Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   þri 07. maí 2024 18:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Andri Fannar og Logi fá mjög góða dóma
Andri Fannar.
Andri Fannar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Logi Tómasson.
Logi Tómasson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þeir Andri Fannar Baldursson og Logi Tómasson áttu báðir mjög góða leiki um helgina. Andri Fannar lék allan leikinn með liði sínu Elfsborg gegn sænsku meisturunum í Malmö og átti virkilega góðan leik þegar Elfsborg vann nokkuð óvæntan sigur, 3-1.

Malmö var með fullt hús stiga en Elfsborg hefur verið aðeins hikstandi í upphafi tímabils.

„Íslendingurinn hefur átt erfiða byrjun á tímabilinu, en á móti MFF, þá sýndi lánsmaðurinn frá Bolognahas hversu góður miðjumaður hann er. Bæði sóknarlega og varnarlega," segir í umfjöllun Adam Fröberg hjá Fotbollskanalen.

Andri var næstbesti maðurinn á vellinum að mati Fröberg.

Logi lék allan leikinn með Strömsgodset gegn meisturunum í Bodö/Glimt. Bodö vann 1-0 sigur en Logi átti þrátt fyrir það frábæran leik.

Hann átti nokkrar frábærar fyrirgjafir. Leikmenn Strömsgodset voru ansi vonsviknir með að ná ekki að fá eitthvað út úr leiknum en möguleikarnir voru til staðar. Logi hefði sjálfur getað skorað í leiknum.

Hann fékk næsthæstu einkunn af leikmönnum Strömsgodset hjá Sofascore og var valinn maður leiksins hjá Drammens Tidende.

Logi var keyptur til Strömsgodset frá Víkingi síðasta sumar. Andri Fannar er á láni hjá Elfsborg frá Bologna fram í sumargluggann. Þeir voru báðir hluti af landsliðinu sem spilaði í Bandaríkjunum í janúar.
Athugasemdir
banner