Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mið 08. maí 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Fáum við þýskan slag á Wembley?
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern gæti búið til þýskan slag á Wembley.
Bayern gæti búið til þýskan slag á Wembley.
Mynd: EPA
Hey Jude.
Hey Jude.
Mynd: Getty Images
Hvaða lið mætir eiginlega Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar? Staðan er jöfn fyrir seinni leikinn hjá Real Madrid og Bayern München þar sem fyrri leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

Real Madrid 3 - 1 Bayern München
Ég ætla að spá 3-1 sigri Real Madrid. Við erum að tala um að Vini Junior verður með tvennu. Kane setur hann fyrir Bayern. Það er óljóst hver skorar þriðja markið fyrir Real Madrid, en spænska stórveldið fer í úrslitin.

Viktor Unnar Illugason

Real Madrid 1 - 1 Bayern München
Ég sé þennan leik fara í vító. Tuchel setur þennan leik vel upp og nær að halda í jafntefli eftir að Harry Kane skorar. Real mun liggja á þeim en því miður verður Jude í felum í kvöld. Bayern vinnur svo í vito og við fáum þýskan slag á Wembley.

Fótbolti.net - Sverrir Örn Einarsson

Real Madrid 2 - 1 Bayern München
Sagan og hefðin sem fylgir Real Madrid segir að úrslitaleikurinn sé þeirra þetta árið. Ég reikna með hörkuleik þar sem menn munu selja sig dýrt og mikið verði tekist á. Harry Kane kemur Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Real svarar með tveimur mörkum í þeim síðari og tryggir sig í úrslit með 2-1 sigri.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 20
Fótbolti.net - 18
Ingólfur Sigurðsson - 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner