Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 23:40
Brynjar Ingi Erluson
Ancelotti: Besti hópur sem ég hef þjálfað
Mynd: Real Madrid
Carlo Ancelotti, þjálfari Real Madrid, færði leikmönnum sínum stórt hrós í viðtali við TNT eftir 2-1 sigurinn á Bayern München, en hann segir þetta besta leikmannahóp sem hann hefur þjálfað á löngum ferli sínum.

Real Madrid kom til baka eftir að hafa lent 1-0 undir og vann með tveimur mörkum frá Joselu.

Ancelotti var ánægður með viðbrögð leikmanna og hrósaði þeim í hástert eftir leik.

„Við spiluðum vel. Ef ég á að vera hreinskilinn þá fengum við tækifæri og vorum með stjórn á leiknum. Við höfðum styrkleikann til að færa okkur ofar þegar þeir skoruðu og það gerðist aftur í kvöld. Það kom sér vel að notum. Bernabeu, með allan þennan stuðning frá stuðningsmönnunum, getum við gert eitthvað sem enginn býst við.“

„Það er bara trúin. Við settum ferskar lappir á völlinn. Joselu gerði frábærlega og er alveg stórkostlegur framherji. Við vissum að við gætum notað vængina meira til að koma fyrirgjöfum inn í teiginn. Við vorum með mikla orku í lok leiks.“

„Núna ætlum við að njóta fram að úrslitaleiknum. Það eru frábærir dagar fram undan þar sem við munum fagna titlinum og þessum sigri.“


Ancelotti hefur þjálfað í 30 ár. Hann hefur þjálfað marga af bestu leikmönnum sögunnar og verið með ótrúleg lið á sínum ferli, en hann segir þennan hóp vera þann besta.

„Ég er ótrúlega þakklátur leikmönnunum. Þeir lögðu sig alla fram í þessu frábæra andrúmslofti. Þeir eru hógværir og göfugir og er þetta besti leikmannahópur sem ég hef þjálfað á ferlinum,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner