Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mið 08. maí 2024 10:17
Elvar Geir Magnússon
„Mbappe hefur sóað stórum hluta ferilsins hjá PSG“
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: EPA
„Hver var tilgangurinn með því að svona stórbrotinn leikmaður eyði sjö árum af blómaskeiði ferilsins í að spila fyrir Paris Saint-Germain?" veltir Barney Ronay íþróttafréttamaður fyrir sér í pistli í Guardian.

Mbappe er 25 ára og yfirgefur PSG í sumar. Að öllum líkindum mun hann ganga í raðir Real Madrid. Ronay skilur ekki af hverju Mbppe hafi ekki yfirgefið franska félagið fyrr.

Eftir að PSG féll úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gær varð ljóst að Mbappe kveður félagið án þess að hafa náð því markmiði að vinna keppnina með liðinu.

„Þetta er leikmaður sem er svo stórbrotinn að jafnvel fólk sem horfir ekki á fótbolta getur séð hversu góður hann er. Mbappe hefur verið stjarna í París."

„Þegar allt er tekið saman er lokaspurninging samt: Hver var tilgangurinn með því að eyða sjö árum af dásamlegu blómaskeiði sínu hér í París? Hann skilaði ótrúlegum tölum í öllum keppnum og það var mikil dramatík í kringum persónuleika hans. En á endanum mun arfleifð Mbappe í París vera 840 milljóna evra ársvelta og stofnun vinsæls íþróttavörumerkis."
Athugasemdir
banner
banner