Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 06. október 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Casillas: Navas er að gera stórkostlega hluti
Mynd: Getty Images
Hinn 34 ára gamli Iker Casillas missti sæti sitt í liði Real Madrid á síðasta tímabili og var seldur til Porto í sumar.

Casillas er uppalinn Madrídingur og hefur ætíð verið stuðningsmaður félagsins. Casillas á 510 deildarleiki að baki fyrir Real og 163 landsleiki fyrir Spán.

„Miðað við það sem ég hef séð þá á liðið ennþá eftir að laga sig almennilega að Rafael Benitez," sagði Casillas.

„Ég held að gengi liðsins eigi eftir að verða betri og betri því meira sem líður á tímabilið og þetta er vafalaust lið sem getur unnið hvaða titil sem er."

Keylor Navas tók byrjunarliðssætið af Casillas og segist spænski markvörðurinn vera hrifinn af hæfileikum Navas.

„Keylor er að gera stórkostlega hluti hjá Real, það er ekki auðvelt að vera markvörður Real en hann leysir verkefnið vel af hólmi.

„Ég vona að hann haldi áfram að spila vel og ég vona að Kiko Casilla geri einnig vel ef hann er valinn."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner