta gerði annað markið á 40. mínútu leiksins en það mark má sjá hér fyrir neðan.

Mateta hljóp auðveldlega fram hjá Jonny Evans áður en hann skoraði. Miðverðirnir tveir í basli í Lundúnum.

Sjáðu markið hjá Mateta
Athugasemdir
banner
banner
banner