Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
   mán 06. maí 2024 21:16
Brynjar Ingi Erluson
Besta deildin: Tvö rauð spjöld og Gylfi með aukaspyrnumark í sigri Vals á Breiðabliki
Gylfi Þór SIgurðsson fagnar á Kópavogsvelli
Gylfi Þór SIgurðsson fagnar á Kópavogsvelli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson fékk að líta rauða spjaldið en hér gengur hann af velli
Arnar Grétarsson fékk að líta rauða spjaldið en hér gengur hann af velli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 2 - 3 Valur
0-1 Patrick Pedersen ('28 )
0-2 Gylfi Þór Sigurðsson ('32 )
1-2 Kristinn Jónsson ('36 )
1-3 Gylfi Þór Sigurðsson ('52 )
2-3 Aron Bjarnason ('67 )
Rautt spjald: ,Adam Ægir Pálsson, Valur ('49)Arnar Grétarsson, Valur ('50) Lestu um leikinn

Valur komst aftur á sigurbraut í Bestu deild karla í kvöld með því að vinna 3-2 sigur á Breiðabliki í leik sem bauð upp á tvö rauð spjöld og hasar. Gylfi Þór Sigurðsson kom að öllum mörkum Vals í leiknum.

Það var stemning frá fyrstu mínútu. Jason Daði Svanþórsson skoraði fyrir Blika í upphafi leiks en var dæmdur rangstæður og þá átti Patrick Pederson þrumuskot í stöng hinum megin á vellinum.

Gestirnir tóku forystuna á 28. mínútu. Gylfi Þór átti hörkuskot sem small í slánni áður en hann datt fyrir Pedersen sem kláraði færið í netið.

Fjórum mínútum síðar tvöfaldaði Gylfi forystuna. Aron Jóhannsson klobbaði Viktor Örn Margeirsson, en færið virtist renna frá þeim áður en Gylfi mætti á ferðinni, skaut boltanum í varnarmann og fram hjá Antoni Ara Einarssyyni í markinu.

Blikar komu sér aftur inn í leikinn á 36. mínútu. Aron Bjarnason kom með boltann inn í teiginn og náði Benjamin Stokke að leggja hann fyrir á Kristinn sem þrumaði boltanum í netið.

Valsmenn með forystu í hálfleik en það átti allt eftir að tryllast snemma í þeim síðari. Adam Ægir Pálsson sparkaði boltanum inn á þegar Blikar áttu innkast og uppskar þá sitt annað gula spjald og þar með rautt.

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, brjálaðist á hliðarlínunni og fékk líka að líta rauða spjaldi frá Erlendi Eiríkssyni, dómara leiksins.

Valur manni færri og þjálfarinn farinn en þeir létu það ekki á sig fá. Gylfi Þór gerði annað mark sitt nokkrum mínútum síðar með frábæru aukaspyrnumarki af 25 metra færi, yfir vegginn og í nærhornið.

Aron Bjarna minnkaði muninn fyrir Blika á 67. mínútu er hann hirti frákast eftir að Frederik Schram hafði varið skot frá Ísaki Snæ Þorvaldssyni.

Síðustu tuttugu mínúturnar fengu bæði lið ágætis færi en nýttu ekki. Valur hélt út og fagnaði þessum sigri, enda sá fyrsti síðan í fyrstu umferð. Valur er með 8 stig í 6. sæti með Blikar í 4. sæti með 9 stig.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner
banner