Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 08. mars 2018 21:38
Ívan Guðjón Baldursson
Enn er brotið á verkafólki í Katar - Vann 148 daga í röð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Undirbúningur fyrir HM 2022 í Katar er í fullum gangi og hefur landið verið gagnrýnt víða fyrir slæma meðhöndlun á verkamönnum.

Aðstæður verkafólks sem er að byggja upp landið fyrir HM eru skelfilegar og er ítrekað brotið á mannréttindum þeirra, þrátt fyrir háværa gagnrýni undanfarin ár.

Aðstæður voru skoðaðar hjá nítján verktakafyrirtækjum sem starfa í kringum HM. Hjá átta fyrirtækjum voru starfsmenn sem unnu 72 tíma vinnuviku. Það eru rúmlega tíu tímar á dag, sjö daga vikunnar.

Rannsakendur komust að því að þrír verkamenn hjá einu fyrirtækinu hefðu ekki fengið frídag í meira en fjóra mánuði, en sá sem fór lengst án frídags vann 148 daga í röð.

Einn verkamaðurinn lauk 402 vinnutímum í einum mánuði, sem er 90 tímum yfir hámarkið þar í landi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner