Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mán 06. maí 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Vorum teknir í bakaríið
Mynd: EPA
Casemiro var hræðilegur
Casemiro var hræðilegur
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var allt annað en sáttur við frammistöðu sinna manna í 4-0 tapinu gegn Crystal Palace á Selhurst Park í kvöld.

Tap United í kvöld var það stærsta á tímabilinu hjá liðinu en það var alveg óhætt að segja að sigurinn hafi verið verðskuldaður.

Varnarleikurinn var í molum. Casemiro gerði hver mistökin á fætur öðru.

Ten Hag leyndi því ekki að þessi frammistaða hafi verið langt undir væntingum.

„Það er skýrt og mjög svo augljóst. Við spiluðum langt undir getu og gerðum ekki hlutina eins og við vildum gera þá og það er bara alls ekki nógu gott. Við erum mjög vonsviknir, en stuðningsmennirnir voru allan tímann að styðja okkur og við viljum halda áfram að berjast, eins og stuðningsmennirnir gerðu.“

„Það eru alltaf ástæður fyrir öllu. Það sjá allir varnarlínuna og við eigum erum með svakaleg vandamál. Í lok dags þá verðum við bara að eiga við það og áttum við bara að gera betur en við gerðum.“


Michael Olise fór illa með Casemiro í fyrsta markinu. Hann lék á hann áður en hann keyrði að marki og skoraði. Brasilíumaðurinn var þá slakur í fjórða markinu og gaf næstum því annað mark undir lokin.

„Það eru fimm leikmenn þarna og þetta er bara mark sem á ekki að geta gerst því við höfum gefið skýr fyrirmæli um hvernig það á að verjast þessu. Þeir tóku það ekki með sér inn á völlinn og við vorum teknir í bakaríið. Það voru tveir leikmenn að tvímanna einn leikmann og það er bara slakur varnarleikur.“

„Það er ekki hægt að setja þetta allt á einn leikmann. Þetta er liðsframmistaða. Innkastið þar sem við fáum á okkur fyrsta markið á í fyrsta lagi ekki að gerast. Við náum ekki að aðlagast mismunandi aðstæðum í leiknum til að skipuleggja okkur, til að halda stjórn í þessum stöðum. Fimm leikmenn sem eru yfir boltanum og þeir fá innkast. Þetta á ekki að gerast.“


Ten Hag er fullviss um að hann geti snúið gengi liðsins við.

„Ég mun halda áfram að berjast og ég undirbjó liðið eins vel og ég gat en það var ekki nóg, bara alls ekki nógu gott. Ég verð að taka ábyrgðina á því, en ég mun finna orku og undirbúa þá fyrir leikinn á sunnudag,“ sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner