Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   þri 07. maí 2024 15:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skagamenn án miðjumanna um helgina - Byrjar Rúnar sinn fyrsta leik?
Marko Vardic.
Marko Vardic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert ekki með næstu vikurnar.
Albert ekki með næstu vikurnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Már.
Rúnar Már.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Marko Vardic, leikmaður ÍA, fékk höfuðhögg í leik liðsins gegn Stjörnunni á sunnudag, fékk nokkuð þungt höfuðhögg og þurfti að fara af velli. Fótbolti.net ræddi við Jón Þór Hauksson, þjálfara ÍA, í dag og spurði hann út í heilsuna á slóvenska miðjumanninnum.

Lestu um leikinn: Stjarnan 4 -  1 ÍA

„Honum líður ágætlega, datt alveg út í leiknum og þetta leit ekki vel út. Þetta virðist vera betra en áhorfðist í fyrstu. Hann er þokkalegur og getur vonandi byrjað að æfa aftur öðru hvoru megin við helgina," sagði Jón Þór.

Þegar Jón Þór var spurður hvort að hann væri búinn að taka ákvörðun um möguleikann á því að Vardic myndi spila gegn Vestra á laugardag benti þjálfarinn á þá staðreynd að Vardic yrði í banni í leiknum, hefði fengið sitt fjórða gula spjald í sumar gegn Stjörnunni.

Vardic er 28 ára og kom til ÍA í vetur eftir gott tímabil með Grindvíkingum í Lengjudeildinni í fyrra.

Albert frá næstu vikurnar
Í undanförnum leikjum hefur Albert Hafsteinsson, annar miðjumaður ÍA, verið í liðsstjórn. Hvernig er staðan á kappanum?

„Hún er ekki nógu góð. Hann er að glíma við meiðsli í nárasvæðinu, er að glíma við bólgur þar. Það lítur ekkert sérstaklega vel út."

„Hann er búinn að reyna fyrir síðustu tvo leiki (að koma til baka) en það hefur ekki gengið. Hann er bara kominn í meðferð við þessum meiðslum og ég á von á því að það verði einhverjar vikur í hann. Sama með Hlyn (Sævar Jónsson). Við fáum þá vonandi sterka til baka seinna í sumar."


Albert sneri aftur til uppeldisfélagsins frá Fram síðasta sumar. Hann kom inn á sem varamaður í fyrstu þremur deildarleikjunum en hefur ekki verið með í síðustu þremur leikjum liðsins.

Styttist í að Rúnar geti byrjað
Augljós kostur í byrjunarliðið , þegar hann er kominn í gott leikform, er Rúnar Már Sigurjónsson. Gerir Jón Þór sér vonir um að Rúnar geti byrjað gegn Vestra?

„Rúnar er á mjög góðri leið, mínútunum hefur verið að fjölga og það hefur allt gengið samkvæmt plani með hann. Hann er ekki ennþá kominn í það að geta byrjað og klára leiki - ekki orðinn 90 mínútna maður ennþá - en það styttist í það," sagði Jón Þór.

Rúnar samdi við ÍA í vetur, gekk í raðir félagsins eftir að hafa leikið erlendis sem atvinnumaður í rúman áratug. Hann er 33 ára fyrrum landsliðsmaður sem hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum ÍA.

Ef Rúnar er ekki klár í að byrja á laugardaginn þá eru þeir Guðfinnur Þór Leósson og Jón Gísli Eyland líklegir kostir með fyrirliðanum Arnóri Smárasyni inni á miðsvæðinu.
Innkastið - Gylfasýning og óvæntustu úrslit sumarsins
Athugasemdir
banner
banner
banner