Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   fös 06. október 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Lokaumferð í Bestu deildunum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina þar sem lokaumferðirnar fara fram í Bestu deild karla og kvenna.

Í dag og í kvöld lýkur keppni í efri hluta Bestu deildar kvenna þar sem Breiðablik og Stjarnan eru enn í baráttu um mikilvægt 2. sæti deildarinnar.

Blikar heimsækja Íslandsmeistara Vals í lokaumferðinni á meðan Stjarnan tekur á móti Þrótti R.

Á morgun er svo lokaumferðin á dagskrá í karlaflokki þar sem ÍBV þarf sigur á heimavelli til að eiga möguleika á að bjarga sér frá falli. Fylkir er einnig í fallhættu á meðan Fram og HK geta líka fallið stærðfræðilega, en líkurnar eru afar lágar.

Á sunnudaginn mætast svo Breiðablik og Stjarnan í lokaleik tímabilsins þar sem liðin berjast um 3. sætið í efri hluta karla.

Föstudagur:
Besta-deild kvenna - Efri hluti
15:45 FH-Þór/KA (Kaplakrikavöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)
19:15 Stjarnan-Þróttur R. (Samsungvöllurinn)

Laugardagur:
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 Víkingur R.-Valur (Víkingsvöllur)
14:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)

Besta-deild karla - Neðri hluti
14:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
14:00 Fylkir-Fram (Würth völlurinn)
14:00 KA-HK (Greifavöllurinn)

Sunnudagur:
Besta-deild karla - Efri hluti
14:00 Breiðablik-Stjarnan (Kópavogsvöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner